17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

FORMÁLI<br />

Skýrsla óbyggðanefndar kemur nú út öðru sinni. Í samræmi við 18. gr. laga um þjóðlendur og<br />

ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 eru í riti þessu birtir þeir fimm<br />

úrskurðir sem nefndin kvað upp á árinu 2003. Þess ber að geta að úrskurðirnir hafa frá uppkvaðningu<br />

verið öllum aðgengilegir á heimasíðu nefndarinnar. Fyrst verður þó gerð stuttlega grein<br />

fyrir störfum óbyggðanefndar á árinu 2003.<br />

Þann 1. janúar 2003 varð sú breyting á skipan varamanna í óbyggðanefnd að Þorgeiri Örlygssyni<br />

prófessor var veitt lausn að eigin ósk og Benedikt Bogason héraðsdómari skipaður í hans stað.<br />

Sem fyrr hafði óbyggðanefnd á grundvelli 6. gr. þjóðlendulaga opna skrifstofu að Hverfisgötu 4a,<br />

101 Reykjavík. Þar starfa auk undirritaðs Sif Guðjónsdóttir skrifstofustjóri, Gunnar Friðrik Guðmundsson<br />

sagnfræðingur og Hulda Árnadóttir lögfræðingur. Um áramót lét Hildur Guðbrandsdóttir<br />

ritari af störfum á skrifstofu nefndarinnar og við tók Kristjana Hildur Kristjánsdóttir landfræðingur.<br />

Helstu verkefni óbyggðanefndar á árinu 2003 voru annars vegar meðferð mála nr. 1-9/2003,<br />

sveitarfélög í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu (þriðja landsvæðið sem óbyggðanefnd<br />

tekur til meðferðar) og hins vegar uppkvaðning úrskurða í málum nr. 1-5/2001, sveitarfélagið<br />

Hornafjörður í Austur-Skaftafellssýslu (annað landsvæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar).<br />

Í janúar 2003 var lögmönnum aðila í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu tilkynnt að<br />

ákveðið hefði verið að fjalla um svæðið í níu málum og hvaða nefndarmenn færu með hvert mál.<br />

Málin voru fyrst tekin fyrir þá um vorið og í kjölfarið voru haldnar fjórar til fimm fyrirtökur í hverju<br />

máli þar sem lögð voru fram gögn og leitast við að upplýsa þau að öðru leyti. Málin voru svo tekin<br />

til aðalmeðferðar eitt af öðru frá byrjun júlí og fram í lok nóvember. Aðalmeðferð málanna fór í<br />

öllum tilvikum fram eins nálægt vettvangi og mögulegt var og stóð í þrjá til fjóra daga eftir umfangi<br />

viðkomandi máls. Fyrirkomulag aðalmeðferðar var almennt með þeim hætti að hún hófst á<br />

forflutningi. Að því loknu var farið um svæðið undir leiðsögn heimamanna og að svo búnu teknar<br />

skýrslur af aðilum og vitnum. Loks var viðkomandi mál flutt munnlega. Úrskurða í þessum málum<br />

er að vænta nú í haust.<br />

Samhliða framangreindu var svo unnið að úrskurðum nefndarinnar í málunum fimm í sveitarfélaginu<br />

Hornafirði en þau voru tekin til úrskurðar annars vegar í júní 2002 og hins vegar í september<br />

sama ár. Eftir að málin voru tekin til úrskurðar gerðu aðilar nokkrar breytingar á kröfum sínum<br />

auk þess sem bæði aðilar og nefndin öfluðu frekari gagna. Í slíkum tilvikum var lögmönnum allra<br />

málsaðila gert viðvart og þeim gefið færi á athugasemdum. Málin fimm voru endurupptekin þann<br />

14. nóvember 2003 til framlagningar þessara viðbótargagna og úrskurðir kveðnir upp sama dag.<br />

Þá skal þess getið að á árinu tók óbyggðanefnd fjórða landsvæðið til meðferðar. Það er afmarkað<br />

eins og Gullbringu- og Kjósarsýsla ásamt þeim landsvæðum í Árnessýslu sem nefndin hefur<br />

ekki þegar úrskurðað um. Þessi ákvörðun var tilkynnt fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins<br />

þann 27. október og honum veittur frestur til að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæðinu til<br />

28. janúar 2004.<br />

Yfirumsjón með útgáfu þessa rits hefur sem fyrr verið í höndum Huldu Árnadóttur, lögfræðings<br />

hjá óbyggðanefnd og annars ritara nefndarinnar, og Gunnars Friðriks Guðmundssonar, sagnfræðings<br />

hjá óbyggðanefnd. Færi ég þeim báðum þakkir fyrir framlag þeirra.<br />

Reykjavík, 18. febrúar 2004<br />

Kristján Torfason<br />

7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!