17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

78<br />

Næst er greint frá því að helstu skrifuðu heimildir um nám lands hérlendis séu í landnámabókum<br />

sem í heildarútgáfu nefnist Landnáma. Þá segir að benda megi á fjölmörg dómafordæmi<br />

Hæstaréttar þar sem stuðst sé við heimildir þaðan þegar skera þurfi úr um inntak eignarréttar.<br />

Um landnámsmörk á því svæði sem til umfjöllunar er sé því vísað til Landnámu auk rits Einars<br />

Ó. Sveinssonar, „Landnám í Skaftafellsþingi“ frá árinu 1948.<br />

Fullyrt er að glöggt komi fram í heimildum um landnám í Öræfum að hálendi, fjöll, öræfi og<br />

jöklar hafi ekki verið numin til eignar og að Hæstiréttur virðist gera ríkari sönnunarkröfur um<br />

beinan eignarrétt að slíku landi en öðru landi á mörkum byggðar. Í þessu tilliti hafi Hæstiréttur litið<br />

til atriða eins og staðhátta, víðáttu og gróðurfars. Í því sambandi skipti hæðarlínur auðvitað miklu<br />

máli enda í rökréttu samhengi við ofangreint. Af löggjöf og dómum Hæstaréttar megi ráða að þessi<br />

atriði skipti mestu þegar ákveða skuli mörk jarða gagnvart óbyggðum og til þeirra því litið við<br />

kröfugerð íslenska ríkisins.<br />

Þá sé það talið skipta meginmáli að samkvæmt gildandi rétti, verði landeigandi að sanna eignarheimildir<br />

sínar. Það sé því hans að sanna, að nám, raunveruleg og eðlileg nýting tiltekinnar jarðar<br />

eða önnur atriði, hafi tekið til stærra svæðis, en kröfulína ríkisins gefi til kynna.<br />

Af dómum Hæstaréttar megi jafnframt ráða, að tengsl verði að vera milli eldri og yngri landréttar.<br />

Því eru eldri heimildir eins og vísitasíur bornar saman við nýrri landamerkjabréf. Nýrri heimildir<br />

um merki verði auðvitað að víkja fyrir eldri eða upprunalegum heimildum.<br />

Íslenska ríkið telur glöggt koma fram í Hæstaréttardómum varðandi Kalmanstungu og Sandfellshaga<br />

í Öxarfirði (H 1975 55 og H 1999 2006), að innan landamerkjalýsingar jarðar geti verið<br />

tvenns konar land. Heimaland sem er í heilsársnotum og síðan afréttarland sem er í sumarnotum. Í<br />

fleiri málum eins og dómi Hæstaréttar um Jökuldalsheiði hafi verið reynt að varpa ljósi á hversu<br />

mikinn hluta fjalljarðarinnar Gilsár mætti nýta á heilsársgrundvelli og hversu mikill hluti væri<br />

aðeins í sumarnotum. Skilgreiningin á því hvaða hluti jarðar teljist heimaland sé því sú að heimaland<br />

sé það land innan landamerkja sem sé í heilsársnotum. Þegar svo þetta heimaland sé í aðaldráttum<br />

í samræmi við heimildir um upphaflegt nám blandist engum hugur um að beinn eignarréttur<br />

jarðeiganda nái til alls heimalandsins.<br />

Með tilvísun í ofangreint er því haldið fram að kröfulínu um þjóðlendumörk í Öræfum í samræmi<br />

við kröfulýsingu ríkisins skuli taka til greina þar sem með kröfulínunni sé búið að finna út í<br />

samræmi við tilteknar heimildir mörk heimalanda jarðanna við óbyggðir. Landamerkjabréf jarðanna<br />

hafi ekkert um þetta að segja enda hefði ekki þurft að stofna til þessa máls og skipa óbyggðanefnd<br />

ef landamerkjabréf væru heimild um þjóðlendumörk, jafnvel þótt þinglýst séu.<br />

Þá er fullyrt að samningur eins og landamerkjabréf bindi einungis aðila samningsins og<br />

íslenska ríkið eigi engan hlut að þeim samningum sem í íslenskum landamerkjabréfum felast.<br />

Sammerkt sé það öllum landamerkjabréfum fjalljarða að þau séu einhliða ákveðin inn til óbyggða<br />

og óbyggðamörkin oftast geðþóttaákvörðun jarðeiganda á líðandi stund frekar en að þau styðjist við<br />

eldri rétt. Á það megi jafnframt benda að við engan hafi verið að semja árið 1882 og það var ekki<br />

fyrr en 116 árum síðar að slíkt var hægt eftir að íslenska ríkinu hafði með lögum verið fenginn<br />

eignarétturinn að þjóðlendum.<br />

Í framhaldi af þessu er vikið að hefð. Greint er frá því að talið hafi verið, að hefðarréttur hafi<br />

ekki verið til í okkar fornlögum alla vega ekki í þeirri mynd sem við þekkjum hann. Lagaákvæði í<br />

bæði Grágás og Jónsbók um að almenningar skyldu vera sem að fornu hafa verið hafi verið nefnd<br />

sem óræk sönnun þess að nám landa utan byggðar hafi verið óheimilt og sömuleiðis hafi verið andstætt<br />

þessu lagaákvæði að til hefðaréttar stofnaðist til slíkra landsvæða.<br />

Í þessu sambandi er jafnframt vísað til ákvæða Norsku laga frá árinu 1687 um hefð og hefðarlaga,<br />

nr. 46/1905, sem leystu ákvæði hinna fyrr nefndu af hólmi. Samkvæmt þeim sé hvorki unnt<br />

að vinna hefð á afréttum né almenningum. Þessu til stuðnings er vísað til síðari dóms Hæstaréttar<br />

um Landmannaafrétt. Þessi regla hafi nú verið lögfest, sbr. ákvæði 3. gr. þjóðlendulaga.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!