17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

sje eigi vanrækt, og yfir höfuð gætir þess, að heimahögum sje eigi íþyngt um of á sumrum. Heimilt<br />

skal hreppsnefnd, að gjöra ítölu í afrjett þar sem því verður við komið. 1<br />

Í 2. gr. fjallskilareglugerðar frá 1909 eru eftirfarandi fyrirmæli um upprekstur:<br />

Allir þeir, er afrjett eiga, eða geta fengið hann hjá öðrum, skulu nota hann til uppreksturs fyrir gjeldfje<br />

sitt, ef hagatollur fer eigi fram úr 5 aurum fyrir hverja sauðkind, og skal gjalddagi hagatolls vera<br />

fyrir lok októbermánaðar, ef öðruvísi er eigi um samið. Þar sem engan afrjett er hægt að fá, má nota<br />

heimalönd til sumarbeitar, en þess skal þó gætt, að heimahögum sje ekki íþyngt um of. Heimilt skal<br />

hreppsnefnd að gera ítölu í afrjett, þar sem því verður komið við. 2<br />

Í reglugerðinni er kveðið á um lögsöfn að hausti og að til þeirra sé boðað með fjallskilaseðli eigi<br />

síðar en 10 dögum fyrir fyrsta lögsafn (4. og 6. gr.).<br />

Í 2. gr. fjallskilareglugerðar frá 1940 er komist svo að orði:<br />

Allir þeir, er afrétt eiga eða geta fengið hann hjá öðrum, skulu nota hann til upprekstrar fyrir fé sitt.<br />

Þar, sem engan afrétt er hægt að fá, má nota heimalönd til sumarbeitar.<br />

Þar, sem tveir eða fleiri menn eiga eða hafa afgirt sameiginlegt beitiland, getur annar eða einn ekki<br />

tekið gripi til beitar af öðrum, nema með samþykki meiri hluta hlutaðeiganda. Geti einhver í sameignarlandi<br />

afstaðið beit eða beitiland, er honum skylt að bjóða meðeigendum sínum fyrst afnot af beitilandinu,<br />

áður en hann gefur það falt við aðra.<br />

Ef enginn af meðeigendum hans þarf landsins með, má hann taka gripi af öðrum að því leyti, sem hann<br />

hefir þá færra í beitilandinu en meðeigendur hans, samanborið við landstærð hvers þeirra. En þess skal<br />

þó gætt, að heimahögum sé ekki íþyngt um of.<br />

Í ógirt samliggjandi beitilönd og afréttarlönd má ekki taka inn gripi, nema með samþykki meiri hluta<br />

hlutaðeigenda.<br />

Heimilt skal hreppsnefnd að gera ítölu í afréttarlönd, þar sem því verður við komið. 3<br />

Tilhögun fjallskila er nánar lýst í Göngum og réttum. Framan af 20. öld var fyrsta lögsafnið<br />

miðað við þann tíma sem stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga ákvað hverri sveit til slátrunar en<br />

einnig réð veðráttan miklu um smölun og rekstra. 4 Hreppsnefnd skipaði fyrir um göngur. Lét hún<br />

semja svokallað göngubréf sem gekk bæ frá bæ um alla sveitina. Þar voru safndagar ákveðnir, nafngreindir<br />

menn skipaðir í hvert gangnasvæði og til rétta og einnig gangnaforingjar og réttarstjórar. 5<br />

Við skýrslutökur á vegum óbyggðanefndar kom fram að hver landeigandi sér sjálfur um að smala<br />

eigið land. 6<br />

1 Skjal nr. 4 (25) (fjallskilareglugerð nr. 109/1891).<br />

2 Skjal nr. 4 (67).<br />

3 Skjal nr. 4 (55). Sbr. samhljóða texta í 3. gr. fjallskilareglugerðar frá 1951 (skjal nr. 4 (56)).<br />

4 Göngur og réttir 1, s. 35.<br />

5 Göngur og réttir 1, s. 36.<br />

6 Skýrslutökur 28. 6. 2002.<br />

75

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!