17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

74<br />

hrepps, dags. 20. nóvember 1985, er birt eftirfarandi „[s]krá yfir afrétti í Hofshreppi Austur-Skaftafellssýslu“:<br />

1. Breiðamerkursandur og Breiðamerkurfjall:<br />

a. Fjallsland, þ.e. Breiðamerkurfjall og sandurinn þar fram undan. Mörk eru þau sömu og á milli Kvískerjafjöru<br />

og Fjallsfjöru að vestan, en að austan á milli Fjallsfjöru og Breiðamerkurfjöru. Eigendur<br />

og notendur eru ábúendur á Hofi.<br />

b. Breiðamörk milli Fjallslands og Fellslands. Mörk að vestan þau sömu og milli Fjallsfjöru og Breiðamerkurfjöru,<br />

og að austan milli Breiðamerkurfjöru og Fellsfjöru. Eigendur: erfingjar Björns Pálssonar<br />

á Kvískerjum að helmingi og nokkrir menn í Suðursveit að hinum helmingnum. Notandi: ábúandi<br />

Fagurhólsmýrar I.<br />

c. Hluti Fellslands milli Breiðamerkur og Jökulsár. Eigendur að 1/6 hluta úr Felli í Suðursveit eru eigendur<br />

Fagurhólsmýrar I og Hnappavalla III, og eru þeir notendur að þessum hluta.<br />

2. Hafrafell milli Svínafellsjökuls og Skaftafellsjökuls upp frá láglendi að sunnan. Að mestu leiti eign<br />

þjóðgarðsins í Skaftafelli. Austasti hluti fellsins er þó austan landamerkja milli Svínafells og Skaftafells.<br />

Hafrafell hefur frá fornu fari og er enn nytjað frá Svínafelli til sumarbeitar fyrir sauðfé.<br />

3. Skeiðarársandur milli Skeiðarár og Gígjukvíslar frá þjóðgarðsmörkum til sjávar. (Meðan ekki er<br />

girðing á þjóðgarðsmörkum, gengur fé allt að Skeiðarárjökli). Eigandi afréttarlands er Ragnar Stefánsson<br />

Skaftafelli, en notendur ábúendur í Svínafelli.<br />

Frá fornu fari hefur Svínafelli verið eignaður afréttur á Eystrafjalli vestan Skeiðarárjökuls, og var hann<br />

notaður frá Svínafelli á árunum milli 1920 og 1930. Þetta ítak var ekki tilkynnt, þegar lög voru seinast<br />

samin um ítök og mun því fallið úr gildi. 1<br />

Á aukafundi sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu 7. desember sama ár var samþykkt ályktun í<br />

tilefni af fyrrnefndu bréfi sýslumanns:<br />

Fyrir fundinum lágu greinagerðir frá öllum hreppum sýslunnar nema Hafnarhreppi, en glögglega<br />

kemur fram bæði í þeim greinagerðum svo og máli nefndarmanna að afréttir munu ekki til í sýslunni,<br />

heldur heimalönd. Eftirfarandi tillaga var samþykkt. Sýslunefnd A-Skaftafellssýslu ályktar eftirfarandi<br />

á aukafundi sínum 7. des. 1985.<br />

Afréttarskrá er eigi til fyrir sýsluna og verður ekki samin, enda verður talið að afréttir séu eigi til í<br />

Austur-Skaftafellssýslu í hefðbundnum og venjulegum skilningi. 2<br />

Í Göngum og réttum segir svo: „Engin almenningsafrétt er í sýslunni. Allt fjalllendi heyrir vissum<br />

jörðum til, utan þess að hjáleigur eiga óskipt fjalllendi með aðaljörðum.“ 3<br />

Eins og lög kveða á um eru í gildi fjallskilareglugerðir í sýslunni. Elsta fjallskilareglugerð fyrir<br />

Austur-Skaftafellssýslu var samþykkt af sýslunefnd 1890. Þar segir í 1. gr.:<br />

Að svo miklu leyti, sem heimaland er eigi nægilegt til beitar á sumrum, ber öllum, sem afrjett eiga eða<br />

fengið geta hjá öðrum, að nota hann til uppreksturs fyrir fjallfje sitt. Hreppsnefndin sjer um, að þetta<br />

1 Skjal nr. 4 (75). Undirstrikanir í frumriti.<br />

2 Skjal nr. 4 (77), sbr. nr. 4 (74, 75 og 76).<br />

3 Göngur og réttir. 1. b. Önnur prentun aukin og endurbætt. Bragi Sigurjónsson bjó til prentunar. Akureyri 1983. S. 35.<br />

Enda þótt fullyrt sé að engir afréttaralmenningar séu í sýslunni, er í þessu sama riti rætt um „afréttarlönd“ Skaftafells í<br />

Öræfum sem sögð eru víðlendust í Öræfum (sbr. s. 49).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!