17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

afabarn Gísla Halldórssonar. 1 Vera kann að sýslumaðurinn hafi talið sig hafa eignast hálfa<br />

Breiðármörk ásamt smáreka með eiginkonu sinni eða að minnsta kosti talið sig hafa umráðarétt yfir<br />

eigninni. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á orðalagi í afsali sem gefið var út vegna sölunnar:<br />

Með því að jeg undirritaður fyrv. sýslumaður Björgvin Vigfússon á Efra-Hvoli, hefi síðan 1910, átölulaust<br />

af öllum, hirt afgjald af landi hálfrar Breiðumerkur í Hofshreppi í Austur-Skaftafellssýslu, eins<br />

og það var til forna, svo og afgjald af hálfri Breiðumerkurfjöru, sem er níu hundruð faðma tólfræð að<br />

lengd – frá ábúandanum Birni Pálssyni bónda á Kvískerjum, þá hefur það á síðastliðnu ári orðið að<br />

samkomulagi milli mín og hans, að hann skyldi eignast land þetta, ásamt hálfri Breiðumerkurfjöru<br />

með reka, fyrir 100 – eitt hundrað – krónur… 2<br />

Afsalið var tekið til þinglýsingar 28. mars 1937.<br />

Eins og að framan hefur verið rakið eru nokkur atriði óljós að því er varðar eignaframsal Breiðármerkur,<br />

og eru þessi hin helstu: 1) Hvernig hálf Breiðármörk ásamt reka (smáreka) komst í eigu<br />

Gísla Halldórssonar; 2) hvernig Fellsmenn töldu sig hafa eignast Breiðármerkurfjöru og ef til vill<br />

einnig hluta Breiðármerkurlandsins eins og ráða má af lögfestu þeirra og síðan samkomulaginu<br />

1854; 3) hvernig Björgvin Vigfússon sýslumaður taldi sig hafa eignast hálfa Breiðármörk ásamt<br />

reka; 4) hvað varð um eignarréttinn að hinum hluta Breiðármerkur. Á hinn bóginn virðist ljósara<br />

hvernig Skálholtsrekinn forni og fjaran sem honum tilheyrði hafa framselst fram á þennan dag.<br />

6.11. Afréttarnot<br />

Í Jarðabók Ísleifs Einarssonar 1709 er hvergi vikið orði að sameiginlegum afréttum í Öræfasveit.<br />

Jarðir virðast ekki hafa átt neina „afrétti“ sem svo eru nefndir nema með tveimur eða þremur undantekningum:<br />

Svínafelli var eignaður afréttur í Eystrafjalli (einnig nefnt Syðrafjall) fyrir sunnan<br />

Skeiðarársand en sá afréttur var „óbrúkandi vegna vegalengdar“. Afrétturinn í Eystrafjalli mun vera<br />

hinn sami og sagður er „í Skorum“ í máldaga Kálfafellskirkju 1343 (sjá kafla 6.3.). 3 Skaftafell átti<br />

„upprekstur“ í Freysneslandi „þar sem heitir Hafrafell“ en þar var þá allt komið í jökul og Sandfelli<br />

var eignaður „upprekstur“ í Fjallslandi. 4<br />

Þá er þess að geta að Sigurður Stefánsson sýslumaður fullyrðir í sýslulýsingu sinni 1746 að<br />

Mávabyggðir (á norðanverðum Breiðamerkurjökli) hafi tilheyrt Öræfum en heimildir eru fyrir því<br />

að um 1700 hafi villifé haldið sig í þessu fjalli. 5 Sigurður Björnsson á Kvískerjum telur þó líklegra<br />

að sýslumaðurinn hafi átt við Esjufjöll sem séu miklu meiri fjöll en Mávabyggðir. 6<br />

Í lýsingu Sandfells- og Hofssókna 1839 er tekið skýrt fram að afréttir séu engir í héraðinu<br />

„nema Hofsmenn reka geldfé, mest 50 fjár, í Breiðamerkurfjall og Svínafellsmenn í Hafrafjall fáar<br />

kindur“. 7<br />

Í nóvember 1985 lagði sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu fyrir sýslunefndarmenn og oddvita<br />

að gera skrár yfir alla afrétti héraðsbúa með tilvísun í lög nr. 42/1969. 8 Í bréfi oddvita Hofs-<br />

1 Sbr. Bogi Benediktsson 1909-1915 (4), s. 521. Veffangið www.althingi.is (Alþingi – Æviágrip: Einar Gíslason).<br />

2 Skjal nr. 14 (1). Sbr. einnig skjal nr. 4 (82).<br />

3 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 437.<br />

4 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 436-437.<br />

5 Ferðabók Sveins Pálssonar 1983 (1), s. 280. Einnig er að þessu vikið í kaflanum um Fell í máli 2/2001 (Suðursveit).<br />

6 Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 53.<br />

7 Skaftafellssýsla 1997, s. 151.<br />

8 Skjal nr. 4 (74).<br />

73

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!