17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

72<br />

Ef síðan kæmi ágreiningur um hreppamörkin, þá þarf ekki annað en lengd fjaranna: Fjalls- og Breiðamerkurfjöru<br />

í Hofshreppi, sem eiga til samans að vera tvenna níu hundruð faðma, tólfræð. 1<br />

Undir bréf þetta rita Ari Hálfdánarson, hreppstjóri Hofshrepps og Stefán Jónsson, hreppstjóri<br />

Borgarhafnarhrepps.<br />

Þetta bréf virðist hafa átt sér nokkurn aðdraganda. Árið 1922, 22. maí, ritaði Stefán Jónsson<br />

hreppstjóri á Kálfafelli, ónafngreindum frænda sínum bréf 2 , og verður af því ekki annað ályktað en<br />

að ráðgast hafi verið um landamerkin áður en þau voru skráð og þeim þinglýst. Í bréfi hreppstjórans<br />

segir m.a.<br />

Eg var útá Sandi þann dag sem þú komst austur í sæluhús og var komin útá Grjótfjöru sem svo er kölluð<br />

klukkan eitt og beið þar til klukkan að ganga þrjú, og reisti upp 2 mörk dálítið vestar á fjörunni<br />

heldur enn við Björn á Tvískerjum reistum þau í fyrra en gat samt ekki áttað mig neitt á fjall markinu<br />

nefnilega Máfabygðum vegna þoku, og veit ekki hvort þessi mörk sem ég reisti á ný sjeu hin réttu, eru<br />

máske of vestallega. …<br />

Þessi mörk sem við Björn á Tvískerjum hófum í fyrra eru að liggjindum nokkuð nærri sanni en mættu<br />

kanske vera svolítið vestar efað ætti að halda sig við Jökuls á þar sem hún rann til forna, þá mun hún<br />

hafa runnið vestan við Nýgræður og hafa það þá verið hreppa mörk samkvæmt því sem í landnámu<br />

segjir að Hrollaugur nam land austan frá Horni til Kvíár en gaf svo land milli Jökuls ár og Kvíár<br />

öðrum, og síðan hefur það land talist með Hofshreppi nefnilega Breiðármörk og er byggð 1587 til<br />

1709 og er sögð hálf kóngseign en hálf bænda eign og virðist fjaran eiga að vera 1800 faðma tólfræð<br />

og getur það vel staðið heima uppá lengdina frá Hnappavalla fjöru, ef Bakka fjara er 600 faðma,<br />

Tvískerja fjara 600 f. og Fjalls fjara 600 f. alt tólfræð hundruð – eða Fjallsfjara 900 faðma. Enn hvað<br />

hreppa mörkum við kemur þá ættu að vera sömu mörk milli Fells lands og Breiðumerkur lands<br />

samhljóða hreppa mörkunum, og hygg ég að réttustu mörkin sjeu þar sem Jökuls á rann til forna. 3 En<br />

ef þú álítur að Jökuls á hafi runnið um það bil sem við Björn reistum upp mörk í fyrra þá skrifa ég hiklaust<br />

undir þína skrá og hef það þá einsog þú segjer, læt þínglesa hana fyrst í mínum hreppi og sendi<br />

svo þér hana til þíng lesturs, og verður það þá hreppa markaskrá. En hin skráin þarf að þínglesast líka<br />

til þess að gild sje. 4<br />

Árið 1937 seldi Björgvin Vigfússon, fyrrverandi sýslumaður á Efra-Hvoli, Birni Pálssyni á<br />

Kvískerjum hálfa Breiðumörk (Breiðármörk) og hálfa Breiðumerkurfjöru með reka fyrir eitt hundrað<br />

krónur. 5 Kvískerjamenn hafa síðan talið fram þennan hluta Breiðármerkur sem sína eign. 6<br />

Björgvin Vigfússon var sýslumaður í Skaftafellssýslu 1905-1908. 7 Heimildir liggja ekki fyrir um<br />

það hvernig Björgvin eignaðist þennan hluta Breiðármerkur en þess má þó geta að hann var kvæntur<br />

Ragnheiði Ingibjörgu Einarsdóttur, alþingismanns Gíslasonar, sem áður er nefndur og var lang-<br />

1 Skjal nr. 2 (1).<br />

2 Sennilega Ara Hálfdánarsyni hreppstjóra á Fagurhólsmýri.<br />

3 Kenningar eru uppi um að takmörk Öræfabyggðar hafi í öndverðu verið á milli Jökulsár (Skeiðarár) og Kvíár og að<br />

annað byggðarlag hafi verið milli Kvíár og Jökulsár á Breiðamerkursandi. Nú eru mörkin milli Öræfasveitar og Suðursveitar<br />

við vörðu á fjörunni vestan við hornið á Nýgræðum sem bera á í Hálfdánaröldu uppi undir jökli og í Kaplaklif á<br />

Mávabyggðum (Lýður Björnsson, 1972: Saga sveitarstjórnar á Íslandi. 1. b. Reykjavík. S. 115-116).<br />

4 Skjal nr. 14 (3).<br />

5 Skjal nr. 14 (1). Í skjali 7 (4) er að nokkru rakið hvernig þessi bóndahluti Breiðármerkur framseldist frá miðri 19. öld.<br />

6 Sbr. skjöl nr. 14 (6-23).<br />

7 Hann fékk veitingu fyrir Skaftafellssýslu 19. desember 1904 og var skipaður sýslumaður í Rangárvallasýslu 10. september<br />

1907 frá 1. október sama ár en þjónaði Skaftafellssýslu til marsloka 1908 (Bogi Benediktsson, 1909-1915: Sýslumannaæfir.<br />

Með skýringum og viðaukum eftir Hannes Þorsteinsson. 4. b. Reykjavík. S. 678).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!