17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Breiðamerkurfjöru eða Breiðármörk. Þannig seldi Vilborg Eyjólfsdóttir Runólfssonar, Gísla Þórarinssyni<br />

árið 1933 jarðarpart sinn í eyðibýlinu Felli „ásamt hluta þeim, sem mér ber í Breiðamerkurfjöru,<br />

og öllu því sem nefndri fjöru fylgir, stóran og smáan reka, sem á fjöru kann að koma“. 1 Við<br />

þinglýsingu skjalsins er gerð athugasemd um að seljandi hafi eigi þinglýsta eignarheimild að<br />

Breiðamerkurfjöru. 2 Árið 1968 gaf framangreindur Gísli Þóru Stefánsdóttur jarðarpart sinn í eyðibýlinu<br />

Felli „ásamt hluta þeim, sem mér ber í Breiðamerkurfjöru, og öllu því sem nefndri fjöru<br />

fylgir, stóran og smáan reka, sem á fjöru kann að koma“. Einnig seldi Borgarhafnarhreppur Erni<br />

Eiriksen árið 1960 „ 1/14 í eyðijörðinni Breiðarmörk (Breiðamerkurfjara)“, eign Guðnýjar Runólfsdóttur.<br />

3<br />

Jafnframt hefur hluti annarra afkomenda Eyjólfs þinglýst fjölda svokallaðra „skiptayfirlýsinga“<br />

á árabilinu 1994-1997, þar sem vísað er til samnings Eyjólfs Runólfssonar og Torfhildar Hólm frá<br />

1891 um hálfa jörðina Fell ásamt hálfri Breiðamerkurfjöru. Í yfirlýsingum þessum segir að við<br />

skipti eftir Eyjólf, 30. maí 1924, hafi láðst að tilgreina sérstaklega „hálfa Breiðamerkurfjöru, sem<br />

getur átt sínar eðlilegu skýringar“. 4 Hið sama er sagt hafi gerst við skipti eftir tilgreinda erfingja<br />

Eyjólfs. Óskað er eftir þinglýsingu á viðkomandi yfirlýsingu sem eignarheimild tiltekins afkomanda<br />

Eyjólfs að tilgreindu hlutfalli í hálfri Breiðamerkurfjöru, sem í sumum yfirlýsinganna er lögð<br />

að jöfnu við hálfa „jörðina“, „lenduna“ eða „eignina“ Breiðármörk. Tveimur fyrstu yfirlýsingum,<br />

dags. 23. október 1994, er upphaflega þinglýst með athugasemdinni „Yfirlýsing þessi er einhliða<br />

og því hæpin eignarheimild“ en sú athugasemd er felld niður 16. nóvember 1994. 5 Síðustu yfirlýsingunni,<br />

dags. 24. mars 1997, er þó þinglýst með athugasemdinni „Það athugist að þinglýsta eignarheimild<br />

skortir fyrir eignarhlutanum.“ 6 Öðrum þessara yfirlýsinga er þinglýst án þess að gerðar<br />

séu athugasemdir við eignarheimild að baki þeim. 7<br />

Landamerkjabréf Breiðármerkur er undirritað 13. maí 1922 og þinglesið 13. júlí sama ár að<br />

Borgarhöfn en 15. júlí að Hofi í Hofshreppi. Bréfið er hins vegar þeim annmörkum háð að það lýsir<br />

einvörðungu austurmörkum jarðarinnar, móts við Fell í Borgarhafnarhreppi:<br />

Landamerkjaskrá milli Fells í Borgarhafnarhreppi og Breiðumerkur í Hofshreppi.<br />

Landa- og fjörumörkin eru: Varða hlaðin á graskoll á fjörunni, vestanhalt við hornið á Nýgræðunum,<br />

á að bera austast í Hálfdánaröldu uppi undir jökli og í Kaplaklif í Máfabygðum, og er það alt bein lína.<br />

Þetta eru einnig mörk milli hreppanna: Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps.<br />

Til skýringar skal þess getið – af því mörkin við sjó geta verið óglögg fyrir ókunnuga – að glögg og<br />

áreiðanleg fjallamörk eru milli Tvískerja og Fjallslands, sem er Miðaftanstindur – toppurinn, beri í<br />

sýlingu á Eiðnaskarðstindi og er það bæði landa og fjörumörk, glögg og alþekt örnefni. Fjallsfjara á<br />

að vera 9 hundruð faðma tólfræð á lengd, þaðan er 1080 faðma og mun vera átt við, að þrjár íslenskar<br />

álnir sjeu í hverjum faðmi.<br />

Við Fjallsfjöru að austan tekur við Breiðamerkurfjara, sem á að vera jafnlöng: 900 faðma tólfræð, þá<br />

kemur Fellsfjara í Borgarhafnarhreppi.<br />

1 Skjal nr. 4 (73).<br />

2 Sbr. skjal nr. 4 (70).<br />

3 Skjal nr. 4 (80).<br />

4 Skjal nr. 4 (83).<br />

5 Skjal nr. 4 (84).<br />

6 Skjal nr. 4 (105).<br />

7 Skjöl nr. 4 (82, 85, 86, 88-104), sbr. skjöl nr. 4 (73, 81 og 85).<br />

71

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!