17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

70<br />

að kirkjunnar rekaréttur einungis snerti hval og stærri við enn 6 álnir, þareð hinn minni viðarreki var<br />

að álíta sem tilheyrandi jarðareiganda, samkvæmt áðurgreindum kaup- og makaskiptagjörningi. En<br />

hvernig það síðar hafi gengið til með eigandaskipti á jörðunni Breiðármörk, eptir að hún var orðin<br />

bændaeign, bæði meðan jörðin héldst við sem byggt býli, einsog eptir að hún lagðist algjörlega í eyði,<br />

og hver að sé þessa eyðilands núverandi eigandi, þarum get eg ekki gefið þá allraminnstu upplýsingu.<br />

Sem einhverskonar bendingu í þessu efni, læt eg þó meðfylgia 3 o Afskript af einhverskonar Syslumanns<br />

þingsvitni frá árinu 1813, hvaraf sýnist að mega draga þá alyktun, að sá svokallaði leiguliða<br />

eða minni reki þá hafi verið undir forpagtningu eða eptir hann goldið til þess manns, er þá muni hafa<br />

alitið sig að vera eiganda að Breiðarmerkur landinu og nefndur er í þingsvitninu. 1<br />

Það reyndist ekki rétt sem séra Þorsteinn á Kálfafellsstað gat sér til um að Gísli Þorsteinsson<br />

hefði eignast minni rekann á Breiðármörk til viðbótar við sinn hlut í Skálholtsrekanum því að á<br />

þessum sama tíma var Gísli að falast eftir honum hjá afkomanda Gísla Halldórssonar sem fyrr er<br />

nefndur og hafði átt hálfa jörðina Breiðármörk ásamt sínum hluta smárekans. 2 Gísli Þorsteinsson<br />

féll frá kaupunum og ekki náðist samstaða meðal erfingja Gísla Halldórssonar síðar á öldinni um<br />

að selja ítakið. Í þess stað munu þeir hafa falið séra Þorsteini Einarssyni á Kálfafellsstað að hafa<br />

umsjón með rekanum (landið var þá „algjörlega eyðilagt af jöklum“) og annaðhvort leigja hann eða<br />

selja á opinberu uppboði eftir því sem hagstæðara yrði eigendunum. 3 Að sögn Einars Gíslasonar,<br />

alþingismanns á Höskuldsstöðum, langafabarns Gísla Halldórssonar, var rekaítakið ekki mjög mikils<br />

virði þegar hér var komið sögu. Taldi hann því sanngjarnt að taka 1 kr. og 50 aura í borgun á ári<br />

þegar hann árið 1876 leigði Sigurði Ingimundarsyni, bónda á Kvískerjum (1864-1883), landsnytjar<br />

þær er fylgdu hálfri Breiðármörk til forna en voru þá ekki orðnar annað en „lítilfjörleg grasnyt og<br />

eggvarp, sem og reki 6 álna tré og minni…“ 4<br />

Undir lok 19. aldar eignaðist Eyjólfur Runólfsson, hreppstjóri á Reynivöllum, „Skálholtsrekann“<br />

þegar dóttir séra Þorsteins Einarssonar á Kálfafellsstað, Torfhildur Hólm, sem þá var búsett í<br />

Winnipeg, afsalaði Eyjólfi hálft Fell „með tilheyrandi fjöru, ásamt ½ Breiðamerkurfjöru“. Afsalið<br />

var undirritað 31. maí 1891. 5 Ári fyrr hafði systir Eyjólfs, Guðný Runólfsdóttir á Maríubakka í<br />

Kleifarhreppi, afsalað honum eftirtalda jarðeignarparta, sem börn hennar hlutu eftir ömmu sína,<br />

Guðrúnu Bjarnadóttur 6 : 3 hundruð og 40 álnir í jörðinni Reynivöllum, 48 álnir í Felli og 8 2/3 álnir<br />

í Breiðamerkurfjöru í Hofshreppi. Vafasamt er að hafa þennan álnafjölda (8 2/3) til marks um lengd<br />

eignarhlutans í fjörunni heldur fremur verðmæti hans. Fjaran öll er hér framar sögð hafa verið 18<br />

hundruð að lengd en 900 faðmar í landamerkjabréfinu síðar í þessum kafla og er hvort tveggja yfir<br />

2000 álnir. Afsalið var lesið á manntalsþingi að Kálfafelli 7. maí sama ár, en eftirfarandi athugasemd<br />

var gerð í afsals- og veðmálabók: „Það sjest eigi í afsals og veðbrjefabókum Skaftafellssýslu<br />

nje í tilheyrandi registrum, að börn seljanda hafi átt neitt í hinum seldu fasteignarpörtum.“ 7 Eyjólfur<br />

hreppstjóri lenti síðar í deilum við Hofsmenn, eigendur Fjallsfjöru, um vesturmörk Breiðármerkurfjöru.<br />

Fullyrti Eyjólfur að vesturmörkin væru „næst austan við Hnappavallafjöru í Öræfum“ en<br />

þessu vísuðu eigendur Fjallsfjöru á bug. 8<br />

Afkomendur Eyjólfs hafa samkvæmt þinglýsingabókum í nokkrum tilvikum selt öðrum hluta í<br />

1 Skjal nr. 2 (30).<br />

2 Sbr. skjal nr. 14 (4). Þar greinir Einar Gíslason alþingismaður á Höskuldsstöðum frá því í bréfi 31. mars 1876 að Gísli<br />

Þorsteinsson hafi leitað til föður hans (Gísla Þorvarðssonar á Höskuldsstöðum) um kaup á rekanum.<br />

3 Skjal nr. 2 (52).<br />

4 Skjal nr. 7 (4). Sbr. skjal nr. 14 (4).<br />

5 Skjal nr. 2 (10a).<br />

6 Hér er trúlega átt við Guðrúnu Bjarnadóttur, eiginkonu Gísla Þorsteinssonar á Uppsölum, sem átti hinn helming<br />

Skálholtsrekans (sbr. Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 2, s. 167-168).<br />

7 Skjal nr. 2 (10b).<br />

8 Skjöl nr. 2 (53, 54).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!