17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

íngu Fellsins eigenda og ábúenda svo lengi elstu menn til muna og heyrt hafa. Ofan og framanskrifaða<br />

lögfestu staðfestum við undirskrifaðir.<br />

Uppsölum sama ár og dag sem fyrr greinir<br />

Gísli Þorsteinsson Th. Einarsson<br />

Framan og ofanskrifaða lögfestu höfum við undirskrifaðir lögformlega birt við Kálfafellsstaðar kyrkju<br />

fyrir kyrkju söfnuðinum til staðfestu okkar nöfn<br />

B Jonsson J. Bjarnason<br />

Lesið fyrir manntalsþíngheimi að Hofi í Öræfum 5 maí 1852 og var lögfestunni mótmælt af öllum<br />

hlutaðeigendum er þar voru til staðar. 1<br />

Samkvæmt þessari lögfestu lá a.m.k. Breiðármerkurfjara innan landamerkja Fells, og hlaut því<br />

að koma til ágreinings við Hofsmenn sem vildu draga mörkin austar, við Jökulsá. Árið 1854 var<br />

komist að eftirfarandi samkomulagi:<br />

ad öll grasnit initjar og virkilegur eignarréttur Skal hereptir einasta til heira Felli i Sudursveit, allt ad<br />

austur mörkum Fjallsfjöru, sem eru á millum Breidumerkurfjöru og Fjallsfjöru, og Skal þadann af<br />

Fjörunni sjónhending tekinn beina Stefnu i Svörturák sem er á joklinum uppundann Breidá og undann<br />

hvorri hun rennur. Svo Skulu og Hofs eigendur og ábuendur njóta alls vestann meiginn vid nemda<br />

Bre‹i›dá og til greindu stefnulinu Fjalls og fjöru á milli og so lángt vestur sem treista ser land ad helga.<br />

Med þessum samningi er so öll þræta uti utaf nemdu þrætuplássi, daud og maktarlaus firir alda og<br />

óborna, og malefnid þannig leitt til likta med óriufannlegum Dómskrapti. 2<br />

Ljóst er af heimildum að Skálholtsrekinn forni hefur ekki fylgt með við sölu á kóngshluta<br />

Breiðármerkur. Í bréfi sem Vilhjálmur Finsen land- og bæjarfógeti ritaði 7. mars 1857 tilkynnti<br />

hann að konungur hefði með bréfi til háyfirvaldanna á Íslandi 29. september 1848 heimilað eiganda<br />

Skálholtskirkju að selja öll ítök og reka kirkjunnar. Í samræmi við leyfi konungs lýsti Vilhjálmur<br />

nú yfir því fyrir sína hönd og vegna meðerfingja í dánarbúi biskupsekkjunnar, Valgerðar Jónsdóttur,<br />

að hann seldi séra Þorsteini Einarssyni á Kálfafellsstað og Gísla Þorsteinssyni hreppstjóra á Uppsölum<br />

„svokallada Breidamerkurfjöru á Breidamerkursandi í Austurskaptafells Sýslu, einsog innan<br />

þeirra ummerkja, sem þessi fjara, med reka af hval og sérhverjum vid, híngadtil hefir verid notud<br />

af Skalholtskirkju eigendum og þeirra umbodsmönnum“. 3<br />

Sá reki sem hér var fjallað um, hinn forni Skálholtsreki, var hvalur og tré, stærri en 6 álnir. Hins<br />

vegar ríkti óvissa um hvað orðið hafði um minni rekann sem Ögmundur Pálsson biskup seldi undan<br />

Skálholtsdómkirkju 1525 (sbr. hér framar). Séra Þorsteinn Einarsson spurðist fyrir um það í bréfi<br />

til Vilhjálms Finsens 2. maí 1858 hvort minni rekinn hefði ef til vill komist í eigu samkaupanda<br />

síns, Gísla Þorsteinssonar á Uppsölum. Í svari við fyrirspurn séra Þorsteins vísaði Vilhjálmur<br />

Finsen til heimilda sem honum hefði tekist að afla um þetta mál. Nefndi hann m.a. umboðsbréf frá<br />

Steingrími Jónssyni biskupi, dags. 31. ágúst 1844, þar sem Gísla Þorsteinssyni var falið að líta eftir<br />

með reka Skálholtskirkju og afleggja árlega reikning til biskupsins. Síðan segir Vilhjálmur orðrétt:<br />

Þetta umboðsbréf er steypt öldungis í sama móti, sem umboðsbréfin frá kirkjunnar fyrrverandi eigendum,<br />

hvaraf afskriptir enn eru til frá Biskups Hannesar tíð, og í öllum bréfunum útþrykkilega tilgreint,<br />

1 Skjal nr. 2 (51).<br />

2 Skjal nr. 2 (32). Sbr. skjal nr. 2 (31).<br />

3 Skjal nr. 2 (29). Torfhildur Hólm, dóttir séra Þorsteins á Kálfafellsstað, mun síðar hafa eignast hlut föður síns í fjörunni<br />

(Skálholtsrekann) því að hún seldi Fellsmönnum hálfa Breiðármerkurfjöru árið 1891.<br />

69

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!