17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

fest síðar sama ár í lögréttu á Þingvöllum. 1 Eftir þetta virðist það hafa haldist óátalið að Skálholtskirkja<br />

ætti allan stærri viðarreka en 6 álnir og að allur minni reki heyrði til eiganda Breiðármerkur,<br />

einnig eftir að sú jörð fór í eyði. 2<br />

Árið 1670 keypti Brynjólfur biskup Sveinsson af Bjarna Eiríkssyni lögréttumanni þriðjung í<br />

Kaldárholti í Holtum og hálft annað hundrað í jörðinni Breiðármörk sem var fjórðungur allrar<br />

jarðarinnar. Með þessum fjórðungi fylgdi svo mikið „ur viðrekafioru, sem þeim fjörðungi mä<br />

fylgia í vi alna triam og þaðann af minnum, effter þuí sem Biskupinn Ögmundur hafðe selldt<br />

Ásgrími Ásgrímssyni Anno 1525“. 3<br />

Í jarðabók frá 1686 er Breiðármörk talin 6 hundruð og 160 álnir að dýrleika. Jörðin var þá<br />

konungseign að hálfu, en hinn helmingurinn var í einkaeigu. Árið 1697 var jörðin metin á 6 hundruð.<br />

4 Litlu síðar fór hún í eyði.<br />

Í skrá Ísleifs Einarssonar sýslumanns frá 1712 yfir eyðijarðir í Öræfum er greint frá því að á<br />

Breiðármörk hafi verið búið fyrir 14 árum en nú sé hún af „fyrir jökli, vatni og grjóti“. 5 Í Jarðabók<br />

Ísleifs Einarssonar 1709 er tekið fram að Breiðármörk sé kóngseign að hálfu en hálf bóndaeign.<br />

Síðan er bætt við: „Skóg lítilfjörlegan á jörðin eður hefur átt í Breiðármerkurmúla, hvör nú er<br />

umgirtur af jöklum. Reka á jörðin fyrir sínu landi.“ 6<br />

Eins og að framan greinir átti konungur helming Breiðármerkur árið 1686. Í Jarðabók 1760 er<br />

Breiðármörk talin hluti af svonefndu „Hengigóssi“. Nafnið var þannig til komið að árið 1646<br />

dæmdi lögrétta helming af eignum Ásgríms Sigurðssonar á Hofi til konungs eftir að Ásgrímur hafði<br />

fundist hengdur heima á bæ sínum. Hinn helmingurinn féll til erfingja hans. 7 Ásgrímur mun hafa<br />

átt Breiðármörk, en nú eignaðist konungur helming jarðarinnar. Hinn helmingurinn hefur þá verið<br />

áfram í eigu erfingja Ásgríms á Hofi. Auk Breiðármerkur voru í Hengigóssinu 3 ½ hundrað í Hofi<br />

(nefnt kóngspartur), sandflæmi vestan undir Ingólfshöfða sem nefndist Kóngsalda og Kóngsvík<br />

framan undir henni. 8<br />

Í jarðamati 1804-1805 er athugasemd á þá leið að af hinum mörgu eyðijörðum og hjáleigum í<br />

þingsókninni séu aðeins tvær sem nýtilegar geti talist. Önnur þeirra sé Fjall sem heyri til Hofskirkju<br />

en hin Breiðármörk. Helmingur Breiðármerkur var þá sem fyrr í eigu konungs en hinn hlutinn var<br />

eign „selveyer“ Gísla Halldórssonar. 9 Í þessari sömu heimild kemur einnig fram að eignarhluti<br />

konungs í Hofi var lagður til prestinum í Sandfelli og reyndar mun hann hafa fengið Hengigóssið<br />

allt ásamt Skaftafelli til búdrýginda. Árið 1806 gaf konungur út heimild til að selja Skaftafell eftir<br />

að presturinn í Sandfelli var fluttur brott. 10 Hengigóssið var þó ekki selt fyrr en 1836, að undanskilinni<br />

Kóngsvíkurfjöru, og mun hálf Breiðármörk (eignarhluti konungs) þá einnig hafa verið<br />

seld. 11 Ekki liggur fyrir hver keypti þennan hluta Breiðármerkur enda varð jörðin og fjaran síðar á<br />

öldinni deiluefni milli Hofsmanna og Fellsmanna í Suðursveit. Hofsmenn reyndu að tryggja sér<br />

eignarréttinn að jörðinni í lögfestu 7. apríl 1851 en þar segir m.a.:<br />

11 Skjöl nr. 2 (28) og 4 (63).<br />

12 Sbr. skjal nr. 2 (30): Álit Vilhjálms Finsens, land- og bæjarfógeta, til séra Þorsteins Einarssonar, 6. september 1858.<br />

13 Skjal nr. 3 (4).<br />

14 Björn Lárusson 1967, s. 333.<br />

15 Jón Þorkelsson 1918-1920, s. 49. Þar á einnig að hafa verið „Kárahella“, á leiði Kára Sölmundarsonar.<br />

16 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 434.<br />

17 Alþingisbækur Íslands. 6. b. Reykjavík 1933-1940. S. 169-171. Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík.<br />

3. b. Reykjavík 1910. S. XXV.<br />

18 Sbr. Rentukammerskjöl O1. Jordebog over hans kongl. maj. jordegods i Island å 1760, s. 336. Sigurður Björnsson 1979,<br />

s. 102. Flatey syðri í Mýrnakálki mun einnig hafa tilheyrt Hengigóssinu (sbr. Jarðabók Árna og Páls 13, s. 429).<br />

19 Skjal nr. 2 (44).<br />

10 Skjal nr. 4 (66).<br />

11 Sbr. Jarðatal 1847, s. 435, 447. Ennfr. skjal nr. 4 (68): Úrskurður yfirvalda um sölu á reka á Kóngsvíkurfjöru, 1853 og 1854.<br />

67

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!