17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

66<br />

6.10. Breiðármörk<br />

Í kafla 6.1. er vikið að þeirri tilgátu Sigurðar Björnssonar að Breiðá, síðar Breiðármörk, kunni að<br />

hafa verið landnámsjörð Þórðar illuga Eyvindarsonar fremur en Fell en um það verður ekkert fullyrt.<br />

Elsti máldagi kirkjunnar að Breiðármörk (Breiðamörk) er, með nokkurri óvissu, talinn frá árinu<br />

1343. Þar eru eignir hennar í föstu og lausu taldar upp:<br />

Mariukirkia ad Breidaa. a heimaland alltt med fiorum oc skoghvm þeim sem þar hafa<br />

ad fornv fylgtt. oc þeim somvm morkvm sem ad fornu hafva verid.<br />

hvn a oc Holafiorv xij hvndrad ad sira fiolsvinnur gaf.<br />

hvn a Helli hinn æystra. Holaland. …<br />

Þangat liggia vnder tuo bænhus oc takast sex avrar af hvarv.<br />

kirkian a halfa vindaass fiorv. oc er oll samt hundrad fadma. …<br />

henni fylgir ix c [9 hundruð] fiorv. er liggur firir sallthofda. 1<br />

Kirkjan átti heimaland allt og var þannig staður undir forræði biskups. Þessar eignir kirkjunnar<br />

eru ítrekaðar í máldaga sem kenndur er við Michael Skálholtsbiskup (1383-1391). 2 Seint á 14. öld,<br />

sennilega eftir gosið úr Öræfajökli 1362, var kirkjan að Breiðá lögð niður og eignir hennar lagðar<br />

til annarra kirkna. 3 Eftir þetta virðist Skálholtsbiskup hafa talið sér heimilt að ráðstafa Breiðá eða<br />

Breiðármörk eins og um eignarjörð væri að ræða. Breiðármörk var ein þeirra jarða sem Ögmundur<br />

biskup Pálsson seldi Ásgrími Ásgrímssyni 1525 (sbr. kafla 6.5. um Hof). Þar segir m.a. í kaupbréfinu:<br />

So og eigi sidur hofum vier feingit asgrime jordina kuisker med ollv þui henni til heyrer. hier med jordina<br />

breidarmork med .vj. alna triam og þar fyrir jnnan. Enn stærre haupp [höpp]. tre edur huali eignazt<br />

skalhollzkirkia sem adr hefur verit. 4<br />

Síðar á öldinni féllu dómar um gildi þessa bréfs. Tilefnið var ágreiningur milli séra Jóns<br />

Arnórssonar vegna dómkirkjunnar í Skálholti og Michils Ísleifssonar eiganda Breiðármerkur um<br />

rekann á Breiðármerkurfjöru „hver at kaullud er 18 c at leingd“. 5 Taldi Michill að fyrrnefnt bréf væri<br />

„ónýtt og maktarlaust“ þar eð engin innsigli væru fyrir því og þess vegna bæri honum einum allur<br />

reki fyrir sínu landi. Árið 1587 skipaði Halldór Skúlason, umboðsmaður konungs í Skaptafellssýslu,<br />

dóm til að „skoda og rannsaka og fullnaðardóm á að leggia“ um þennan ágreining. Niðurstaðan<br />

var sú að vísa málinu til næsta Öxarárþings. Þó kváðust dómsmenn þeirrar skoðunar að bréfið<br />

ætti að standa myndugt með þeim innsiglum sem þá hefðu fram komið. Sú niðurstaða var stað-<br />

1 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 772-773.<br />

2 Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 14.<br />

3 Sbr. Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 202. Þar kemur fram í máldaga Stafafellskirkju 1397 að kirkjan hafi fengið tvær klukkur<br />

og kross frá Breiðá. Sbr. einnig Magnús Stefánsson 2000, s. 129, 150.<br />

4 Íslenskt fornbréfasafn 9, s. 274-275.<br />

5 Ef hér er átt við 18 hundruð faðma (tólfræð) jafngildir það tæpum 4 km (1 faðmur=um 1,8 m, sbr. Jón Eyþórsson, 1952:<br />

„Þættir úr sögu Breiðár.“ Jökull. Jöklarannsóknafélag Íslands. S. 17, 19).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!