17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

að jarðarinnar er fyrst getið. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins<br />

hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett. 1<br />

6.9. Fjall<br />

Áður hefur komið fram að Fjall er talið hafa verið landnámsbær Þórðar illuga Eyvindarsonar (sbr.<br />

kafla 6.1.). Jörðin Fjall með 9 hundraða fjöru var orðin eign bændakirkjunnar að Hofi þegar máldagi<br />

hennar var gerður 1387 (sbr. kafla 6.5.). Í Jarðabók Ísleifs Einarssonar 1709 er þessi klausa um<br />

jörðina Fjall:<br />

Fjall. Hofskirkjueign. Eyðijörð. Liggur í norðaustur 2 af Breiðármörk. Hefur fyrir 14 árum sést til túns<br />

og tófta, en er nú allt komið í jökul. Öll eign jarðar er sagt lagst hafi til Hofskirkju í Öræfum, af hvörri<br />

eign nú er ei eftir nema eitt fjall umgirt af jöklum, þó lítt brúkandi til lambagöngu á sumar. Item<br />

Fjallsfit og Fjallsfjara. 3<br />

Eftir að jörðin Fjall var að stórum hluta komin undir jökul virðast mörkin milli hennar og<br />

Breiðármerkur hafa orðið óljós. Þannig er í þessari sömu heimild kirkjustaðnum Hofi eignað Fjall<br />

og Fjallsfit í „Breiðármerkurlandi“, og einnig átti Hof rekafjöru „fyrir Breiðármerkurlandi, kölluð<br />

Fjallsfjara“. 4 Enda þótt jörðin Fjall væri komin í eyði var hún enn nýtanleg. Í jarðamati 1804-1805<br />

er hún talin önnur af tveimur eyðijörðum í þingsókninni „som kan benyttes“. Hin eyðijörðin var<br />

Breiðármörk. Sumarbeit á jörðinni Fjalli var metin á 5 álnir (4-5% úr kýrverði). 5<br />

Eins og fram kemur í kaflanum um jörðina Hof er í vísitasíubók prófastsins 1801 vikið að<br />

ágreiningi milli sóknarprestsins (í Sandfelli) og ábúenda Hofs um hagbeit „i so kallada Fialls-<br />

Lande“ sem presturinn vildi hagnýta sér fyrir nokkrar kindur á sumardag. Þessi ágreiningur kann<br />

að hafa stafað af því að presturinn í Sandfelli hafði þá fengið kóngspartinn í Hofi til afnota. Einnig<br />

minnist prófasturinn á óvissu um það hvort Fjallsfjara haldi sínum fyrri takmörkunum „vegna<br />

nyuppsettra Fioru Marka er Ábuandenn a Svinafial[le] Thorsteinn Sigurdsson hefur lated þar<br />

uppreysa“. 6<br />

Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin Fjall ekki nefnd að öðru leyti en því að vísað er til þess<br />

sem segir um eyðijörðina í jarðamatinu 1804-1805. Hoffellsmenn ítrekuðu síðan rétt sinn til Fjalls<br />

og annarra eigna og hlunninda með lögfestu sem undirrituð var að Hofi 7. apríl 1851 og upplesin<br />

fyrir manntalsþingi 7. maí sama ár. Þar segir m.a.:<br />

Enn fremur lögfestum við eptirskrifuð ítök sem Hofsjörðu eiga að fílgja; first einn fjórðapart af grasnít<br />

í Ingólfshöfða; annað, eiðijörðin Fjall, sem liggur á Breiðamerkursandi austann Kvískerja land,<br />

lögfestum við nefnda jörð með öllum nitjum til fjalls og fjöru, er fjarann talinn 9 [hundruð] firir<br />

Fjallsfít, og loksins lögfestum við hálfa eiðijörðina Breiðumörk með tilheirandi fjöru veiðistöðum og<br />

öllum landsnitjum, liggur jörð þessi firir austann Fjallsland, austur að Fellslandi í Suðursveit, vestann<br />

Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem hún nú fellur úr Jökli. 7<br />

Að öðru leyti skal hér vísað til kafla 6.5. um Hof og 6.10. um Breiðármörk.<br />

1 Skjal nr. 4 (36). Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 12-14.<br />

2 norðvestur stendur í einu handriti.<br />

3 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 434.<br />

4 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 435.<br />

5 Skjal nr. 2 (44).<br />

6 Skjal nr. 38.<br />

7 Skjal nr. 2 (16).<br />

65

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!