17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

64<br />

landhlut þar af; silungsveiði er hér einnig lítil. Hagar allir eru undirorpnir vatnságangi og jörðin örðug<br />

yfirhöfuð, nema fiaran og sérílagi géta ei hestar orðið hafðir hér á sumrum né vetrum. 1<br />

Í jarðabók yfirjarðamatsnefndar 1849 segir m.a. um jörðina Tvísker (Kvísker):<br />

Eggjatekja lítilfjörleg er á Breiðamerkursandi, sem þó er lítill arður að eins og að Silungsveiðinni. –<br />

Fjallhagar gánga ekki af sér, og hagar á sandfitjunum álítast að vísu að geti spilst á einum stað, en ekki<br />

svo að þeir þó ekki grói jafnframt upp á öðrum stöðum. – Jörð þessi stendur lángt frá allri bygð umkringt<br />

vötnum og eyðisandi. 2<br />

Jörðin taldist varla byggileg í gerðabók fasteignamatsnefndar 1916, og var því veitt fé úr landssjóði<br />

til að halda við byggð þar „til þæginda og öryggis þeim sem yfir sandinn verða að fara“.<br />

Hlunnindum og landgæðum er m.a. lýst þannig:<br />

Beitilandið er nokkuð víðlent fjalllendi og sandar, allgott til sauðfjárbeitar, en stórgripahagar slæmir<br />

og liggja langt frá bæ. Mjög snjóþungt og stormasamt. Smalamennska fremur ervið. Jörðin hefir<br />

dálítið fjalllendi upp frá bæ, til uppreksturs. Skógarkjarr talsvert er í fjallinu, til eldsneytis og má tína<br />

saman á sandinum sprek sem vötn flytja undan jöklinum. 3<br />

Hér eru hvergi nefnd þau fjöll sem rekið var á en Sigurður Björnsson á Kvískerjum hefur skýrt<br />

svo frá að aðalbeitiland jarðarinnar hafi verið fjalllendið, þar á meðal Ærfjallið, og hafi þótt hæfilegt<br />

að hafa þar um 20 ær með lömbum. 4<br />

Landamerkjabréf Tvískerja (Kvískerja) var undirritað 28. apríl 1890 og lesið á manntalsþingi<br />

að Hofi 5. maí sama ár:<br />

Að austan milli Fjalslands á Breiðumörk og Fjalsfjöru, og Tvískerjalands og Tvískerjafjöru eru í sömu<br />

línu landamerki og fjörumörk, nefnil., að hæsta nef á Miðaptanstindi í Breiðamerkurfjalli beri í mitt<br />

skarðið efst á Eiðnaskarðstindi í sama fjalli.<br />

Að vestan milli Hnappavalla- og Tvískerja- lands eru landamerki í miðju sundinu milli Kambsmýrar<br />

og Kvíármýrar beint til sjávar.<br />

Fjörumörk milli Tvískerjafjöru að vestan og Bakkafjöru eru að lítil varða neðst á öldunni fyrir austan<br />

Eystri-Kvíá á að bera í aðra vörðu fyrir sunnan Stóralæk og svo í hvítan blett í Nónhamrahólsklettinum.<br />

Jörðin á fjöru og allan reka fyrir sínu landi nema af Bakkafjöru. Aðrar jarðir eiga ekki ítök í landinu. 5<br />

Landamerkjalýsing þessi var samþykkt að því er snerti mörk milli Tvískerjafjöru og Bakkafjöru,<br />

landamerki milli Tvískerja og Hnappavalla og mörk milli Tvískerjafjöru og Fjallsfjöru.<br />

Kvískerja er getið í fasteignabókum á 20. öld og þá jafnan sem einbýlisjarðar. 6<br />

Heimildir benda ekki til annars en að nokkuð samfelld búseta hafi verið á Kvískerjum frá því<br />

1 Skjal nr. 2 (35).<br />

2 Skjal nr. 2 (36).<br />

3 Skjal nr. 2 (37).<br />

4 Skýrslutökur í máli nr. 1/2001, 28. 6. 2002.<br />

5 Skjal nr. 2 (12).<br />

6 Skjöl nr. 4 (21-24).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!