17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fjörumörk eru að austan: Milli Hnappavallafjöru og Bakkafjöru: Staur austan til á Kvíármýri á að bera<br />

í stein framan í Kvíármýrar kambi, þaðan í klett, sem er milli vatnafjalla og Staðarfjalls. – Að vestan<br />

eru fjörumörk: Hvalbein sem er sett niður fyrir ofan álinn á að bera í Giltu og beina sjónhending í<br />

standberg, sem er vestan til í Hrafnakambi. 1<br />

Undir bréfið rituðu átta menn, allir ábúendur á Hnappavöllum (Hnappavöllum I-VI, auk Vesturhjáleigu<br />

og Austurhjáleigu). 2 Landamerkjalýsingu þessa samþykkti umráðamaður Sandfells að því<br />

er snerti mörkin milli Hnappavallafjöru og Bakkafjöru. Í lok bréfsins bæta tveir eigendur og ábúendur<br />

Hnappavalla (þ.e. Vestur- og Austurhjáleigu) þessu við: „Þess ber að geta, að Hnappavallahjáleiga<br />

á engjaítak í svonefndri húsfit í Fagurhólsmýrarlandi.“<br />

Á jörðinni hefur lengi verið margbýli. Árið 1703 voru þar tveir ábúendur og fjórir í byrjun 19.<br />

aldar að meðtöldum hjáleigubóndanum. 3 Í Fasteignabók 1922 eru nefnd átta býli á Hnappavallatorfunni,<br />

en þau eru sjö í Fasteignabók 1957. 4 Hnappavallatorfan skiptist nú í Hnappavelli I (Vesturhjáleigu),<br />

Hnappavelli II (Austurhjáleigu), Hnappavelli III (Miðbæ eystri), Hnappavelli IV (Miðbæ<br />

vestri), Hnappavelli V (fylgja nú Hnappavöllum VII), Hnappavelli VI (fylgja Hnappavöllum I og<br />

II að jöfnu) og Hnappavelli VII (Vestur-Hnappavelli). 5<br />

Heimildir benda ekki til annars en að nokkuð samfelld búseta hafi verið á Hnappavöllum frá því<br />

að jarðarinnar er fyrst getið. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins<br />

hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett. 6<br />

6.8. Kvísker<br />

Kvísker koma fyrst fyrir í heimildum í máldaga Hnappavalla sem talinn er frá 1343. Þar segir að<br />

kirkjan eigi „j kviskæria land skog j millvm kambskardz oc vattarar [Vattarár] slykur sem hann er“. 7<br />

Kvísker voru ein þeirra jarða sem Teitur Þorleifsson lögmaður seldi Ögmundi biskupi Pálssyni<br />

1525. Jörðin var þá 6 hundruð að dýrleika. 8 Í jarðabók frá 1686 eru Kvísker skráð sem bændaeign<br />

og metin á 13 hundruð og 80 álnir en 6 hundruð árið 1697. 9 Þegar Jarðabók Ísleifs Einarssonar var<br />

gerð 1709 voru Kvísker komin í eyði, en „kunna þó að byggjast“ eins og þar stendur. 10 Tekið er fram<br />

að jörðin eigi rekafjöru „fyrir nokkrum parti lands síns“. Í Jarðatali Johnsens 1847 er jörðin sögð 6<br />

hundruð að dýrleika en samkvæmt Nýrri jarðabók 1861 var hún 6,1 hundrað. 11 Séra Páll M.<br />

Thorarensen, prestur í Sandfelli, segir um Kvísker árið 1839 að jörðin sé 4 hundruð að dýrleika.<br />

„Þessi jörð er sára heyskaparlítil, hrossaganga ónýt, en sauð[fé] má nokkuð hafa hér.“ 12<br />

Í gerðabók jarðamatsnefndar 1849 er þessi umsögn um jörðina:<br />

Tvísker bændaeign. Túnið er heldur stórt, en snögt, fóðrar 1 kú, eingiar eru miög litlar og erviðar, en<br />

hagar sérlega góðir að því sem þeir nema, en vetrarharðt og álítst jörðin að géta framfleytt 1 kú og 80<br />

fiár. Fiara fylgir iörðinni töluverðt laung og heldur rekasæl; selveiði er í Breiðamerkur ós og fær jörðin<br />

11 Skjal nr. 2 (9).<br />

12 Nöfn þessara manna eru í Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 17-23.<br />

13 Skjöl nr. 4 (57) og 2 (44). Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 61.<br />

14 Skjöl nr. 4 (21 og 24). Sbr. skjal nr. 11 (14).<br />

15 Sbr. skjal nr. 11.<br />

16 Skjöl nr. 4 (45-52). Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 15-21, 61.<br />

17 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 773.<br />

18 Íslenskt fornbréfasafn 9, s. 273. Í annarri heimild frá svipuðum tíma er jörðin sögð vera 3 hundruð (sama rit, s. 93).<br />

19 Björn Lárusson 1967, s. 333.<br />

10 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 434.<br />

11 Jarðatal 1847, s. 5. Ný jarðabók 1861, s. 5. Þar er jörðin sögð hafa verið 4 hundruð að fornu mati. Í báðum þessum heimildum<br />

er jörðin nefnd Tvísker.<br />

12 Skaftafellssýsla 1997, s. 150-151.<br />

63

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!