17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Landamerkjabréf Fagurhólsmýrar var undirritað 29. maí 1922 og þinglesið að Hofi 15. júlí<br />

sama ár:<br />

Landamörk milli Fagurhólsmýrar og Hofsnes eru: Frá upptökum Gljúfurár vestan Miðfellstanga, svo<br />

eftir gljúfrinu og fremst í gljúfurkjaft, þaðan í grjótvörðuna á Hamarsenda, þaðan beina línu í lítinn<br />

hólma eða smáfit næst vestan við Nýjalandið.<br />

Fjörumörkin eru: Mýrarmelur beri í hæstu þúfuna á Fátækramannahól.<br />

Landamörk milli Fagurhólsmýrar og Hnappavalla eru: Frá upptökum Yrpugils, og eftir gilinu, svo<br />

fram af miðjum Salthöfða, þó á Fagurhólsmýri allan grashöfðann. Fagurhólsmýri á 1 Mýrarfífhólma,<br />

sem eru skiftar engjar austan Salthöfða, og ítak í Kvíármýri fyrir 50 fjár og 3 hross.<br />

Aðalengjamörk milli nefndra jarða eru: Frá Salthöfðanefi eftir ál er rennur austur framan undir höfðanum<br />

og í vörðu í hólma ofan og austan við Mýrarlandið og svo fram leirur.<br />

Hnappavallahjáleiga á engjaítak í Húsfit í Mýrarlandi.<br />

Fjörumörkin eru: Hvalbein sett upp og hlaðið upp með því í hólma ofan við fjöruálinn, á það að bera<br />

í Gyltu – lítinn klett – á Hnappavallaveitum, þaðan í standberg vestast í Hafnakambi; það er alt bein lína. 2<br />

Bréf þetta var samþykkt að því er snerti mörkin milli Hofsness og Fagurhólsmýrar og Hnappavalla<br />

og Fagurhólsmýrar.<br />

Í Fagurhólsmýri voru lengi tveir ábúendur, en tvíbýli varð jörðin ekki fyrr en 1857. 3 Fagurhólsmýrartorfan<br />

skiptist nú í þrjú býli, Fagurhólsmýri I, II og III.<br />

Heimildir benda ekki til annars en að nokkuð samfelld búseta hafi verið á Fagurhólsmýri frá því<br />

að jarðarinnar er fyrst getið í heimildum. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð<br />

landamerkjabréfsins hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett. 4<br />

6.7. Hnappavellir<br />

Í Landnámu er maður nefndur Þorgils Ásbjarnarson „er Hnappfellingar eru frá komnir“. 5 Að öðru<br />

leyti koma Hnappavellir ekki fyrir í Landnámu.<br />

Á Hnappavöllum (Knappafelli) var kirkja um 1200 þegar Páll Jónsson biskup lét gera skrá yfir<br />

kirkjur þær í Skálholtsbiskupsdæmi sem presta þurfti til að fá. 6 Kirkjan á Hnappavöllum (Maríukirkja)<br />

átti fjórðung í heimalandi samkvæmt máldaga sem talinn er frá 1343. Hlunnindi hennar voru þessi:<br />

hvn a xxx hesta hrishogg j breidarland.<br />

j Hola land til xviij rossa.<br />

j kviskæria land skog j millvm kambskardz oc vattarar [Vattarár] slykur sem hann er.<br />

j Hrvtafell xij vngneyta rekstur. …<br />

1 Hér á eftir virðist strikað yfir allan.<br />

2 Skjal nr. 2 (8).<br />

3 Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 64.<br />

4 Skjöl nr. 4 (37-38). Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 21-24, 64-65.<br />

5 Landnámabók 1986, s. 320.<br />

6 Íslenskt fornbréfasafn 12, s. 5.<br />

61

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!