17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

60<br />

býli. Á Hofstorfunni eru nú þessi býli: Hof I (Austurbær), Hof I (Austurhús), Hof II (Lækjarhús),<br />

Hof III (Vesturhús), Hof IV (Hofskot) og Litlahof. 1<br />

Heimildir benda ekki til annars en að nokkuð samfelld búseta hafi verið á Hofi frá því að<br />

jarðarinnar er fyrst getið. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins<br />

hefur jörðin framselst með hefðbundnum hætti og verið veðsett. 2<br />

6.6. Fagurhólsmýri<br />

Fagurhólsmýri var upphaflega hjáleiga, byggð úr heimalandi Hnappavalla, eftir því sem fram<br />

kemur í Jarðabók Ísleifs Einarssonar 1709. Dýrleiki hjáleigunnar er þar sagður óviss en landskuldin<br />

var 80 álnir. Það gæti bent til að hún hafi verið rúmlega 13 hundruð að dýrleika. 3 Um eldri heimildir<br />

er ekki vitað. 4<br />

Árið 1811 seldi Sigurður Þorsteinsson á Svínafelli Jóni Árnasyni hreppstjóra 6 hundruð og 60<br />

álnir í Hnappavöllum en það reiknaðist hluti hjáleigunnar Fagurhólsmýrar í jörðinni. Svo virðist<br />

sem Fagurhólsmýri hafi við þetta orðið sjálfstæð jörð. Í Jarðatali Johnsens 1847 er hún þó enn<br />

nefnd hjáleiga án þess að tilgreina dýrleikann en í Nýrri jarðabók 1861 er Fagurhólsmýri skráð sem<br />

sérstök jörð, 3 ¼ hundrað að gömlu mati en 8,9 hundruð samkvæmt nýju jarðamati. 5 Í gerðabók<br />

jarðamatsnefndar 1849 er þessi lýsing á jörðinni:<br />

Túnið er heldur stórt, en þýft, fóðrar 2 kýr, eingiar eru eptir jarðar megni nógar, en votlendar miög og<br />

heyfall slæmt, hagar saman vid Hnappvellinga óskiptir, en jörð þessi hefir verið hiáleiga frá<br />

Hnappavöllum og 30 ál‹num› meira enn ¼ partur úr allri jörðinni. Fjara fylgir jörð þessari að þessari<br />

tiltölu sameiginleg med Hnappvellingum. Jörðin álítst að géta framfleytt 3 kúm og 80 fiár og er örðug<br />

vegna heysk‹ap›arins. 6<br />

Í gerðabók yfirjarðamatsnefndar 1849 er þess sérstaklega getið að Fagurhólsmýri eigi „leiguliðagagn<br />

af „Salthöfðafjöru“.“ 7<br />

Árið 1900 var hálf Fagurhólsmýri, 5 hundruð að dýrleika, seld á leigu, og var landamerkjum<br />

jarðarinnar þá lýst með svofelldum hætti:<br />

Landamerki jarðarinnar eru úr Gljúfurárkjafti í vörðu á Hamarenda, þaðan í þúfu í fastalandstagli í<br />

Nýjalandi. Fjörumörk jarðarinnar eru að vestan: frá sjó í Mýrarmel beina leið í þúfuna á Fátækramannahól,<br />

en að austan: frá sjó í Hvalbein á Hnappavallahólmum, er beri í þúfu á Gyltu. 8<br />

Í byggingarbréfi frá 1915 er landamerkjalýsingin lítils háttar frábrugðin:<br />

Landamerki jarðarinnar eru: Úr Gljúfursárkjafti í vörðu á Hamarenda, þaðan í næstu fit við Nýjalandstagl.<br />

Fjörumörk jarðarinnar eru að vestan: frá sjó í Mýrarmel, beina leið í þúfuna á Fátækramannshól<br />

en að austan frá sjó í hvalbein á Hnappavallahólmum, er beri í þúfu á Gyltu. 9<br />

1 Hof III var selt bændunum á Hofi I, Hofi IV og Litlahofi árið 1966 (sbr. skjal nr. 9 (9)).<br />

2 Skjöl nr. 4 (42-44). Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 32-39.<br />

3 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 435.<br />

4 Í Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu 3 (s. 63) er fullyrt að Fagurhólsmýri muni að stofni til vera sama jörð og<br />

Salthöfðafjaran sé kennd við. Sá bær hafi farið í eyði 1362, en Salthöfðafjöru sé getið í máldaga frá 1343.<br />

5 Jarðatal 1847, s. 5. Ný jarðabók 1861, s. 5.<br />

6 Skjal nr. 2 (35).<br />

7 Skjal nr. 2 (36).<br />

8 Skjal nr. 2 (33).<br />

9 Skjal nr. 2 (34).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!