17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Nýrri jarðabók 1861 eru nefndar tvær hjáleigur, Litlahof og Hofskot, og eru þær ásamt heimajörðinni<br />

Hofi metnar á 27,6 hundruð. 1<br />

Landamerkjabréf Hofs var undirritað 15. júlí 1922 og þinglesið sama dag:<br />

Hof í Hofshreppi á lönd og eignir sem hjer segir:<br />

Að innan lína, sem dregin er úr miðju Rótarfjalli, sem er upp í jökli, og þaðan í innri enda Litlafjalls,<br />

þaðan og í hæðstu þúfu á svonefndum Miðjökli svo þaðan beina sjónhendingu út.<br />

Að austan í línu, sem dregin er úr fremri brún á Háskeri þar sem hún er hæst í klett sem er innan við<br />

Kúaöldu, þaðan í vörðu sem hlaðin er í Markhólma þaðan í melabót þá sem er syðst af melum þeim<br />

sem eru uppundan Staðarfjöru síðan ráða fjörumörk sem eru milli Staðarfjöru og Tangafjöru.<br />

Enn fremur á jörðin Breiðamerkurfjall alt og land á Breiðamerkursandi, að vestan eru mörkin sem hjer<br />

segir: Toppurinn á Miðaftanstindi á Breiðamerkurfjalli sem beri í skarðið á Eiðnatindi í sama fjalli.<br />

Hof á tvo fimtu hluta af grasnyt í Ingólfshöfða. Fjörur á jörðin þessar: 1. Tangafjara fyrir vestan<br />

Ingólfshöfða milli þessara marka; Að vestan: Fremri menn í Hafrafelli eiga að bera í klettinn fyrir<br />

norðan dypsta skarðið í svonefndum Skörðum í Skaftafellsfjöllum. Að austan: Eystri endinn á vestustu<br />

melabótinni í Hofsmelum skal bera í eystra gilið framan í Dalaskeri sem er upp af Mýravikinu þaðan<br />

eru (mælt frá flæði) 3550 metrar í beina stefnu á drang þann sem er vestan undir Ingólfshöfða fyrir<br />

framan Kóngsöldu.<br />

2. Hofsfjara fyrir austan Ingólfshöfða milli þessara marka: Að vestan: Máfasker sem er fyrir austan<br />

Borgarklett á að bera í tindinn milli Skarðanna í Súlnatindum á Eystrafjalli. Að austan: Mýramelur á<br />

að bera í nefið á Blesakletti.<br />

3. Fjallsfjara milli þessara marka: Að vestan: Toppurinn á Miðaftanstindi á Breiðamerkurfjalli skal<br />

bera í skarð í Eiðnatindi á nefndu fjalli. Að austan: Hærri þúfan á Máfabygðum skal bera austan í<br />

Múlahöfuðið sem er fremst austan á Breiðamerkurfjalli og landamörk þau sömu. 2<br />

Landamerkjabréf þetta var samþykkt í fyrsta lagi að því er snerti landamörk milli Hofs og<br />

Sandfells, ítak í Ingólfshöfða og eystri fjörumörk Tangafjöru og vestri fjörumörk Hofsfjöru; í öðru<br />

lagi að því er snerti landamörk milli Hofs og Hofsness og eystri fjörumörk Hofsfjöru; í þriðja lagi<br />

að því er snerti vestri fjörumörk Tangafjöru og loks í fjórða lagi að því er snerti eystri mörk milli<br />

Fjallslands og Breiðamerkurlands.<br />

Á Hofi hefur lengi verið margbýli. Í byrjun 18 aldar voru fimm ábúendur á jörðinni og átta um<br />

einni öld síðar. 3 Í því sambandi má geta þess að þrír austustu bæirnir nefndust á síðari tímum einu<br />

nafni Litlahof. 4 Ekki er ljóst hvenær formleg skipti jarðarinnar fóru fram, en í gerðabók fasteignamatsnefndar<br />

1916 eru þessar jarðir nefndar sem sjálfstæðar jarðir: Hof (Litla-Hof), eigandi og<br />

ábúandi Þorsteinn Gissursson; Hof (Litla-Hof), eigandi og ábúandi Páll Jónsson; Hof (Litla-Hof),<br />

eigandi og ábúandi Finnbogi Einarsson; Hof (Heimahof), eigandi og ábúandi Þorlákur Jónsson;<br />

Hof (Heimahof), eigandi og ábúandi Karl Magnússon; Hof (Heimahof), eigandi og ábúandi Oddur<br />

Sigurðsson; Hof (Kot), eigandi og ábúandi Arndís Halldórsdóttir. 5 Samtals eru þetta sjö sjálfstæð<br />

1 Ný jarðabók 1861, s. 6.<br />

2 Skjal nr. 2 (5).<br />

3 Skjöl nr. 4 (57) og 2 (44).<br />

4 Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 71.<br />

5 Skjal nr. 2 (37).<br />

59

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!