17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Landamerkium“. Í vísitasíunni eru allar líkur taldar á því að Hofsnes heyri til kirkjuhluta jarðarinnar.<br />

Ekki er kunnugt um hvenær búskapur hófst í Hofsnesi en óljósar heimildir eru um að þar hafi<br />

verið búið þegar um miðja 14. öld. 1 Elstu áreiðanlegu heimildirnar munu þó ekki vera eldri en frá<br />

síðari hluta 17. aldar. Í jarðabók 1686 er Hofsnes sagt vera 20 hundruð að dýrleika en 6 hundruð<br />

árið 1697. 2 Jörðin er þar og í öðrum heimildum tíunduð eins og um fullgilt lögbýli sé að ræða en<br />

ekki hjáleiga. Sami dýrleiki er tilfærður á jörðinni í Jarðabók Ísleifs Einarssonar 1709 og eigendur<br />

hennar nafngreindir en hún var eftir sem áður innan landamerkja Hofs allt þar til gert var sérstakt<br />

landamerkjabréf fyrir Hofsnes 1890. 3 Það er á þessa leið:<br />

Landamerkin milli Fagurhólsmýrar og Hofsness eru frá upptökum Gljúfursár; svo ræður gljúfrið að<br />

Gljúfursminni, þaðan í Hamarenda, þaðan í næstu fit austan við fastalandstaglið.<br />

Að austan eru landamerkin milli Hofsness og Hofs: úr Hólsgili og í grjótvörðu, sem er á Kúadalsöldu;<br />

svo þaðan og út fyrir alla grasnyt í merki, sem upp er sett í hólma innan við Vatnamela. Þaðan beina<br />

línu í Markmel, sem er skamt fyrir ofan fjörur. Fjörumerkin að austan eru: Mýrarmelur á að bera í þúfu<br />

á Fátækramannahól. Að vestan eru fjörumerkin: Mýrarmelur á að bera í nefið á Blesakletti.<br />

Líka á Hofsnes Kongsvíkurfjöru.<br />

Merkin að vestan milli Kongsvíkur og Staðarfjöru eru: Markmelur á að bera í Vikuröldu upp af Kúadalsöldu.<br />

Svo á jörðin fjöru allt austur að Ingólfshöfða. 4<br />

Undir bréf þetta rituðu (2. maí 1890) 12 ábúendur Hofs. Að því er snerti fjörumörkin milli<br />

Kóngsvíkur og Staðarfjöru undirritaði bréfið umráðamaður Sandfells og að því er snerti land- og<br />

fjörumörk milli Fagurhólsmýrar og Hofsness undirrituðu ábúendur Fagurhólsmýrar það.<br />

Annað landamerkjabréf, frá 14. júlí 1922, víkur í fáeinum atriðum frá eldra bréfinu:<br />

Landamörk milli Hofsness og Fagurhólsmýrar eru frá upptökum Gljúfurár vestan við Miðfellstanga,<br />

svo ræður gljúfrið að gljúfurminni, þaðan í vörðu á Hamarenda, þaðan í næstu fit austan við Nýalandið.<br />

Landamörk mili Hofsness og Hofs eru þessi: Þaðan sem fremri brún Háaskers er hæst í Klett, sem er<br />

innan við Kúadalsöldu, þaðan í vörðu í vörðuna á Markhólma, þaðan í melabót þá sem vestust er af<br />

melum þeim sem eru uppundan Staðarfjöru, síðan ráða til sjávar fjörumörkin sem eru milli Staðarfjöru<br />

og Tangafjöru.<br />

Fjörumörkin að austan milli Stúfs og Mýrarfjöru eru: Mýrarmelur á að bera í Þúfu á Fátækramannahól.<br />

Að vestan eru fjörumörkin Mýrarmelur á að bera í nefið á Blesakletti.<br />

Fjörumörk milli Kongsvíkur og Staðarfjöru eru Markmelur sem á að bera í Vikuröldu upp af Kúadalsöldu.<br />

Þaðan á Hofsnes fjöru austur að Ingólfshöfða. 5<br />

Undir bréfið rituðu ábúendur Hofsness. Það var staðfest að því er snerti landamörk milli Hofs<br />

1 Sbr. Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 66.<br />

2 Björn Lárusson 1967, s. 333.<br />

3 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 435. Landamerkjabréfið var undirritað í Hofsnesi 2. maí 1890 (skjal nr. 2 (6)).<br />

4 Skjal nr. 2 (6).<br />

5 Skjal nr. 2 (7).<br />

57

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!