17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

52<br />

Hagar eru allir á Sléttlendi, og verdur Fénaður því allur ad gánga í Eíngiunum, því Fiall-Lendi er eí<br />

nema svokallad Grænafiall og Kambar, ecki stærra Pláts enn svo, ad Lömb eru rekinn þángad eptir<br />

fráfærur, enn tekinn aptur þadan á Tunaslætti. 1<br />

Í brauðamatsskýrslu 1854 er Sandfelli eignað skógarhögg undir Rauðhellum en það var þá talið<br />

lítils virði vegna rýrnunar og árlegur arður því ekki metinn meira en á 1 ríkisdal og 48 skildinga. Í<br />

sömu skýrslu er arður af „afrétti“ í Breiðamerkurfjalli, „sem árlega geíngur miög mikid af sér vegna<br />

jökuls“, metinn á 1 ríkisdal. 2 Árið 1867 segir um „afréttinn“ í brauðamatsskýrslu að hann hafi ekki<br />

lengi verið brúkaður „sökum mótmæla Hofsábúenda“. 3<br />

Elsta landamerkjalýsing jarðarinnar Sandfells er í vísitasíubók Brynjólfs biskups Sveinssonar<br />

1641:<br />

Kyrkian á Sandfelle á Heimaland allt med ollum Giædum, Langanes og Backa med öllum Giædum til<br />

Vmmerkia sem halldinn eru og tilseiger Sra Þolleifur Magnusson. Ad jnnannverdu j Smior stein og<br />

heim j Landavotnn og Sionhending j Fiallid og epter Máldaga B[re]fum ad austann j Lágeij og<br />

Steinhillinga. 4<br />

Því næst er lýst eignum kirkjunnar og virðist þar að mestu farið eftir fyrrnefndum máldaga Gísla<br />

biskups Jónssonar. Í vísitasíubók Brynjólfs biskups er því þó haldið fram að kirkjan á Sandfelli eigi<br />

allan Ingólfshöfða, og á eftir Lágey fyrir austan Götu er bætt við Litlu-Ey („annar er Lágeij fyrer<br />

austan Götu, þridie hin litla Eij, fiorde Kellingar eij…“). Einnig er í vísitasíubókinni dregið fram<br />

vitnisburðarbréf um að ábúandinn á Sandfelli hafi slegið og beitt án allrar ákæru land það sem<br />

kallað var á Kotum, milli Hofs og Sandfells, austur að Steiney. Í öðru vitnisburðarbréfi var greint<br />

frá því að Sandfellshólmi væri kallaður<br />

vpp vndann Steina eij þ[ei]rre er j Almenningz vege, enn vt vndan Stein eij ligge Lágeij þar sem þær<br />

fornu Seltoffter standa, sem Hofzm[enn] hafa sitt Sel nockur Ár haft huar þeir alldrej vissu fyrre<br />

Selsátur frá Hofe og þessi iij Aurnefne bere saman vid Maldagann j Sandfelle og alldrej hafe þeir<br />

annad heyrt, og alldrej þar Tuijmæle á leika. 5<br />

Loks var vitnað í nafngreinda menn um að ekkert land hefði í manna minnum legið nær Eyrarhorni<br />

en Lambhagi, upp undan Lambey sem Skeiðará aftók. Þessi lýsing í vísitasíubók Brynjólfs<br />

biskups er skrifuð upp nær samhljóða í vísitasíubók Ólafs Gíslasonar 1748. 6<br />

Í vísitasíubók Brynjólfs biskups frá 1654 eru settir fram nokkrir fyrirvarar um áðurnefnd landamerki:<br />

Er Agreining vm Stadarins Landamerke ad innann millum Suynafells og hans huad langt Sandfell eige<br />

inn yfer Hrakdælu og Tiörn þar fyrer ofann þuj ecke urdu fyrer Bijuysingar af Sra Þorleifi vm<br />

Smiorstein ad riett Landamerke være. Tilsagt Sra Þorleife ad hallda þuj vnder K[yr]kiuna ad Sandfelle<br />

1 Skjal nr. 2 (41).<br />

2 Skjal nr. 2 (42).<br />

3 Skjal nr. 2 (43).<br />

4 Skjal nr. 2 (18). Úti á blaðjaðri er bætt við: „NB Adrer hallda ad hallded hafe uered agreiningarlaust fra Stadnum inn j<br />

Hrakdæl og Fiöru þar fyrer ofann og suo hafde Sra Eyrikur Sueinson hallded og Sra Jon Olaffsson effter hann fyrer utann<br />

allann Agrei‹ni›ng millum Sandfells og Suynafells og ei heirdu Menn Þrætu fyrr enn Sra Þorleifur kom til, og er þetta<br />

athugande.“<br />

5 Skjal nr. 2 (18).<br />

6 Skjal nr. 2 (21).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!