17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ingarey austan til motz vid Nesmenn og Steinshylltinga. fimte Krossholmur. siøtte Kolluhualsey og<br />

aller Starkadarholmar.<br />

Kirkian ä skoga alla. sem eru vt frä Saudabolsskogie til Mødruhola og allar tungur yfir Saudabolsskogie<br />

til þeirrar er Skamsstødum fylger. enn skogarteigur er jnn ä Dals ä Hestvelle frä skridu hinni<br />

miklu. Fiøru ä hun milli Quijär og Hamrenda. adra ä hun enn fyrer sunnan Quijä til Einangra. hina<br />

þridiu fiøru ä hun fyrer Eyarhorne (!) .xv. uxa høfn gamalla i Holaland. xL geldinga høfn annars hundrads<br />

i fiallsland. 1<br />

Eftir bréfabók Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups að dæma hefur Sandfell verið „innlimað“<br />

(„inkorporerað“) í jarðagóss Skálholtsstóls, og þá sennilega þegar á biskupsárum Gísla Jónssonar. 2<br />

Það merkti að ábúandinn í Sandfelli hverju sinni hefur haft jörðina á leigu frá Skálholtsbiskupi en<br />

ekki notið að öðru leyti góðs af eignum kirkjunnar eins og venja var um staðarhaldara (beneficiarii).<br />

Sandfell er þó skráð sem kirkjulén, beneficium, í jarðabók frá 1697 og 12 hundruð að dýrleika. 3<br />

Í Jarðabók Ísleifs Einarssonar 1709 er Sandfelli lýst sem kirkjustað og beneficium og eign<br />

konungs. Það mun hafa verið sjaldgæft að sjálfstæð kirkjustofnun eins og beneficium væri talin<br />

eign nokkurs annars en hennar sjálfrar. Um eignir jarðarinnar er þetta sagt:<br />

Upprekstur er jörðunni eignaður í Fjallslandi.<br />

Skógarítak er eignað jörðunni í Skaftafellsheiði.<br />

Annað í Jökulfelli.<br />

Rekafjöru á jörðin millum Hamarenda 4 og Kvíár, þar hún rann að fornu, og er sú kölluð Bakkafjara.<br />

Aftur frá 5 Kvíaá og vestur að Einangrum, kölluð Einangrafjara.<br />

Þriðju fyrir nokkrum parti Hofslands.<br />

Fjórðu í Höfðavík austan undir Ingólfshöfða.<br />

Jörðunni eru eignaðir þrír hlutir Ingólfshöfða. Item allt Fuglberg eftir máldaganum. Hér um ágreinir<br />

Sandfells- og Hofsábúendur, en hafa þó hvöru tveggju brúkað. 6<br />

Tvær hjáleigur eru nefndar með jörðinni: Miðhús og Stærri-Sandfellshjáleiga. Þriðja hjáleigan,<br />

Berjahólar, var þá orðin tóftir einar. 7 Sandfell er 12 hundruð að dýrleika í Jarðabók Johnsens 1847 en<br />

19,9 hundruð samkvæmt nýju jarðamati 1861. 8 Um þetta leyti virðast hlunnindi jarðarinnar mjög<br />

hafa verið farin að ganga úr sér. Í brauðamati Sandfells, viðbótarskýrslu frá 20. júní 1840, er þessi lýsing:<br />

1 Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 702.<br />

2 Magnús Stefánsson 2000, s. 160. Sbr. Íslenskt fornbréfasafn 10, s. 656.<br />

3 Björn Lárusson 1967, s. 333.<br />

4 Hamraenda í einu handriti.<br />

5 Austur frá í einu handriti.<br />

6 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 436-437.<br />

7 Ísleifur Einarsson sýslumaður ritaði árið 1712 að Berjahólar hefðu verið í byggð fyrir 80 árum (Jón Þorkelsson 1918-<br />

1920, s. 45).<br />

8 Jarðatal 1847, s. 6. Ný jarðabók 1861, s. 6.<br />

51

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!