17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

fjall og Svínafellsmenn í Hafrafjall fáar kindur“. 1 Elsta heimildin um „afrétt“ Svínfellinga mun vera<br />

máldagi kirkjunnar að Kálfafelli sem talinn er vera frá 1343. Þar segir að kirkjan eigi „afreit j<br />

skorvm at helmingi vid svijnfellijnga. kolskog j vestrum skorum. suo sem til bus þarf“. 2 Þetta er<br />

síðan staðfest í máldaga Vilkins biskups frá 1397. 3 Í skrá um ítök klaustursins í Kirkjubæ á Síðu frá<br />

1528 er grein gerð fyrir skógarítaki sem Eiríkur Þorsteinsson, lögréttumaður og bóndi á Keldum á<br />

Rangárvöllum, gaf klaustrinu og má þar sjá að Svínafell átti skógarítak á Skaftafellsheiði:<br />

Jtem gaf Eirekur þorsteinsson kirkiubæiar klaustri allan þann skog sem hann hafdi fremst eigande ad<br />

ordit j skaptafellz heide til æfinligrar eignar oc frials forrædis j suo mäta ad þeir j svinafelli byggi oc<br />

aa knappauollvm skyllde hafa þar elldivid epter þvi sem þvi þarfnazt. 4<br />

Í Jarðabók Ísleifs Einarssonar segir svo um hlunnindi jarðarinnar:<br />

Afréttur er jörðunni eignaður í Eystrafjalli [Syðrafjalli stendur í öðru handriti] fyrir sunnan Skeiðarársand,<br />

óbrúkandi vegna vegalengdar.<br />

Skógarítak til brenniviðar er jörðunni eignað í Skaftafellsskógi. 5<br />

Í gerðabók jarðamatsnefndar 1849 er komist svo að orði um „afrétt“ Svínafells: „Afréttur er<br />

eignaður jörðinni í Núpstaðaskógum.“ 6 Að lokum skal vitnað í það sem stendur í gerðabók fasteignamatsnefndar<br />

1916: „Jörðinni fylgir ekkert sérstakt upprekstrarland, en fjallhagi nokkur er upp<br />

frá bæ, Svínafellsfjall.“ 7<br />

Í Byggðasögu Hofshrepps segir Sigurður Björnsson að „afréttarins“ á Eystrafjalli muni fyrst<br />

getið í áðurnefndum máldaga Kálfafellskirkju frá 1343 („afreit j skorvm“). Hann lætur þess getið<br />

að afrétturinn, sem hann nefnir „ítak“, hafi verið notaður um 1920 fá ár „en ekki vitað til, að það<br />

hafi verið gert áður“. 8<br />

Landamerkjabréf Svínafells er undirritað 2. maí 1890 og samþykkt af ábúendum Sandfells og<br />

Skaftafells:<br />

Jörð þessari tilheyrir allt Svínafellsfjall og Hvannadalurinn.<br />

Landamerki milli Sandfells og Svínafells eru lækjarfarvegur í miðjum Markhól (Rjettarfalljökul),<br />

þaðan sjónhending í vörðu milli Hrakdeildahóla; svo er stefnan vestan við Eyrartagl.<br />

Milli Svínafells og Skaptafells eru landamerki í Freysnesi úr stórum steini framan undir jöklinum og<br />

í stein ofan við veginn, og þaðan í vörðu fram í Nesinu.<br />

Fjörumörk jarðarinnar milli Tangafjöru og Svínafellsfjöru eru, að Fremrimenn í Hafrafelli beri í klettinn,<br />

sem er næstur við Skarðið að norðan, nefnil. austanundir Skaptafellsskörðunum.<br />

1 Skaftafellssýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873. Jón Aðalsteinn Jónsson og Svavar<br />

Sigmundsson sáu um útgáfuna. Reykjavík 1997. S. 151.<br />

2 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 778.<br />

3 Íslenskt fornbréfasafn 4, s. 235.<br />

4 Íslenskt fornbréfasafn. 9. b. Reykjavík 1909-1913. S. 471.<br />

5 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 437.<br />

6 Skjal nr. 2 (35).<br />

7 Skjal nr. 2 (37).<br />

8 Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 77.<br />

49

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!