17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

48<br />

Skeiðarársandi, að dregin sé lína úr neðsta Súlutindi í punkt undan núverandi Rauðabergsósi er afmarkist<br />

af breiddargráðu 63°46´ og lengdargráðu 17°23´. Verði landauki á sandinum vegna jökulhlaupa<br />

eða annars, skal línan framlengd sem því nemur.<br />

Fjörumörk skulu óbreytt standa svo sem þau hafa verið. 1<br />

Sáttatillaga sýslumanns var send málsaðilum, þ. á m. eiganda Núpsstaðar, og frestur gefinn til<br />

athugasemda. Að þeim fresti loknum ritaði sýslumaður aðilum bréf, dags. 10. desember 1996, þar<br />

sem m.a. kemur fram að ekki hafi borist athugasemdir frá eiganda Núpsstaðar og „verður að skilja<br />

þögn hans þannig að hann setji sig ekki á móti tillögunni“. Jafnframt kemur fram að niðurstaða<br />

málsins sé sú að tillaga sýslumanns skuli „gilda sem landamerki, þar til dómur fellur um annað, eða<br />

aðilar ákveða sjálfir önnur mörk sín á milli.“ 2<br />

Ekki varð sátt um þessa niðurstöðu, og lýstu m.a. eigendur og ábúendur jarðanna Rauðabergs,<br />

Kálfafells I og II, Kálfafellskots og Maríubakka, allar í Fljótshverfi í Skaftárhreppi, sig andvíga<br />

henni í bréfi, dags. 4. desember 1996. 3<br />

6.3. Svínafell<br />

Svínafell í Öræfum er sögufrægur staður. Talið er að Þórður Freysgoði hafi fyrstur manna búið þar<br />

á staðnum. Sonur hans var Flosi, ein helsta sögupersóna Njálu. Í Svínafelli ólst einnig upp Árni<br />

Þorláksson, síðar biskup, sem mun kunnastur fyrir hlutdeild sína í svonefndum staðamálum á 13.<br />

öld.<br />

Í Oddaverja þætti er greint frá því að Þorlákur biskup Þórhallsson hafi vígt kirkju í Svínafelli<br />

1179 og varð hún þá þegar staður, þ.e. sjálfstæð kirkjueign undir forræði biskups. 4 Í kirknaskrá Páls<br />

biskups Jónssonar frá um 1200 kemur einnig fram að kirkja var á þeim tíma í Svínafelli. 5 Hún hefur<br />

trúlega verið af lögð eigi síðar en í byrjun 14. aldar því að samkvæmt máldaga sem talinn er frá<br />

1343 átti kirkjan að Hofi þá hálft Svínafell. 6 Ekki er heldur að finna neinn máldaga um kirkju á<br />

Svínafelli í máldagasafni Vilkins biskups frá 1397. Hinn helming Svínafells eignaðist kirkjan að<br />

Hofi 1482 í makaskiptum fyrir hálft Skaptafell. 7 Svínafell komst síðar í einkaeigu og árið 1546<br />

greina heimildir frá því að Þorleifur Pálsson lögmaður hafi selt Birni Þorleifssyni Svínafell ásamt<br />

fleiri jörðum. 8<br />

Svínafell var talið 23 hundruð og 80 álnir í jarðabók 1686 en 12 hundruð árið 1697. 9 Í Jarðabók<br />

Ísleifs Einarssonar frá 1709 er dýrleiki jarðarinnar kominn niður í 8 hundruð. 10 Í Jarðatali Johnsens<br />

1847 er dýrleikinn óbreyttur, 8 hundruð, en í Nýrri jarðabók 1861 er Svínafell metið á 16,2 hundruð. 11<br />

Í lýsingu Sandfells- og Hofssókna kemst séra Páll M. Thorarensen, prestur í Sandfelli, svo að<br />

orði árið 1839 að afréttir séu þar engir „nema Hofsmenn reka geldfé, mest 50 fjár, í Breiðamerkur-<br />

11 Skjal nr. 15 (11).<br />

12 Skjal nr. 4 (79).<br />

13 Skjal nr. 16 (12).<br />

14 Magnús Stefánsson, 2000: Staðir og staðamál. Studier i islandske egenkirkelige og beneficialrettslige forhold i middelalderen<br />

I. Bergen. S. 64-65.<br />

15 Íslenskt fornbréfasafn 12, s. 5.<br />

16 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 774.<br />

17 Íslenskt fornbréfasafn 6, s. 443. Sbr. Íslenskt fornbréfasafn 7, s. 36 (máldagi 1491-1518).<br />

18 Íslenskt fornbréfasafn. 11. b. Reykjavík 1915-1925. S. 482-483. Sbr. Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir. Reykjavík<br />

1993. S. 1.<br />

19 Björn Lárusson 1967, s. 333.<br />

10 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 437.<br />

11 Jarðatal 1847, s. 6. Ný jarðabók 1861, s. 6. Sbr. skjal nr. 2 (35): Gerðabók yfirjarðamatsnefndar 1849. Þar er lagt til að<br />

dýrleiki jarðarinnar sé hækkaður í 20 hundruð m.a. vegna veðursældar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!