17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Frá hinum fasta punkti B á uppdrættinum, sem áður er nefndur ofan þjóðvegarins, liggja mörkin beina<br />

sjónhending til suð-vesturs að punkti C, þar sem hin beina lína sker landamerki Skaftafells og Núpsstaðar<br />

milli Sigurðarfitjarála og Sandgígjukvíslar. Að öðru leyti takmarkast land þeirra að vestan af<br />

þinglýstum landamerkjum Núpsstaðar og Skaftafells, sunnan hins síðastnefnda skurðpunktar. Að<br />

sunnan af sjó, að austan af þinglýstum mörkum Svínafells og Skaftafells að fyrrnefndum skurðpunkti<br />

A austur af suðurenda Hafrafells. 1<br />

Árið 1978 seldu þeir bræður, Jón og Ragnar Stefánssynir, Náttúruverndarráði landspildu úr<br />

eignarlandi sínu í Skaftafelli í grennd við þjónustumiðstöð Náttúruverndarráðs. 2<br />

Heimildir benda ekki til annars en að búseta hafi verið nokkuð samfelld í Skaftafelli frá því að<br />

jarðarinnar er fyrst getið í heimildum. Í afsals- og veðmálabókum kemur fram að eftir gerð landamerkjabréfsins<br />

og þar til hluti jarðarinnar var seldur Náttúruverndarráði ríkisins var hún framseld<br />

með hefðbundnum hætti og veðsett. 3<br />

Nú skal vikið að ágreiningi sem verið hefur um landamerki milli Núpsstaðar og Skaftafells. Í<br />

júní 1978 fóru landeigandi Núpsstaðar, ábúandi Skaftafells, sýslumaður Austur-Skaftafellssýslu og<br />

verkstjóri Vegagerðar ríkisins í Öræfum í vettvangsferð til að kanna mörk Austur- og Vestur-<br />

Skaftafellssýslu. Austur-Skaftfellingar töldu að markalínan skyldi dregin „þar sem tveir hinir stóru<br />

Súlutindar bera saman“ enda styddist það við gömul ummæli Skaftafellsbænda að mörkin lægju við<br />

vesturenda á austustu Gígju, sandöldu skammt norðan af þjóðvegi. Ábúandi Núpsstaðar andmælti<br />

þessu ekki beint en taldi að skoða bæri mörkin úr fjöru auk þess sem fleiri kennileiti kæmu til greina<br />

en Súlutindarnir þrír. Var sýslusteinn síðan settur niður á mörkuðum stað með samþykki allra aðila<br />

en með þeim fyrirvara að hann yrði fluttur ef fram kæmu rök sem leiddu til endurmats eða breytinga<br />

á hinni mörkuðu línu. 4 Með bréfi dómsmálaráðherra 15. nóvember 1995 var sýslumanninum í<br />

Vík falið að leita sátta með aðilum og hélt hann fund um málið 20. desember sama ár. Þar vísaði<br />

Eyjólfur Hannesson á Núpsstað til þess sem hann hefði heyrt sagt að landamerki Núpsstaðar ætti<br />

að miða, horft frá sjó, við fjallgarðinn sjálfan en ekki tindana þrjá í fjallgarðinum. Einnig kvað hann<br />

fjöru Núpsstaðar og fleiri jarða ná töluvert inn í austursýsluna. 5 Ragnar Stefánsson í Skaftafelli<br />

hafði áður, í bréfi til Landmælinga Íslands 28. janúar 1993, rakið upphaf þessa ágreinings til mælinga<br />

danskra kortagerðarmanna 1904 en þeir hefðu dregið landamerki Skaftafells og Núpsstaðar<br />

fremst úr Súlutindum í fjörumörk Skaftafells og Núpsstaðar og þannig ruglað saman landamörkum<br />

og fjörumörkum. 6 Í vettvangsferð deilenda 5. júní 1996 með sýslumanninum í Vík mun hafa orðið<br />

ljóst að ágreiningurinn snerist í raun um það hvort miða ætti við neðsta Súlutind og þann næsta, þ.e.<br />

miðtindinn (Núpsstaðarmenn) eða neðsta og efsta tindinn (Skaftfellingar). Munur þessara lína niður<br />

við sjó var um 7,5 km. 7 Þá er að nefna þriðju línuna, sem mörkuð var með gerðardómi 25. nóvember<br />

1969 um landamerki milli jarðarhluta Jóns og Ragnars Stefánssona í Skaftafelli, og virðist<br />

dregin eftir austurveggjum Súlutinda og kemur milli hinna tveggja, þó nær línu Skaftafellsbænda. 8<br />

Sýslumaðurinn í Vík setti fram svohljóðandi sáttatillögu um merki milli Núpsstaðar og Skaftafells,<br />

dags. 22. október 1996, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga um landamerki, nr. 41/1919:<br />

Landamerki Skaftafells í Austur Skaftafellssýslu og Núpstaðar í Vestur Skaftafellssýslu séu þannig á<br />

1 Skjal nr. 6 (11).<br />

2 Skjal nr. 6 (13).<br />

3 Skjöl nr. 4 (33-35). Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3, s. 45-49.<br />

4 Skjöl nr. 16 (4) og 15 (18).<br />

5 Skjal nr. 16 (14), sbr. 16 (4, 10, 12, 13).<br />

6 Skjal nr. 15 (19), sbr. 15 (10, 11).<br />

7 Skjal nr. 16 (14).<br />

8 Skjöl nr. 15 (11) og 16 (7).<br />

47

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!