17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Talið er vafalaust að við landnám hafi gróðurþekja í Öræfum verið mun meiri að víðáttu og<br />

grósku en nú er og jöklar minni. Um gróðurfar við landnám og þær breytingar sem á því hafa orðið<br />

síðan er fjallað í kafla 5.2. og um jöklabreytingar á sögulegum tíma er fjallað í kafla 5.4.<br />

6.2. Skaftafell<br />

Elsta heimild um byggð í Skaftafelli er Njálssaga, rituð á seinni hluta 13. aldar, en hún greinir frá<br />

atburðum í lok 10. aldar.<br />

Skaftafell hálft var eign kirkjunnar á Hofi í Héraði (Öræfum) eftir því sem stendur í máldaga<br />

hennar frá fyrri hluta 14. aldar. 1 Árið 1482 voru eignir kirkjunnar á Eyrarhorni lagðar til<br />

Hofskirkju. 2 Um sama leyti var hálft Skaftafell selt undan kirkjunni og fékk hún í staðinn hálfa<br />

jörðina Svínafjall (Svínafell). 3 Aðrar heimildir greina frá því að kirkjan á Hofi hafi fengið stærri<br />

hlut í heimalandi í stað þess sem selt var í Skaftafelli. 4 Ári síðar (1483) seldi Magnús biskup<br />

Eyjólfsson Kirkjubæjarklaustri jarðirnar Skaftafell og Haukafell í Hornafirði í makaskiptum fyrir<br />

jarðirnar Eyjar og Þverhamar í Breiðdal og Guðmundarnes í Stöðvarfirði. 5 Skaftafell komst eins og<br />

aðrar klausturjarðir síðar í eigu konungs eftir siðaskiptin. 6 Skaftafell var metið á 30 hundruð árið<br />

1686 en 12 hundruð árið 1697. 7<br />

Skaftafell var 12 hundruð að dýrleika samkvæmt Jarðabók Ísleifs Einarssonar 1709. Þar er einnig<br />

greint frá því að eyðijarðirnar Jökulfell og Freysnes hafi verið lagðar til Skaftafells og landskuld<br />

hækkað við það í tvö hundruð (úr 1½ hundraði). 8 Dýrleiki Skaftafells virðist þó hafa haldist óbreyttur<br />

og bendir það til þess að jarðirnar tvær hafi ekki verið „innlimaðar“ („inkorporeraðar“) í Skaftafell.<br />

Í skrá Ísleifs frá 1712 um eyddar jarðir í Öræfum er komist svo að orði að Jökulfell og Freysnes,<br />

hvor jörð um sig, séu leigðar „frá Skaptafelli fyrir 30 álnir“. 9 Hér mun átt við að Skaftafell hafi<br />

fengið jarðirnar til leigu (ekki leigt þær öðrum) og leigugjaldið þá lagst við landskuldina af heimajörðinni.<br />

Af því má álykta að einn og sami eigandinn hafi verið að jörðunum þremur, þ. e. konungur.<br />

Jökulfells er getið í máldaga Rauðalækjarkirkju sem talinn er frá 1179 en þar mun trúlega átt<br />

við fjallið sjálft fremur en bæinn. 10 Í máldaga kirkjunnar að Hofi frá um 1343 fer hins vegar varla<br />

á milli mála að átt sé við bæinn Jökulfell: „hofsmenn eigu helming allra þeirra fiarna sem liggia til<br />

jokulfells“. 11 Í öðrum máldaga frá sama tíma kemur fram að hálfkirkja var að Jökulfelli. 12 Jörðin<br />

mun hafa lagst í eyði á síðari hluta 14. aldar því að í máldaga frá 1397 segir að Gyrðir biskup Ívarsson<br />

(1350-1360) hafi lagt til Lómagnúps (Núpsstaðar) 12 ær og kú frá Jökulfelli og hefur það trúlega<br />

verið eign hálfkirkjunnar. 13 Bærinn Jökulfell stóð í Morsárdal þar sem síðar var kallað í Bæjar-<br />

11 Íslenskt fornbréfasafn. 2. b. Kaupmannahöfn 1893. S. 774. Sbr. einnig Íslenskt fornbréfasafn. 3. b. Kaupmannahöfn<br />

1896. S. 401 (máldagi frá 1387).<br />

12 „Eyrarhorn segist heitið hafi að fornu kirkjustaður úti í leirunum fyrir utan Hof“ (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls<br />

Vídalíns.13. b. Reykjavík 1990. S. 436). Ekki er minnst á Eyrarhorn í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200.<br />

13 Íslenskt fornbréfasafn. 6. b. Reykjavík 1900-1904. S. 443.<br />

14 Íslenskt fornbréfasafn. 7. b. Reykjavík 1903-1907. S. 37.<br />

15 Íslenskt fornbréfasafn 6, s. 482-483.<br />

16 Sbr. Björn Lárusson, 1967: The Old Icelandic Land Registers. Lundi. S. 333 og 335.<br />

17 Björn Lárusson 1967, s. 333.<br />

18 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 437.<br />

19 Jón Þorkelsson, 1918-1920: „Skrá Ísleifs sýslumanns Einarssonar frá 1712 um eyddar jarðir í Öræfum, ásamt skrá Jóns<br />

sýslum. Helgasonar um eyðijarðir 1783 í Lóni, Nesjum og Fellshverfi.“ Blanda. Fróðleikur gamall og nýr. 1. b.<br />

Reykjavík. S. 43.<br />

10 Íslenskt fornbréfasafn. 1. b. Kaupmannahöfn 1857-76. S. 248.<br />

11 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 774.<br />

12 Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 777.<br />

13 Íslenskt fornbréfasafn. 4. b. Kaupmannahöfn 1897. S. 199. Sbr. Íslenskt fornbréfasafn 2, s. 777. Íslenskt fornbréfasafn 3, s. 199.<br />

43

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!