17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

höfðamýrar“, friðlýst skv. auglýsingu nr. 249/1977 og „Ingólfshöfði“, skv. auglýsingu nr. 388/1978.<br />

Þessi landsvæði eru háð sérstökum eignarréttarlegum takmörkunum samkvæmt lögum um náttúruvernd,<br />

nr. 44/1999.<br />

6. SAGA JARÐA OG AFRÉTTARNOTA<br />

Hér verður í fyrstu greint frá elstu ritheimildum um landnám á því svæði sem til meðferðar er og<br />

síðan rakin í stórum dráttum saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar á þeim jörðum<br />

sem tilgreindar eru í málinu. Að lokum verður á sama hátt gerð grein fyrir sögu afréttarnota frá öndverðu<br />

til þessa dags.<br />

6.1. Landnám<br />

Í Landnámabók er getið nokkurra manna sem námu land og settust að á því svæði sem síðar var<br />

nefnt Öræfi. Hrollaugur, sonur Rögnvaldar jarls á Mæri í Noregi, fór til Íslands með ráði Haralds<br />

konungs hárfagra Hálfdanarsonar og hafði með sér konu sína og syni:<br />

Hann kom austr at Horni ok skaut þar fyrir borð Ändvegissúlum sínum, ok bar þær á land í Hornafirði,<br />

en hann rak undan ok vestr fyrir land; fekk hann þá útivist harða ok vatnfátt. Þeir tóku land vestr í<br />

Leiruvági á Nesjum; var hann þar enn fyrsta vetr. Þá frá hann til Ändugissúlna sinna ok fór austr þannveg;<br />

var hann annan vetr undir Ingólfsfelli. Síðan fór hann austr í HornafjÄrð ok nam land austan frá<br />

Horni til Kvíár ok bjó fyrst undir Skarðsbrekku 1 í Hornafirði, en síðan á Breiðabólstað í Fellshverfi.<br />

Þá hafði ‹hann› lógat þeim lÄndum, er norðr váru frá BorgarhÄfn, en hann átti til dauðadags þau lÄnd,<br />

er suðr váru frá Heggsgerðismúla. 2<br />

Haraldur Matthíasson segir um landnám Hrollaugs að það hafi verið afar stórt, einkum feiknalangt,<br />

um 80 km austan frá Vestra-Horni og út að Kvíá, austarlega í Öræfum. 3 Hrollaugur seldi síðan<br />

hluta af landnámi sínu en Þórði illuga Eyvindarsyni gaf hann „land milli JÄkulsár ok Kvíár“. 4<br />

Þórður illugi bjó „undir Felli við Breiðá“ og hefur löngum verið talið að þar sé átt við bæinn Fjall<br />

framan undir Breiðamerkurfjalli en hann var kominn í eyði töluvert áður en bæjarrústirnar fóru<br />

undir jökul um 1700. 5 Sigurður Björnsson getur sér til um að landnámsbærinn hafi eins vel getað<br />

verið Breiðá sem síðar var nefnd Breiðármörk. Þar var snemma stórbýli og mun svo hafa haldist<br />

fram yfir 1600. 6<br />

Í Sturlubók og Hauksbók Landnámu er maður nefndur Ásbjörn Heyjangurs-Bjarnason. Hann andaðist<br />

í hafi á leið til Íslands en Þorgerður, kona hans, og synir námu hér land. Síðan segir í Hauksbók:<br />

En þat var mælt, at kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra várlangan dag<br />

sólsetra ‹í› millim, hálfstalit 7 naut ok haft vel. Því leiddi Þorgerðr kvígu sína undan Tóptafelli skammt<br />

1 Einar Ól. Sveinsson (1948) taldi að átt væri við brekkurnar undir Almannaskarði (Landnám í Skaftafellsþingi. (Skaftfellinga<br />

rit. 2. b.) Reykjavík. S. 71-73).<br />

2 Landnámabók. Íslensk fornrit. 1. b. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík 1986. S. 317 (Sturlubók og Hauksbók).<br />

3 Haraldur Matthíasson, 1982: Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík. S. 375.<br />

4 Landnámabók 1986, s. 319-320.<br />

5 Jón Þorkelsson, 1918-1920: „Skrá Ísleifs sýslumanns Einarssonar frá 1712 um eyddar jarðir í Öræfum, ásamt skrá Jóns<br />

sýslum. Helgasonar um eyðijarðir 1783 í Lóni, Nesjum og Fellshverfi.“ Blanda. Fróðleikur gamall og nýr. 1. b. Reykjavík.<br />

S. 49. Einar Ól. Sveinsson 1948, s. 81-82.<br />

6 Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu. 3. b. (Sigurður Björnsson Kvískerjum: Öræfi.) Reykjavík 1976. S. 52-53.<br />

7 Þetta orð er talið merkja annaðhvort „hálf-fóðrað á stalli“ eða „ekki fullvaxið“ (sbr. stálpaður) (Landnámabók 1986, s.<br />

321 (7. nmgr.)).<br />

41

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!