17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

40<br />

Í máli þessu hefur verið lagt fram kort sem sýnir útlínur jökla í Öræfum skv. kortum 1903-1904<br />

(herforingjaráðskort), loftljósmyndum 1945-1946 (AMS), og Landsat gervihnattamynd 1991. 1<br />

5.5. Vatnabreytingar á Skeiðarársandi<br />

Að tilhlutan óbyggðanefndar hefur Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur tekið saman greinargerð<br />

um vatnabreytingar á Skeiðarársandi. 2 Athugun hans bendir til þess að Jökulsá á sandi hafi legið<br />

vestarlega á núverandi Skeiðarársandi eða um hann miðjan, framan af öldum. Þar hafi hún sennilega<br />

legið við landnám og gæti þess vegna hafa legið á svipuðum slóðum og sjónhending fjörumarka<br />

Skaftafells upp í Súlutinda. Jökulvötn hafi farið vaxandi og sennilega orðið illfærari eftir því<br />

sem Skeiðarárjökull gekk lengra fram í aldanna rás. Jafnframt hafi þungi þeirra færst austar á<br />

sandinn, Jökulsá lagst í byggðavatnið Skeiðará og meginvatnið síðan legið að jafnaði í Skeiðará á<br />

svipuðum slóðum og nú er, a.m.k. frá því á 18. öld en þó líklega þegar á 16.-17. öld. Bendir flest<br />

til þess að allvæn vötn hafi legið frá örófi alda á svipuðum slóðum og Skeiðará og Núpsvötn nú á<br />

dögum þó að þau hafi ekki endilega verið mikil jökulvötn á landnámstíð. „Jökulsá á Sandi“, sem<br />

um getur í fornum ritum og bréfum gæti því hafa átt við vatnsfall nærri landamerkjum og e.t.v.<br />

landnámsmerkjum milli Skaftafells og Núpsstaðar en Skeiðará verið þá þegar til sem jökulskotið<br />

byggðavatn undan Öræfunum. Þáverandi Skeiðarársandur hét Lómagnúpssandur og þarf ekki að<br />

hafa verið auðn ein, svo að eftir eignargildi gæti hafið verið að slægjast á honum. Skeiðarárhlaup<br />

færðust í aukana eftir því sem jökull þykknaði í Grímsvötnum og Skeiðarárjökull gekk lengra fram<br />

á sandinn. Gæti því í tímans rás hafa tekið af gróðurflesjur, sem gætu hafa verið á sandinum,<br />

einkum austanverðum (samanber Lómagnúpssand), og gefið hafi á landnámsöld efni til að slá á<br />

eign sinni eða umráðum í landnámi.<br />

Framangreindar líkur benda því frekar til þess, að Skeiðará og Jökulsá hafi á landnámsöld verið<br />

tvö vötn og Jökulsá þá legið vestur á sandi. Hins vegar hefur frásögn Landnámu af landnámi<br />

Þorgerðar verið talin benda til þess að Jökulsá hafi fallið undir Kiðjakletti og hún þá verið sama<br />

vatn og Skeiðará síðar þar eð landnámshelgunin sjálf er ekki rakin lengra. Þar á móti kemur að þá<br />

hefði ekki þurft að taka fram um landnám Þorgerðar vestur að Jökulsá því að það hefði verið<br />

sjálfgefið eins og vatnsföll deila. Því bendir þessi frásögn Landnámu jafnvel frekar en hitt til þess<br />

að Jökulsá hafi ekki legið undir Jökulfelli heldur einhvers staðar vestur á sandi. Vatnabreytingar<br />

hafa verið verulegar á sandinum síðustu aldirnar eins og heimildir frá þeim tíma greina. Gildir það<br />

ekki síst um meginvötnin ofan sandinn. Gæti svo og hafa verið um aldaskeið þar áður og víst er það<br />

að nú fellur engin „Jökulsá“ ofan sand þó að ár með því heiti sé getið þar í Landnámu. Hefur nafn<br />

hennar vikið fyrir nafni Skeiðarár en verulegar líkur eru á að svo hafi því eina getað gerst að fyrir<br />

hafi verið vatn með því heiti. Heiti Skeiðarár og máldagalýsingar frá því fyrir 1362 benda raunar<br />

til þess að hún gæti hafa verið byggðavatn fram á 14.- 15. öld.<br />

Heimildir eru mjög rýrar um þessi efni þó að vera megi að ítarleg könnun og leit gæti dregið<br />

eitthvað fram til viðbótar því sem hér er sagt. Því er ekki hægt að fullyrða með neinum yfirgnæfandi<br />

líkum hvernig vötn hafi legið á Skeiðarársandi til forna en það sem hér hefur verið tínt til<br />

bendir þó snöggtum heldur til þess að Jökulsá sú, sem um getur í Landnámu sem landnámsmarka,<br />

hafi legið vestur á sandi en ekki verið sama á og nú heitir Skeiðará sem hafi verið byggðavatn í<br />

Öræfum og haft sitt nafn frá upphafi landnáms.<br />

5.6. Náttúruminjar, friðland og þjóðgarður<br />

Eftirtaldir hlutar þess svæðis, sem hér er til umfjöllunar, eru á náttúruminjaskrá, sbr. nánari skilgreiningu<br />

þar: „Skaftafell“, sbr. reglugerð nr. 319/1984 um þjóðgarð í Skaftafelli, „Breiðamerkursandur,<br />

Jökulsárlón, jökulöldur við Kvíárjökul og Eystrihvammur“. Þá voru „Salthöfði og Salt-<br />

1 Sbr. skjal nr. 19 (7).<br />

2 Sjá skjal nr. 24.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!