17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

eru einnig fyrir Fjallsjökli, sem kann að flýta fyrir hopi hans um tíma. Líkur eru á að þar verði<br />

stöðuvötn eða lón til frambúðar.<br />

Lengi hafa gengið sagnir um að Vatnajökull hafi áður fyrr verið slitinn sundur um miðju. Eru<br />

það helst heimildir um að Norðlendingar hafi sótt í ver í Suðursveit án þess að þurfa að fara með<br />

ströndum fram. Sömuleiðis er sagt að Skaftafellsbændur hafi átt samskipti við Möðrudalsbændur<br />

sem vart voru hugsanleg ef ekki væri greiður gangur skemmstu leið milli byggðanna. Skjalfestar<br />

heimildir fyrir þessu eru úr Möðrudalsmáldaga Gísla biskups Jónssonar frá 1575 sem segir að<br />

Möðrudalskirkja eigi „12 trogsöðla högg í Skaftafellsskógi“ og í Jarðabók Ísleifs Einarssonar frá<br />

1709 segir svo: „Beit 14 hrossum á Möðrudalsöræfum er jörðunni [Skaftafelli] eignuð um sumartíma,<br />

krossmessna á milli. Verður aldrei brúkað fyrir jöklum.“ Er svo að skilja að þessi ítök hafi átt<br />

að mætast. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur telur að ekki verði að svo komnu máli sannað að nokkurn<br />

tíma hafi verið gengt norður um úr Öræfum án þess að stíga þyrfti á jökul en af ofangreindum<br />

gögnum og fleiri munnmælum verður það alls ekki fortekið heldur. Þá megi benda á gömul munnmæli<br />

um Grímsvötn sem ekki verði með nokkru móti skilin öðruvísi en að þangað hafi menn komið<br />

fyrr á öldum.<br />

Athyglisvert er að Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni að Skeiðarárjökull hafi myndast á 14.<br />

öld sem bendir til að á þeim tíma hafi jöklar farið mjög stækkandi. Ekki er heldur úr vegi að túlka<br />

ummæli Eggerts þannig að jökullinn hafi komið í sjónmál við byggð um það leyti. Þá hefur hann<br />

vart verið framar en við Færnes á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Sigurður Þórarinsson hefur bent á<br />

að Breiðamörk, sem Brennu-Flosi gaf Kára Sölmundarsyni, hafi ekki getað verið kotbýli er Njálssaga<br />

var skrifuð eins og síðar varð áður en jökull gekk yfir staðinn (um aldamótin 1700). Hafi vart<br />

verið minna en 10 km að jökulsporðinum til að gefa slíku býli nægilegt svigrúm.<br />

Þá hefur Helgi Björnsson ritað um framskrið Breiðamerkurjökuls. 1 Þar kemur m.a. fram sú<br />

kenning að Breiðamörk gæti hafa legið beint austur af Breiðamerkurfjalli um 5 km norður fyrir núverandi<br />

Breiðárlón en teygst austan við Kárahrygg allt að 10 km frá jökuljaðri og loks 15 km, jafnvel<br />

enn norðar undir svokölluðum Austurstraumi Breiðamerkurjökuls sem liggur austan Esjufjalla<br />

frá Breiðubungu.<br />

5.4.3. Vitneskja um jökuljaðra á liðnum öldum<br />

Mjög örðugt er að segja til með vissu um legu jökuljaðars í Skaftafellssýslum á landnámsöld.<br />

Óvissan er allt frá fáeinum kílómetrum á jöklunum sem ganga niður úr Öræfajökli upp í marga kílómetra<br />

(jafnvel meira en 10 km) á stóru jöklunum Skeiðarárjökli og Breiðamerkurjökli.<br />

Árin 1903-1904 lét herforingjaráð Dana mæla fyrir kortum í Austur-Skaftafellssýslu og má<br />

treysta þeim mælingum á jökuljöðrum svo víða skakkar ekki meiru en 100 m.<br />

Jón Eyþórsson veðurfræðingur hélt úti árlegum mælingum á jökulsporðum víða um land frá 1930<br />

og er þessum mælingum nú haldið áfram í umsjá Jöklarannsóknafélags Íslands og er hægt að afla<br />

upplýsinga úr gögnum félagsins um breytingar á sporðum á Skeiðarárjökli, Morsárjökli, Skaftafellsjökli,<br />

Svínafellsjökli, Virkisjökli, Falljökli, Kvíárjökli, Hrútárjökli, Fjallsjökli og Breiðamerkurjökli.<br />

Af þessum mælingum má í mörgum tilvikum sjá breytingar á jökulsporðunum upp á fáeina metra.<br />

Árið 1945 og aftur 1946 voru teknar loftmyndir af öllu landinu á vegum hers Bandaríkja<br />

Norður-Ameríku (AMS) og síðar gerð eftir þeim kort allnákvæm þótt mistök komi fram í þeim í<br />

nokkrum landshlutum. Á þeim ætti lega jökuljaðars í Öræfum ekki að skakka meiru en um 100 m<br />

að jafnaði. Á Orkustofnun var gert kort af útlínum Vatnajökuls eftir gervihnattamyndum frá 1991<br />

og 1992. Á þeim kortum ætti stöðu jökuljaðars í Öræfum ekki að skakka miklu meira en 50 m að<br />

jafnaði. Slík kort má gera eftir eldri og nýrri gervihnattamyndum og fá þannig stöðu og breytingar<br />

jökla eftir hentugleikum.<br />

1 Helgi Björnsson, Frá Breiðumörk til jökulsands: mótun lands í þúsund ár. Kvískerjabók. Höfn í Hornafirði 1998. Skjöl<br />

nr. 19 (8)-19 (12).<br />

39

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!