17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Nánast öll skóglendissvæðin eru sunnan kröfulínu ríkisins, nema 30 hektara skóglendi í Kjós<br />

inni undir Miðfelli í 200-400 m hæð yfir sjó.<br />

5.3.2. Fjalllendi<br />

Mikill hluti fjalllendisins í Öræfum er innan kröfusvæðis ríkisins. Sums staðar er það vel til sæmilega<br />

vel gróið en annars staðar nánast gróðurlaust. Ræðst gróðurfarið fyrst og fremst af berggrunni,<br />

halla landsins, hæð yfir sjó, veðurskilyrðum og fyrri nýtingu landsins. Í þessu sambandi má nefna<br />

að í um 700 m hæð í Esjufjöllum, langt inni á jökli, vaxa nú um 100 háplöntutegundir en í Austur-<br />

Skaftafellssýslu allri hafa fundist um 320 tegundir blómplantna og byrkninga.<br />

Í heild er núverandi gróðurfar í fjalllendi Öræfanna afar fábreytilegt og sem beitiland er það<br />

heldur rýrt. Þar sem virðist vera sæmileg gróðurþekja er oftar en ekki um að ræða gisnar, tegundafáar<br />

mosaþembur, sums staðar með dreifðum lynggróðri. Mosagróðurinn teygir sig oft upp í 500-<br />

600 m hæð þar sem ekki er of mikill halli eða lausar skriður. Við bestu gróðurskilyrði í fjalllendinu,<br />

s.s. í daldrögum og í snjódældum, er gróður fjölbreyttari og gróskumeiri. Heildarflatarmál<br />

slíkra svæða er hins vegar lítið.<br />

Gróður Skaftafellsheiðar teygir sig norður undir Kristínartinda en breytist á þeirri leið úr<br />

gróskumiklum gróðurlendum heiðarinnar, skóglendi og mýrum, yfir í mosagróður.<br />

Í suður- og vesturhlíðum Hafrafells er talsverður mosa- og lynggróður.<br />

Í Svínafellsheiði, ofan skógarhlíðanna í Svínafelli, er dreifður mosa- og snjódældagróður inn<br />

undir Skarðatinda og miðjan Hvannadal. Þar fyrir ofan er land ógróið.<br />

Sandfell er ógróið en neðanverð Sandfellsheiðin er sæmilega gróin.<br />

Fjalllendið ofan við Hof er nær alveg ógróið niður að undirhlíðum þess. Sama gildir raunar um<br />

efri hluta fjalllendisins allt austur að Kvíárjökli. Í undirhlíðunum er strjáll mosagróður.<br />

Milli Kvíárjökuls og Hrútárjökuls er fjalllendi allvel gróið nema efsti hluti þess uppi undir jökli.<br />

Gróðurþekjan þéttist er nær dregur láglendi. Um er að ræða lynggróður og mosaþembu með ýmsum<br />

fylgitegundum.<br />

Ærfjall er nálægt því að vera hálfgróið af mosa og lyngi.<br />

Breiðamerkurfjall er einnig allvel gróið og þar er gróður fjölbreyttari en í öðru fjalllendi Öræfanna;<br />

mosaþembu-, snjódælda- og sefgróður, graslendi og stinnastararmóar, og blómlendi hefur verið lýst þar.<br />

5.3.3. Ástand jarðvegs<br />

Vegna þess hve rof, sem tengist ógrónu landi á söndum og í fjalllendi í Öræfum, er mikill hluti af<br />

hreppnum í heild er ástand jarðvegs slæmt. Alvarlegt jarðvegsrof sem tengist samfelldu gróðurlendi<br />

í Öræfum er á um 10% landsins. 1<br />

5.4. Jöklar og jöklabreytingar 2<br />

5.4.1. Jöklar upp af Öræfum<br />

Vestast í Öræfum er Skeiðarárjökull. Telja má upp aðra jökla sem eru innan Öræfasveitar frá vestri<br />

til austurs sem hér segir.<br />

1 Ólafur Arnalds, o.fl., 1997. Jarðvegsrof á Íslandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.<br />

2 Kafli 5.4. er byggður á greinargerð Odds Sigurðssonar, ráðgjafa óbyggðanefndar á sviði jöklafræði, skjal nr. 19 (5), sbr. einnig<br />

skjöl nr. 19, 19 (1), 19 (2) og 19 (4). Heimildir: Guðmundur G. Bárðarson, 1934. Islands Gletscher. Beiträge zur Kenntnis<br />

der Gletscherbewegungen und Schwankungen auf Grund alter Quellenschriften und neuester Forschung. Reykjavík, Vísindafélag<br />

Íslendinga, XVI. Oddur Sigurðsson, 1998. Glacier variations in Iceland 1930-1995 – From the database of the<br />

Iceland Glaciological Society. Jökull, 45, 3-25. Oddur Sigurðsson. Variations of termini of glaciers in Iceland in recent<br />

centuries and their connection with climate (í prentun). Sigurdur Thorarinsson, 1943. Vatnajökull. The scientific results<br />

of the Swedish-Icelandic investigations 1936-37-38. Chapter XI. Oscillations of the Icelandic glaciers in the last 250 years.<br />

Geografiska Annaler, 25 (1-2), 1-56. Sigurdur Thorarinsson, 1956. On the variation of Svínafellsjökull, Skaftafellsjökull and<br />

Kvíárjökull in Öræfi. Jökull, 6, 1-15. Flosi Björnsson, 1998. Samtíningur um jökla milli Fells og Staðarfjalls. Jökull, 46, 49-61.<br />

37

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!