17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

36<br />

Mikið var um skógarítök í sýslunni á þessum tíma. Í nokkrum tilvikum voru ítök jarða ekki<br />

innan viðkomandi sveitar heldur sótt um lengri veg. Af þessu má ráða að í byrjun 18. aldar hafi<br />

skóglendi víða verið orðin lítilfjörleg eða eydd sakir versnandi veðurfars og mikillar áníðslu af<br />

völdum skógarhöggs og beitar.<br />

Ítarleg skógarkönnun, sem gerð var í Austur-Skaftafellssýslu á árunum 1988 og 1991, leiddi í<br />

ljós að í Öræfum eru nú skóglendi á um 860 hekturum lands. 1 Víðast eru þessi skóglendi í framför,<br />

birkið í góðu ástandi og er víða að breiðast út af eigin rammleik.<br />

Á 6. og 7. áratug síðustu aldar hófst í Austur-Skaftafellssýslu mikil bylting í ræktun sanda sem<br />

síðan hefur verið fram haldið.<br />

Vegna hagstæðra veðurskilyrða og víða frjósams jarðvegs hefur sjálfgræðsla lands hefur stóraukist,<br />

m.a. á Skeiðarársandi.<br />

Á Nýgræðum á Breiðamerkursandi var snemma á 20. öldinni áningastaður og þar var eini umtalsverði<br />

gróðurbletturinn á leiðinni yfir sandinn. Sandurinn hefur óðum verið að gróa upp og þar<br />

sem kvíslar jökulánna flæmdust um fyrir nokkrum áratugum er nú víða gróið land.<br />

Mikill vöxtur og nýliðun trjágróðurs og annars gróðurs hefur verið í þjóðgarðinum í Skaftafelli.<br />

Loks má nefna uppgræðslu- og skógræktaraðgerðir heimamanna í samvinnu við Landgræðslu ríkisins,<br />

t.d. á skerjunum ofan Fagurhólsmýrar.<br />

Í heild hefur því ferli rýrnunar gróðurs og jarðvegs í hreppnum, sem staðið hafði yfir öldum<br />

saman, verið snúið við á undanförnum áratugum. Gróður hefur verið að aukast og batna, fyrst og<br />

fremst vegna hlýnandi veðurfars, beislunar vatnsfalla og stórfelldra ræktunarframkvæmda sem leitt<br />

hafa til breyttra og betri búskaparhátta og í kjölfarið til aukinnar sjálfgræðslu gróðurs. Þannig hafa<br />

landgæði í Öræfum verið að aukast á ný, bæði fyrir tilstilli manns og náttúru.<br />

5.3. Gróðurfar síðustu áratugi<br />

5.3.1. Undirlendi<br />

Gróðurfar í Öræfum, og í öðrum hreppum Austur-Skaftafellssýslu, var kortlagt af starfsmönnum<br />

Rannsóknastofnunar landbúnaðarins árið 1971 og eru eftirfarandi upplýsingar um gróðurfar á síðustu<br />

áratugum að mestu byggðar á niðurstöðum þeirra rannsókna. 2<br />

Mikill hluti Skeiðarársands er ógróið eða lítt gróið land, einkum vestur- og austurhluti sandsins<br />

þar sem jökulhlaup hafa komið í veg fyrir uppgræðslu. Á miðjum sandinum neðanverðum, innan<br />

kröfusvæðis ríkisins, er hins vegar allvíðáttumikið, raklent gróðursvæði, með fjölskrúðugu gróðurfari.<br />

Melgresi hefur verið að breiðast út á sandfokssvæðum norður eftir sandinum miðjum og mosanýgræðingur<br />

er einnig ofar á sandinum, allt norður undir jökulgarða Skeiðarárjökuls.<br />

Ógrónir eða lítt grónir sandar og aurar víðs vegar á undirlendi í Öræfum, austan Skeiðarár, þekja<br />

í heild um 60 km 2 . 3 Hins vegar teygir nær óslitið gróðurlendi sig frá Svínanesi í vestri austur að<br />

Vestari-Kvíá. Syðst á þessu gróðurbelti, næst sjó, eru stakir hólmar vaxnir melgresi og öðrum<br />

grastegundum. Ofar verður gróðurlendið samfelldara og þar sem er nægur jarðraki hefur myndast<br />

vatnagróður, flóar, mýrar og hálfdeigjur. Á þurrlendi, þar sem jarðvegur hefur myndast ofan á árframburðinum,<br />

er oftast graslendi, t.d á Nýgræðum á Breiðamerkursandi, en ofar á söndunum, þar<br />

sem yfirborðið er gróft og þurrt og jarðvegur lítill, er landið ógróið eða þakið mosagróðri.<br />

Birkiskógur og kjarr í hreppnum er aðeins lítill hluti þess sem áður var en þar eru nú skóglendi á samtals<br />

um 860 ha lands á 15 svæðum. Þau eru helst í hlíðum og á mörkum fjalllendis og undirlendis. Stærstu<br />

skógarsvæðin eru í Morsárdal og er Bæjarstaðaskógur þeirra kunnastur vegna fegurðar og hárra,<br />

beinvaxinna trjáa. Skógur er í suður- og vesturhlíðum Skaftafellsheiðar, við Svínafell, í vesturhlíð<br />

Sandfellsheiðar og í Kvískerjum. Víða, einkum á áreyrum, er skógur að breiðast út eftir að beit létti.<br />

1 Snorri Sigurðsson og Ingvi Þorsteinsson, 2001. Birkikönnun á Íslandi. (Óbirt handrit).<br />

2 Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1971. Gróðurkort af Austur-Skaftafellssýslu í mælikvarða 1:40 000. Óútg. handrit.<br />

3 Ólafur Arnalds, o.fl., 1997. Jarðvegsrof á Íslandi. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!