17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

undan jöklinum fram á sand. Á korti Náttúrufræðistofnunar 1 , sem er hugmynd að gróðurþekju Íslands<br />

um landnám, er áætlað að nær allt undirlendi Öræfa hafi verið gróið; birkiskóglendi á miklum<br />

hluta þess og í dölum allt inn undir jökul en votlendisgróður á neðri hluta undirlendis í hreppnum.<br />

Fjalllendi hafi víða verið gróið inn undir jökul. Kortið sýnir hins vegar nánast engan gróður á<br />

Skeiðarársandi um landnám. Ekki er þó óvarlegt að draga þá ályktun að hann og ýmsir aðrir sandar<br />

hafi verið grónari um landnám en nú, sbr. greinargerð Freysteins Sigurðssonar jarðfræðings,<br />

,,Vatnabreytingar á Skeiðarársandi“. 2<br />

Í Öræfum hefur orðið mikil rýrnun gróðurs og jarðvegs og þar með landgæða eins og í öðrum<br />

byggðum landsins. Orsakirnar eru samverkandi áhrif versnandi veðurfars, náttúruhamfara og búsetu.<br />

Mikil áhrif hafði eyðing skóg- og kjarrlendis en í kjölfar hennar eyddist annar gróður og jarðvegur<br />

hans. Í Öræfum hefur Vatnajökull, með hinum tveimur stóru eldfjöllum, Öræfajökli og<br />

Grímsvötnum, verið hinn mikli örlagavaldur með eldvirkni, framhlaupi skriðjökla og jökulhlaupum.<br />

Öræfasveit hét upphaflega Ingólfshöfðahverfi en nefndist síðar Hérað eða Litlahérað til aðgreiningar<br />

frá Fljótsdalshéraði. Hérað var blómleg sveit fram á 14. öld. Þar munu hafa verið eigi<br />

færri en 24 bæir samkvæmt máldögum frá miðri öldinni og fjórar alkirkjur: Maríukirkjur á Breiðá,<br />

Hnappavöllum og Rauðalæk og Klemenskirkja á Hofi. Að auki voru hálfkirkjur í Sandfelli og Jökulfelli<br />

og samtals 11 bænhús í héraðinu. 3 Árið 1362 varð mikið eldgos í Knappafellsjökli. 4 Þeim<br />

atburðum er lýst með svofelldum orðum í annálsbrotum frá Skálholti:<br />

Elldr uppi i iij stodum fyrir sunnan ok hellz þat fra fardogum til hauz med sua myklum bysnum at<br />

eyddi allt Litla herad ok mikid af Hornafirdi ok Lons huerfi sua at eyddi .v. þingmanna leidir her med<br />

hliop Knappafellz iokull fram i sio þar sem uar xxxt diup med griotfalli aur ok saur at þar urdu sidan<br />

slettir sanndar. tok ok af ij. kirkiu soknir med ollu at Hof ok Rauda læk. Sanndrin tok i midian legg a<br />

slettu en rak saman i skafla sua at uarla sa husin. oskufall bar nordr um land sua at sporrækt uar þat<br />

fylgdi ok þersu at uikrinn saz reka hronnum fyrir Uestfiordum at uarla mattu skip ganga fyrir. 5<br />

Heiti héraðsins breyttist eftir þetta í Öræfi og Knappafellsjökull hlaut nafnið Öræfajökull. Talið<br />

er að þetta hafi verið mannskæðasta eldgos hér á landi þótt heimildum beri ekki saman um fjölda<br />

þeirra sem týndu lífi. 6 Öræfasveit hefur síðar orðið fyrir búsifjum af völdum náttúruhamfara. Árið<br />

1727 gaus Öræfajökull öðru sinni eftir landnám og einnig má nefna að árið 1698 fór jörðin Breiðá<br />

í eyði vegna ágangs vatna og jökla. 7<br />

Litlar upplýsingar eru fyrir hendi um útbreiðslu, ástand og nýtingu skóglenda á jörðum í Öræfum,<br />

og í Austur-Skaft. í heild, frá fyrri tíð. Þær er þó að finna í Ágripi af Jarðabók Ísleifs Einarssonar, sýslumanns<br />

á Felli, sem hann tók saman á árunum 1708-1709 að beiðni Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.<br />

8 Þar eru upplýsingar um skóglendi hverrar jarðar miklu knappari en yfirleitt gerist í Jarðabókinni.<br />

Þar er lítið getið um ástand skóglenda nema helst ef þau höfðu spillst eða eyðst af framgangi jökla.<br />

1 Eyþór Einarsson og Einar Gíslason, 2000: Handrit að korti Náttúrufræðistofnunar Íslands (1:500 000). Hugmynd um<br />

gróðurfar á Íslandi við landnám.<br />

2 Skjal nr. 24.<br />

3 Sigurður Þórarinsson, 1957: „Hérað milli sanda og eyðing þess.“ Andvari. Tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags. 82. ár.<br />

Reykjavík. S. 39. Hjörleifur Guttormsson, 1993: „Við rætur Vatnajökuls. Byggðir, fjöll og skriðjöklar.“ Árbók Ferðafélags<br />

Íslands. S. 54. Íslenskt fornbréfasafn 15, s. 713.<br />

4 Nafnið Knappafellsjökull mun dregið af þrem hnöppum sem rísa upp af suðurbarmi gígsins (sbr. Sigurður Þórarinsson<br />

1957, s. 36).<br />

5 Islandske Annaler indtil 1578. Útg. Gustav Storm. Kristianía 1888. S. 226.<br />

6 Hjörleifur Guttormsson 1993, s. 55.<br />

7 Hjörleifur Guttormsson 1993, s. 55-56, 81-91. Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu. 3. b. (Sigurður Björnsson: Öræfi.<br />

Bjarni Bjarnason og Gísli Björnsson: Hafnarhreppur). Reykjavík 1976. S. 53. Sbr. Ferðabók Sveins Pálssonar.<br />

Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. 2. b. Reykjavík 1983. S. 531-538.<br />

8 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 13. b. Fylgiskjöl. Reykjavík 1990. S. 417-438.<br />

35

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!