17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

stæður skoðaðar. Á sama hátt var staðnæmst á landamerkjum Núpsstaðar, samkvæmt fyrirsögn<br />

sama og nærri meintum landamerkjum Skaftafells samkvæmt ábendingu Páls A. Pálssonar, lögmanns<br />

eigenda þeirrar jarðar. Að þessu loknu var haldið til baka að Freysnesi og á leiðinni flutti<br />

Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur tölu um gróðurfar og landgæði svæðisins.<br />

Í Freysnesi stigu úr bifreiðinni Einar Jónsson lögfræðingur, Bragi Björnsson hdl., Filippus<br />

Hannesson, Núpsstað, Anna María Ragnarsdóttir og Jón Benediktsson, Skaftafelli II. Í bifreiðina<br />

komu Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Reynir Karlsson hrl., sem fóru með hagsmunagæslu tiltekinna<br />

jarða í Suðursveit.<br />

Haldið var austur þjóðveg 1 og staðnæmst á merkjum Skaftafells og Svínafells. Fram kom hjá<br />

Ólafi Björnssyni hrl. að Svínafellsmenn telji sig eiga „Krókinn“, þ.e. svæði innan við Svínafellsjökul,<br />

þ.m.t. Hrútsfjall, og að lögmaðurinn vilji breyta kröfugerð í samræmi við þetta. Áður en<br />

lengra var haldið sté Páll Arnór Pálsson, lögmaður Skaftafells II, úr bifreiðinni.<br />

Haldið var eftir gamla veginum að mörkum Svínafells og Sandfells, fram hjá Smjörsteini og<br />

staðnæmst við Markhól, á móts við Rauðakamb. Af hálfu óbyggðanefndar voru heimamenn spurðir<br />

út í nokkur örnefni. Fram kom hjá heimamönnum (Guðjóni Þorsteinssyni í Svínafelli og Erni<br />

Bergssyni á Hofi) að Tjörn ofan Hrakdæluhóla sé horfin og sama máli gegni um Eyrartagl.<br />

Jafnframt kom fram að örnefnið Réttarfalljökull sé annað heiti á Markhól. Merki hafi verið færð úr<br />

Smjörsteini til að þau væru skýrari (Guðjón Þorsteinsson). Langanes og Bakka kannast menn ekki<br />

við en telja að þar gæti verið um að ræða forn bæjarheiti. Horft var til Hrakdæluhóla í suðri en þar<br />

höfðu heimamenn komið fyrir rauðum belg til glöggvunar. Samkvæmt því eru Hrakdæluhólar<br />

nokkuð sunnarlega á sandinum, neðan við bæi. Þá kom fram hjá Guðjóni Þorsteinssyni að<br />

Hrakdæla sé heitið á lægð milli Hrakdæluhólanna. Umrædda Tjörn hafi verið að finna við Rasshóla.<br />

Einnig telja heimamenn að hluti af landi Sandfells hafi yfirfærst til Svínafells í þeim tilgangi<br />

að Svínafellið allt fylgdi síðarnefndu jörðinni. Þessu næst var ekið til baka fram hjá Smjörsteini og<br />

út á þjóðveg 1. Guðjón Þorsteinsson í Svínafelli fór úr bifreiðinni eftir að merki Svínafells höfðu<br />

verið skoðuð. Í bifreiðina komu Sigurður Björnsson í Kvískerjum og Örn Bergsson á Hofi en sá<br />

síðarnefndi var áður viðstaddur vettvangsskoðun á merkjum Svínafells og Sandfells.<br />

Næst var haldið að mörkum Sandfells og Hofs. Örn Bergsson lýsti því aðspurður að Lágey væri<br />

horfin en hefði verið til suðurs, niðri á sandinum. Sama máli gegndi um Steinhillingar (Steiney).<br />

Kotá hefði tekið þessi kennileiti. Miðjökull væri há þúfa á sandinum. Horft var að miðju Rótarfjalli<br />

og suður í hólana.<br />

Þessu næst var ekið að mörkum Hofs og Hofsness. Sigurður Bjarnason í Hofsnesi lýsti því<br />

hvernig jörð hans eigi einungis land upp í Háasker. Skoðuð var Fúaalda, Hólsgil og merkjavörður.<br />

Sigurður telur að í landamerkjabréfum Hofsness sé merkjum lýst of langt til norður, sú lýsing eigi<br />

við um jörðina Hof og hefði með réttu átt að vera í landamerkjabréfi hennar. Hluti hópsins fór upp<br />

að Háaskeri í sérútbúnum bíl. Þar var um að ræða eftirtalda: nefndarmennina Karl Axelsson, Allan<br />

V. Magnússon, Ragnheiði Bragadóttur, lögmennina Ólaf Sigurgeirsson og Ólaf Björnsson, Sigurð<br />

Bjarnason í Hofsnesi, Örn Bergsson á Hofi, Sif Guðjónsdóttur lögfræðingur, Huldu Árnadóttur lögfræðingur,<br />

Hallgerði Gunnarsdóttur laganema, og Ingva Þorsteinsson náttúrufræðing. Á Háaskeri<br />

sér víða yfir til suðurs og til norðurs í átt að Yrpugili og Gljúfursárgili. Upptök giljanna sáust þó<br />

ekki. Hjá Sigurði Bjarnasyni kom fram að lækurinn í Yrpugili komi úr jökli. Að svo búnu var haldið<br />

aftur niður á þjóðveg 1 sömu leið. Við þjóðveginn kom Gísli Jónsson á Hnappavöllum í bifreiðina.<br />

Ekið var yfir Hofsnes, Fagurhólsmýri, Hnappavelli og Kvísker og kennileiti skoðuð. Staðnæmst<br />

var á mörkum Kvískerja og Fjalls þar sem Miðaftanstind ber í skarðið á Eyðnatindi. Þá var einnig staðnæmst<br />

á mörkum Fjalls og Breiðármerkur og skyggnst yfir að Mávabyggðum og Breiðarmerkurfjalli.<br />

Vettvangsferð í Öræfum lauk síðdegis þegar haldið var yfir í Suðursveit.<br />

4.5. Skýrslutökur<br />

Við aðalmeðferð málsins voru teknar skýrslur af Sigurði Björnssyni, Kvískerjum, Filippusi Hann-<br />

33

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!