17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

30<br />

5. Fasteigna- og jarðamöt<br />

Lögð voru fram ljósrit af jarðamati 1804, 1849-1850 og 1916-1918, í vörslu Þjóðskjalasafns,<br />

sjá nánar lið L í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjal nr. 2. Um prentuð fasteigna- og<br />

jarðamöt er vísað í lið D-2.<br />

6. Bréfabækur, bréfasöfn og gerðabækur sýslumanna, hreppa og sáttanefnda<br />

Sérfræðingar Þjóðskjalasafns athuguðu gerðabækur sýslumanna og sáttanefnda, þ.e. dómaog<br />

þingabækur (dómsmálabækur, aukadómsbækur o.fl.) og sáttabækur, sjá nánar liði H og I,<br />

auk lokaorða, í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2. Ekki var hins vegar talin<br />

ástæða til að leita í bréfasöfnum sýslumanna (eða dómsskjölum) eða bréfabókum sýslumanna<br />

nema þegar sérstakt tilefni gafst. Sama máli gegnir um hreppsbækur og bréfabækur hreppstjóra<br />

og sveitarstjórna. Um prentaða dóma er vísað í lið D-3.<br />

7. Kirknaskjöl<br />

Sérfræðingar Þjóðskjalasafns athuguðu kirknaskjöl, vísitasíubækur prófasta í Austur-Skaftafellsprófastdæmi,<br />

brauðamöt og skýrslur presta um tekjur, útgjöld og ástand prestssetra 1839,<br />

sjá nánar liði C, M og P í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2.<br />

8. Vísitasíubækur biskupa<br />

Sérfræðingar Þjóðskjalasafns athuguðu fyrstu vísitasíubækur sex Skálholtsbiskupa og aðrar<br />

vísitasíur þegar tilefni var til, sjá nánar lið D í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2.<br />

9. Skjalasöfn presta og prófasta<br />

Sérfræðingar Þjóðskjalasafns athuguðu kirkjustóla og skjalabækur kirkna þegar sérstök<br />

ástæða var til, sjá nánar lið E í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2.<br />

10. Skjalasöfn stiftamtmanns, amtmanns og landshöfðingja<br />

Sérfræðingar Þjóðskjalasafns athuguðu skjöl í þessum flokki þegar sérstök ástæða var til.<br />

Þannig voru athuguð skjöl varðandi kirkjujarðasölu í skjalasafni Stjórnarráðs Íslands, skjöl í<br />

skjalasafni landshöfðingja sem varða kirkjujarðasölu, bréf varðandi byggingu þjóðjarða í<br />

skjalasafni landshöfðingja og skjöl í skjalasafni landfógeta. Ekki var hins vegar talin ástæða<br />

til að leita í bréfabókum stiftamtmanns og amtmanns, bréfum til stiftamtmanns, amtmanns og<br />

stiftsyfirvalda eða bréfasafni landshöfðingja nema þegar sérstakt tilefni gafst. Sjá nánar liði<br />

F, G, Q og S, auk lokaorða, í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2. Um prentað efni<br />

úr skjalasöfnum stiftamtmanns, amtmanns og landshöfðingja er vísað í lið D-6.<br />

11. Bréfasöfn og bréfabækur biskupa<br />

Sérfræðingar Þjóðskjalasafns litu lauslega á bréf til biskups úr Austur-Skaftafellsprófastdæmi<br />

og bréfabækur biskups, sjá nánar lið O og lokaorð í greinargerð safnsins um gagnaöflun,<br />

skjali nr. 2. Forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns – Háskólabókasafns athugaði<br />

bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem þar er varðveitt í uppskrift, sbr. skjal nr. 3. Um<br />

prentaðar bréfabækur biskupa er vísað í lið D-8.<br />

12. Klausturumboð<br />

Nær engin slík skjöl tengjast Austur-Skaftafellssýslu, sbr. lokaorð í greinargerð Þjóðskjalasafns<br />

um gagnaöflun, skjal nr. 2. Það litla sem er var lauslega athugað.<br />

13. Fornleifaskráning (yfirlit)<br />

Af hálfu óbyggðanefndar var aflað yfirlita um fornleifar á svæðinu, sjá nánar lið A-2 í greinargerð<br />

óbyggðanefndar um gagnaöflun, skjal nr. 4.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!