17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Könnun einstakra skjalaflokka skiptist á milli Þjóðskjalasafns Íslands og óbyggðanefndar samkvæmt<br />

samkomulagi þessara aðila og nánari tilgreiningu í kafla 4.3. Jafnframt var haft samstarf við<br />

Héraðsskjalasafn Austur-Skaftafellssýslu, handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns<br />

og fleiri aðila. Gagnaöflun óbyggðanefndar grundvallast á „Yfirliti um frumgögn sem könnuð<br />

eru vegna rannsóknarskyldu óbyggðanefndar“. Við samningu þess hefur óbyggðanefnd notið<br />

ráðgjafar Gunnars Friðriks Guðmundssonar sagnfræðings og starfsmanna Þjóðskjalasafns Íslands,<br />

Bjarkar Ingimundardóttur og Jóns Torfasonar. Yfirlit þetta hefur verið kynnt lögmönnum og engar<br />

athugasemdir komið fram.<br />

Leitað var eftir gömlum og nýjum nöfnum þeirra jarða sem kröfulýsing ríkisins tekur til, auk<br />

afrétta og almenninga. Jafnframt var að því hugað hvort utan kröfusvæðis ríkisins væru landsvæði<br />

sem þörfnuðust sérstakrar rannsóknar enda nær rannsóknarskylda óbyggðanefndar til alls þess<br />

svæðis sem tekið hefur verið til meðferðar, sbr. 5. mgr. 10. gr.<br />

Fyrirsvarsmönnum aðila í máli þessu var gerð grein fyrir því að þeir hefðu óskoraðan rétt til að<br />

fá upplýsingar um tilhögun gagnaöflunar á vegum óbyggðanefndar og afrit allra gagna. Jafnframt<br />

hafði óbyggðanefnd frumkvæði að því að upplýsa lögmenn um þessi atriði. Þeir gátu jafnframt bent<br />

starfsmönnum Þjóðskjalasafns eða óbyggðanefndar á gögn sem ástæða væri til að kanna.<br />

Rannsóknarskylda óbyggðanefndar dregur hins vegar ekki úr skyldu málsaðila til að afla og leggja<br />

fram þær heimildir og gögn sem þeir byggja rétt sinn á, sbr. 4. mgr. 10. gr. þjóðll. Lögmönnum/málsaðilum<br />

ber þannig að leggja sjálfstætt mat á gögn og gagnaöflun.<br />

Þau frumgögn, sem í leitirnar komu og talið var að þýðingu hefðu, voru lögð fram jafnóðum við<br />

fyrirtökur í málinu. Um nánari framkvæmd gagnaöflunar vísast til yfirlits í kafla 4.3., sjá nánar í<br />

greinargerðum Þjóðskjalasafns Íslands, handritadeildar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns<br />

og óbyggðanefndar um þetta efni, skjöl nr. 2, 3 og 4. Um afraksturinn vísast til skjalaskrár,<br />

sjá fylgiskjal nr. I, þar sem skjöl Þjóðskjalasafns og óbyggðanefndar (þ.e. undir yfirnúmerum 2 og<br />

4) eru flokkuð eftir efni og uppruna.<br />

4.3. Yfirlit yfir frumgögn sem könnuð voru<br />

A. Óprentuð frumgögn:<br />

1. Landamerkjabréf<br />

Landamerkjabók Skaftafellssýslu er á Þjóðskjalasafni og var yfirfarin af sérfræðingum<br />

safnsins, sjá nánar lið A í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2.<br />

2. Jarðabréf (á Þjóðskjalasafni)<br />

Sérfræðingar á Þjóðskjalasafni athuguðu jarðabréf í vörslu safnsins, sjá nánar lið J í greinargerð<br />

safnsins um gagnaöflun, skjali nr. 2. Sjá að öðru leyti lið D-1 (prentuð jarðabréf).<br />

3. Afsals- og veðmálabækur<br />

Sérfræðingar á Þjóðskjalasafni leituðu heimilda í afsals- og veðmálabókum í safninu (1801-<br />

1929), sjá nánar lið B í greinargerð safnsins um gagnaöflun, skjal nr. 2. Af hálfu óbyggðanefndar<br />

var aflað upplýsinga um efni síðari afsals- og veðmálabóka, í vörslu embætta sýslumanna<br />

í Vík og á Höfn, sjá nánar lið A-1 í greinargerð óbyggðanefndar um gagnaöflun, skjal<br />

nr. 4.<br />

4. Landskiptabækur<br />

Af hálfu óbyggðanefndar var aflað upplýsinga um efni landskiptabóka, í vörslu embætta<br />

sýslumanna í Vík og á Höfn, sjá nánar lið A-1 í greinargerð óbyggðanefndar um gagnaöflun,<br />

skjal nr. 4.<br />

29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!