17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

24<br />

að land það sem hugsanlega kann að koma undan jökli vestan línu milli punkta 3 og 8 og sunnan<br />

línu milli punkta 4 og 8 falli til Núpsstaðar með fullkomnum eignarrétti. Áskilinn er réttur til þess<br />

að gera slíka kröfu um land sem kemur undan jökli norðan línu milli p. 4 - p. 8, síðar.“<br />

Þá kom fram sú varakrafa í málflutningi „að draga verði austurlandmerki Núpsstaðar við jökul<br />

þar sem bein sjónlína frá punkti 1 við sjó í mið í Súlutindum, skeri jökulbrún. Jafnframt er gerð<br />

krafa um að þegar land komi undan jökli verði það að eignarlandi, enda þótt svo sé ekki nú.<br />

Kröfugerðin miðar við að þjóðlendulínan skuli fylgja jöklinum eins og hann er á hverjum tíma.“<br />

Jafnframt er krafist málskostnaðar úr hendi gagnaðila, ríkisins, samkvæmt málskostnaðarreikningi.<br />

3.3. Kröfur eigenda jarðarinnar Skaftafells II<br />

Af hálfu eigenda jarðarinnar Skaftafells II er þess krafist „að hafnað verði öllum kröfum fjármálaráðuneytis,<br />

sem fela í sér að land Skaftafellsjarða verði gert að þjóðlendu, og viðurkennt verði sem<br />

eignarland Skaftafells II allt land á svæði sem ræðst af eftirtöldum merkjum: Að vestan ræður<br />

merkjalína Núpsstaðar og Skaftafells, þ.e. lína sem dregin er frá sjó (punktur 1) á þeim stað er<br />

Súlutindar bera hver í annan, þá ráða að norðan mörk Skaftafells II og Þjóðgarðsins í Skaftafelli<br />

með línu dreginni úr Sýslusteini (punktur 2) á upphaflegum stað á Skeiðarársandi austnorðaustur í<br />

merki við Gömlutún, þar sem hún sker heimreið að Skaftafellsbæjum (punktur 3), þá eftir miðju<br />

heimreiðar í punkt sem er 380 metra austan við upphaflegan akveg að Þjónustumiðstöðinni (punktur<br />

4) og þaðan eftir línu norður í mörk þjóðgarðs sem eru 600 metra austur af merkinu við Gömlutún<br />

(punktur 5), þaðan til austsuðausturs eftir línu sem dregin er úr merkinu við Gömlutún í<br />

fremstu nöf Hafrafells og áfram í beina línu í landamerkjalínu Svínafells og Skaftafells á Svínafellsjökli<br />

(punktur 6), þaðan suðvestur í stein undir Svínafellsjökli (punktur 7), þaðan í stein ofan<br />

við þjóðveg (punktur 8) þaðan í vörðu fram í nesinu (punktur 9) og áfram í beinni línu í suðvestur<br />

til sjávar (punktur 10) en að sunnan ræður sjór merkjum.“<br />

Einnig er gerð krafa til málskostnaðar úr ríkissjóði.<br />

3.4. Kröfur eigenda jarðarinnar Svínafells<br />

Þess er krafist að viðurkennt verði að þinglýstir eigendur Svínafellstorfu, þ.e. Svínafells I, II, III og<br />

IV, „hafi beinan eignarrétt að öllu landi jarðarinnar, og að viðurkennt verði að heildarlandamerki<br />

jarðarinnar séu þessi:<br />

Jörð þessari tilheyrir allt Svínafellsfjall og Hvannadalurinn. Landamerki milli Sandfells og<br />

Svínafells eru lækjarfarvegur í miðjum Markhól (p. 8) (Réttarfalljökull) þaðan sjónhending í vörðu<br />

milli Hrakdæluhóla, (p. 7) svo er stefnan vestan við Eyrartagl (p. 6).<br />

Milli Svínafells og Skaftafells eru landamerki í Freysnesi úr stórum steini (p. 1) framan undir<br />

jöklinum og í stein ofan við veginn, (p. 2), og þaðan í vörðu fram á Nesinu (p. 3).<br />

Fjörumörk jarðarinnar milli Tangafjöru og Svínafellsfjöru eru að Fremrimenn í Hafrafelli beri í<br />

klettinn sem er næstur við Skarðið að norðan, nefnilega austanundir Skaftafellsskörðunum (p. 5).<br />

Fjörumörk milli Svínafells og Skaftafellsfjöru eru, að Svarthamranef vestan í Hafrafelli beri í<br />

lækjarfarveg í kletti, sem skagar lengst ofan á skriðu niður af Skarðatindi (p. 4).“<br />

Þá er krafist málskostnaðar úr hendi ríkissjóðs samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar, skv. framlögðum<br />

málskostnaðarreikningi að skaðlausu.<br />

„Landeigendur líta svo á að í kröfugerðinni felist jafnframt krafa um afnotarétt þeirra í þjóðlendu,<br />

að öllum venjubundnum afnotum, að fornu og nýju, komi til þess að einhver hluti landsins<br />

teljist þjóðlenda.“<br />

Við aðalmeðferð var kröfugerð fyrir Svínafell breytt á þann veg að texti kröfu er færður til samræmis<br />

við kröfulínukort. Kröfugerð að vestan nái þannig til Hrútsfjalls en þó sé Svínafellsjökull<br />

ekki undir í kröfugerð. Jafnframt sé miðað við Rauðakamb að austan til samræmis við Sandfell. Þá<br />

kemur fram að punktar 4 og 5 í texta kröfugerðar fyrir Svínafell séu einungis mið en ekki fengnir<br />

úr lýsingu landamerkjabréfs á fjörumörkum svo sem texti kröfulýsingar gerir ráð fyrir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!