17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

206<br />

Gervitunglamyndir með 10-30 m greinihæfni, aðrar en Landsat-myndir, eru oftast ekki teknar<br />

nema eftir pöntun og er því alger tilviljun ef slíkar myndir eru til af ákveðnu svæði og frá ákveðnum<br />

tíma ef slík gögn hafa ekki beinlínis verð pöntuð sérstaklega.<br />

Leit á heimasíðum og fyrirspurnir til söluaðila sumarið 2003 leiddu í ljós að einu gervitunglamyndirnar,<br />

sem til greina komu fyrir þetta verkefni voru myndir frá Landsat 7 gervitunglinu.<br />

Þó voru engar Landsat-myndir til frá árinu 1998, en aftur á móti höfðu góðar myndir verið teknar<br />

1999 og 2000.<br />

6. Myndir frá Landsat 7<br />

Gervitunglinu Landsat 7 var komið á braut umhverfis jörðu í apríl 1999. Myndatökubúnaðurinn um<br />

borð (Enhanced Thematic Mapper Plus: ETM+) tekur fjölrása myndir með 30 m greinihæfni í einstökum<br />

litböndum en með helmingi meiri greinihæfni eða 15 m í einu bandi (panchromatic band).<br />

Þetta gerið að verkum að hægt er að kortleggja fyrirbrigði á yfirborði jarðar með 10-15 m nákvæmni.<br />

Fyrir þennan tíma höfðu Landsat-gervitunglin (Landsat 1-6) 30m greinihæfni í öllum<br />

böndum og þarafleiðandi er kortunarnákvæmni þeirra helmingi minni.<br />

Landsat 7-myndir eru fjölrása, þ.e. þær eru teknar samtímis á nokkrum aðgreindum bylgjulengdaböndum<br />

eða rásum í sýnilegu og innrauðu ljósi. Með því að setja ákveðin bönd saman í eina<br />

mynd má búa til litmyndir með mismunandi upplýsingum. Algengustu litframsetningar Landsatmynda<br />

eru búnar til úr böndum 2, 3 og 4 sem tekin eru í grænu, rauðu og nærinnrauðu ljósi. Á<br />

slíkum myndum kemur gróður fram í rauðum litum. Í tölvuvinnslu myndanna er einnig hægt að<br />

reikna bandið með mestri greinihæfninni (pankrómatíska bandið) inn í hin mæliböndin og skerpa<br />

þau sem því nemur (auka greinihæfni þeirra úr 30 m í 15 m).<br />

Fyrir þetta verkefni var aflað þriggja mynda frá Landsat 7-gervitunglinu, tvær frá 1999 (28. júlí<br />

og 4. ágúst) og ein frá árinu 2000 (23. sept.). Ástæða þess að ekki voru notaðar myndir frá árinu<br />

1998 er einfaldlega sú að ekki eru til neinar nothæfar gervitunglamyndir af Vatnajökli frá þeim<br />

tíma.<br />

Allar þessar myndir verða að teljast afar góðar. Þær eru teknar að haustlagi eða síðla sumars og<br />

þær eru meira eða minna skýjalausar á jökuljaðrinum. Með því að nota þessar myndir saman fæst<br />

skýjalaus mynd af öllum jaðri Vatnajökuls í A-Skaftafellssýslu sem hægt er að draga upp útlínu<br />

jökulsins eftir.<br />

7. Vinnuferli við úrvinnslu Landsat 7-myndanna<br />

7. 1. Upprétting og vinnsla á Landsat-mynd: l71216015_01519990728<br />

Mynd l71216015_01519990728 var tekin 28. júlí 1999 og er mynd nr. 15 af braut 216. Hún er<br />

nánast skýjalaus yfir landi en nær ekki nema vestur á miðjan Skeiðarárjökul. Hinar tvær myndirnar,<br />

sem notaðar voru í þessu verkefni, voru teknar af braut 217 og ná yfir allan jökuljaðarinn í A-<br />

Skaftafellssýslu.<br />

7. 1. 1. Vinnuferli:<br />

1. Bönd 2, 3, og 4 (grænt, rautt og nær-innrautt) eru sameinuð í eina mynd.<br />

2. Myndskráin úr 1. sameinuð Pan-bandinu og greinihæfnin þar með tvöfölduð.<br />

3. Niðurstöðunni úr 1. og 2. varpað úr UTM Zone 28 með WGS 84 viðmiðun í Lambert Conformal<br />

Conic með viðmiðunina ISN93.<br />

4. Landsat myndin rétt upp DTED-landhæðarlíkani og viðmiðunarpunktum úr vegakerfinu. Auk<br />

þess var notuð upprétt og hnitasett SPOT 5-mynd norðan Vatnajökuls til þess að auka nákvæmnina.<br />

5. Hlutmynd sem nær yfir Vatnajökul klippt út úr heildarmyndinni (sjá mynd 2).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!