17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

sem snjór hylur oft jökuljaðarinn eru eingöngu þær myndir nothæfar sem teknar eru að haustlagi<br />

fyrir fyrstu snjóa og eftir að snjó síðasta vetrar hefur tekið upp í fjöllum.<br />

Þriðja atriðið sem ræður úrslitum um það hvort myndefni frá gervitunglum er nothæft eða ekki<br />

er skýjaþekjan á myndunum. Ský gleypa í sig sýnilega og nærinnrauða geislun og þess vegna eru<br />

þær myndir, sem teknar eru á þessum tíðniböndum, aðeins nothæfar þar sem þær eru skýjalausar.<br />

3. Geómetría gervitunglamynda og nauðsynlegar leiðrétting<br />

Eingöngu slétt land er rúmfræðilega rétt á gervitunglamynd. Ef land er mishæðótt kemur fram bjögun<br />

í myndinni (miðað við kort af sama svæði) vegna þess að myndin er tekin frá ákveðinni línu<br />

(braut gervitunglsins) og eru mismunandi staðir á myndinni því myndaðir undir misstóru horni eftir<br />

því hversu langt frá miðlínu hennar þeir eru. Þessi bjögun er leiðrétt með því að rétta myndirnar<br />

upp (e: orthorectify). Eftir uppréttingu er myndin orðin eins og nokkurs konar kort; þá er eins og<br />

horft sé lóðrétt ofan á myndina í hverjum punkti.<br />

Gervitunglamyndir eru réttar upp með því að varpa þeim ofan á stafræn landhæðarlíkön og með<br />

því að notfæra sér þekkta staðsetningu á ákveðnum punktum, t.d. GPS-mældum vegamótum, sem<br />

þekkjast vel á myndinni. Notast var við DTED-level 1 hæðarlíkan (DTED: Digital Terrain<br />

Elevation Data) frá Kortastofnun Bandaríkjahers (DMA: Defence Mapping Agency) en það er<br />

nákvæmasta hæðarlíkan sem til er af landinu öllu. DTED-gögnin gefa hæðarupplýsingar í neti með<br />

90 m möskvastærð en hæðarnákvæmnin er talin vera 30 m. Vegakerfið hefur nýlega verið mælt<br />

með GPS-tækni og er mælinákvæmni þeirra mælinga 5 m.<br />

Með samnýtingu þessara gagna eru gerðar nauðsynlegar rúmfræðilegar leiðréttingar á Landsat<br />

myndunum þannig að staðsetningarskekkjur í þeim verða um eða innan við ein myndeining. Eftir<br />

uppréttingu liggja myndirnar fyrir hnitsettar á hornsannri keiluvörpun Lamberts (Lambert<br />

Conformal Conic Projection) með viðmiðunina ISN-93. Þegar þessu er lokið er hægt að teikna upp<br />

úr myndunum þau atriði sem á þeim sjást og áhugi er á að kortleggja með hnitun beint af tölvuskjá.<br />

4. Jökuljaðrar og nákvæmni í kortlagningu þeirra<br />

Ekki er gerlegt að kortleggja jökuljaðra með þeirri nákvæmni sem nútímatækni býður upp á (örfáir<br />

sentímetrar). Þótt jaðar jökulsins sé sums staðar greinilegur og vel afmarkaður getur hann annars<br />

staðar, t.d. á skriðjöklum, verið hulinn aur og grjóti þannig að engin leið er að ákvarða hann<br />

nákvæmlega, jafnvel þótt menn standi ofan á honum. Í fjalllendi getur snjór hulið útlínu jökulsins<br />

þannig að einnig þar er ómögulegt að sjá hvar hún liggur. Af þessum sökum er ákvörðun á jökuljaðri<br />

alltaf háð ákveðinni óvissu jafnvel þótt menn hafi bestu gögn (vettvangsathuganir og loftmyndir)<br />

að fara eftir. Þessi óvissa er talin vera nokkrir tugir metra þar sem verst lætur.<br />

Sú nákvæmni sem hægt er að ná í kortlagningu með gervitunglamyndum er af sömu stærðargráðu<br />

og greinihæfni myndanna. Þannig er hægt að draga línuleg atriði upp af gervitunglamynd<br />

með 10-20 m staðsetningarnákvæmni ef myndpunktsstærðin er 20 m að því gefnu að þessi atriði<br />

séu skýr og afmörkuð á myndinni (t.d. skurðir eða vegir). Þetta á hins vegar ekki alls staðar við um<br />

jökuljaðra eins og áður sagði. Þess vegna má með réttu halda fram að vegna þeirrar eðlislægu<br />

óvissu sem ríkir um legu jökuljaðra sé ekki þörf fyrir nákvæmari gögn en myndir með 10-20 m<br />

greinihæfni til þess að kortleggja þá.<br />

5. Fjarkönnunargervitungl<br />

Nokkur gervitungl taka myndir með 20 m eða betri greinihæfni. Þessi tungl eru Landsat 7, SPOT,<br />

IRS, EROS, IKONOS og QuickBird. Þrjú síðastnefndu tunglin taka myndir með u.þ.b. 1 m greinihæfni<br />

en myndir þeirra eru tiltölulega litlar (um 12x12 ferkm) og dýrar þannig að jafnvel þótt þær<br />

hefðu verið til af S- og SA-hluta Vatnajökuls (sem þær voru reyndar ekki) hefði notkun þeirra verið<br />

útilokuð af fjárhagsástæðum. Auk þess er eins og áður segir ekki þörf fyrir myndir með svo mikilli<br />

greinihæfni fyrir það verk sem hér um ræðir.<br />

205

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!