17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

204<br />

V. TÆKNISKÝRSLA UNNIN FYRIR ÓBYGGÐANEFND<br />

Jaðar Vatnajökuls í Austur-Skaftafellssýslu<br />

ákvarðaður með Landsat-7 gervitunglamyndum<br />

Tækniskýrsla unnin fyrir óbyggðanefnd – nóvember 2003<br />

Kolbeinn Árnason, Landmælingar Íslands<br />

Ingvar Matthíasson, Landmælingar Íslands<br />

Oddur Sigurðsson, Orkustofnun<br />

1. Ágrip<br />

Að ósk óbyggðanefndar tókust Landmælingar Íslands og Vatnamælingar Orkustofnunar á hendur<br />

að ákvarða jaðar Vatnajökuls í Austur-Skaftafellssýslu út frá gervitunglamyndum eins og hann var<br />

sem næst 1. júlí árið 1998 er þjóðlendulögin tóku gildi.<br />

Við verkið voru notaðar þrjár myndir frá Landsat 7 gervitunglinu, tvær frá 1999 (28. júlí og 4.<br />

ágúst) og ein frá árinu 2000 (23. sept.). Ástæða þess að ekki voru notaðar myndir frá árinu 1998 er<br />

einfaldlega sú að ekki eru til neinar nothæfar gervitunglamyndir af þessu svæði frá þeim tíma. Þar<br />

sem jökullinn hreyfist mjög hægt á milli ára, nema ef til vill í einstaka jökulsporðum, er hægt að<br />

ganga út frá því að hann hafi verið eins árin 1998 og 1999 (innan óvissumarka sem eru aðeins<br />

nokkrir metrar). Um hreyfingar skriðjöklanna gildir e.t.v. annað á örfáum stöðum en um íshreyfingar<br />

á jöultungunum hafa menn sérstakar upplýsingar, s.s. vettvangsathuganir og loftmyndir.<br />

Landsat myndirnar eru með 15 m myndpunktsstærð eða greinihæfni en sú nákvæmni, sem hægt<br />

er að ná í kortlagningu með gervitunglamyndum, er af sömu stærðargráðu og myndpunktsstærðin.<br />

Þannig er hægt að draga línuleg atriði upp úr þeim með u.þ.b. 10 m staðsetningarnákvæmni að því<br />

gefnu að þessi atriði séu skýr og afmörkuð á myndinni. Þetta á hins vegar ekki alls staðar við um<br />

jökuljaðra sem eru sums staðar huldir snjó í fjöllum eða þá aur og grjóti á láglendi. Eðlislæg óvissa<br />

í legu jökuljaðarins getur verið nokkrir tugir metra.<br />

Landsatmyndirnar þrjár voru réttar upp með því að varpa þeim ofan á stafrænt hæðarlíkan af<br />

landinu (DTED: Digital Terrain Elevation Data) jafnframt því að notaðir voru mælipunktar með vel<br />

þekktri staðsetningu (GPS-mæld vegamót sem þekkjast á myndunum) við hnitsetningu þeirra. Með<br />

þessu móti er rúmfræðileg bjögun í myndunum leiðrétt þannig að staðsetningarskekkjur eru um eða<br />

innan við ein myndeining. Eftir uppréttingu liggja myndirnar fyrir í hnitakerfi á hornsannri keiluvörpun<br />

Lamberts (Lambert Conformal Conic Projection) með viðmiðunina ISN-93.<br />

Síðan er jökuljaðarinn teiknaður (hnitaður) upp úr hnitsettum og rúmfræðilega leiðréttum<br />

myndunum beint af tölvuskjá. Talið er að hnituð útlína víki ekki meira en 60 m frá réttu lagi.<br />

2. Nothæfi gervitunglamynda - helstu atriði<br />

Til eru margvíslegar gervitunglamyndir af yfirborði jarðar; þær ná yfir misjafnlega stór svæði, eru<br />

teknar á mismunandi tíðniböndum eða rásum og hafa mismikla greinihæfni. Munurinn á einstökum<br />

myndum fer eftir því hver tilgangurinn með notkun þeirra er.<br />

Greinihæfni eða myndpunktsstærð segir til um stærð þess svæðis á jörðu niðri sem svarar til sérhvers<br />

myndpunkts og er um leið mælikvarði á stærð þeirra atriða sem hægt er að greina á gervitunglamyndum.<br />

Myndpunktsstærð í gervitunglamyndum er mjög mismunandi; allt frá tæpum metra<br />

upp í marga kílómetra.<br />

Annað atriði, sem skiptir máli, er framboð á myndunum. Sum gervitungl taka myndir reglulega<br />

í hverju yfirflugi en oft þarf að panta sérstaklega myndatöku frá öðrum tunglum. Það er því hugsanlegt<br />

að þótt fjarkönnunartungl með ákjósanlega greinihæfni séu á braut umhverfis jörðu, þá séu<br />

ekki til myndir frá þeim sem teknar eru á þeim stað og tíma sem menn þurfa á að halda fyrir ákveðin<br />

verkefni. Í sambandi við þetta verkefni skiptir árstíminn, sem myndir eru teknar á, meginmáli. Þar

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!