17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

154<br />

áður var gerð grein fyrir hafa þessi réttindi verið á landsvæði sem nefnt var Breiðamerkurfjara 1854<br />

en er kallað Fellsfjara í landamerkjabréfi þeirrar jarðar 1922 og þannig innan núverandi merkja<br />

jarðarinnar Fells, sbr. mál nr. 2/2001 hjá óbyggðanefnd, Suðursveit.<br />

Heimildir benda til þess að jörðin Breiðármörk og svokallaður litli reki hafi um 1800 að hálfu<br />

verið í eigu konungs og að hálfu í eigu Gísla nokkurs Halldórssonar. Erfingjar hans virðast telja þar<br />

til eignar fram til 1876 en óljóst með hvaða rétti eða hvað varð eftir þann tíma. Hluti konungs er<br />

seldur 1836 og á sama hátt óljóst hvað um hann varð.<br />

Með hliðsjón af umfjöllun um Jökulsá í lögfestu Hofsmanna, meintri helmingseign Hofsmanna<br />

í Breiðármörk og vísbendingum um að hreppamörk hafi verið í Jökulsá er hugsanlegt að í samningnum<br />

1854 hafi falist skipting Breiðármerkur á milli Hofs og Fells. Í lögfestu Hofsmanna 1851<br />

er þannig tekið fram að réttur þeirra nái til hálfrar jarðarinnar en 1854 verður ekki annað séð en að<br />

réttur þeirra nái til alls þess landsvæðis sem þá er talið til Breiðármerkur. Land Breiðármerkur á<br />

milli Breiðár og Jökulsár kann þannig að hafa verið sameinað Felli og merki þessara jarða færð úr<br />

Jökulsá og í Breiðá. Fellsmenn hafi þannig fengið hluta Breiðármerkur skipt út. Um það verður þó<br />

ekkert fullyrt og hugsanlegt er að samkomulagið hafi fjallað um merki Fells og Breiðármerkur allrar.<br />

Réttur Hofsmanna til slíkrar ráðstöfunar hefði þá grundvallast á helmingseign þeirra í jörðinni,<br />

skiptri eða óskiptri. Tekið skal fram að svæðið á milli Breiðár og Jökulsár er til meðferðar í máli<br />

nr. 2/2001, Suðursveit. Heimildir Hofs- og Fellsmanna verða hvorki raktar til konungs né Gísla<br />

Halldórssonar og um sama leyti og síðar gera erfingjar Gísla ráðstafanir til að tryggja meinta<br />

hagsmuni sína. Þá bendir lögfesta Fellsmanna frá 1851 ekki til þess að þeir hafi getað fært fram<br />

heimildir fyrir tilkalli sínu, aðrar en „óátalda brúkun og yrkingu“. Jafnframt er óljóst um afdrif<br />

meintrar eignarhlutdeildar Hofsmanna. Af hálfu eigenda Kvískerja og Fells hefur þeim skilningi<br />

verið lýst að í samningi Hofsmanna og Fellsmanna 1854 hafi falist að Hofsmenn hafi selt Fellsmönnum<br />

eignarhluta sinn, þ.e.a.s. konungshlutann. Hinn helmingur jarðarinnar, þ.e. bóndahlutinn,<br />

hafi hins vegar áfram verið í eigu Halldórs Gíslasonar.<br />

Af framangreindum landamerkjabréfum Breiðármerkur og Fells, Hofs (Fjalls) og Fells verður<br />

ekki séð að árið 1922 hafi nokkur komið fram sem eigandi Breiðármerkur eða handhafi réttinda á<br />

því svæði, gagnvart hreppi eða þinglýsingaryfirvöldum.<br />

Eignartilkall eigenda Kvískerja grundvallast á því að árið 1937 selur Björgvin Vigfússon, Birni<br />

Pálssyni á Kvískerjum hálfa Breiðármörk og hálfa fjöruna með reka, á þeim grundvelli að hann hafi<br />

„... síðan 1910, átölulaust af öllum, hirt afgjald af landi hálfrar Breiðumerkur í Hofshreppi í Austur-<br />

Skaftafellssýslu, eins og það var til forna, svo og afgjald af hálfri Breiðamerkurfjöru, sem er<br />

níuhundruð faðma tólfræð að lengd - frá ábúandanum Birni Pálssyni bónda á Kvískerjum ...“<br />

Jafnframt lýsir Björgvin kaupandann, Björn Pálsson, réttan eiganda að hálfri Breiðumörk ásamt<br />

hálfri Breiðumerkurfjöru með reka „átölulaust af mér og mínum erfingjum“, eins og það er orðað<br />

í afsalinu. Afsali þessu var þinglýst án athugasemda. Ekkert liggur fyrir um heimild Björgvins<br />

Vigfússonar til þessa framsals en eiginkona hans mun hafa verið dóttir framangreinds Einars<br />

Gíslasonar, eins af afkomendum Gísla Halldórssonar.<br />

Heimildir eru um að bóndinn á Kvískerjum hafi greitt afkomendum Gísla Halldórssonar leigu<br />

fyrir öll afnot og brúkun af hálfri Breiðármörk, sbr. yfirlýsingu Einars Gíslasonar um það efni frá<br />

1876 fyrir sína hönd og samerfingja enda væri eigi kunnugt um að Gísli hefði „nokkurn tíma selt<br />

eða gefið frá sér eða sínum erfingjum“. Tekið er fram að þar muni nú eigi vera orðið annað en „lítilfjörleg<br />

grasnyt og eggvarp, sem og reki 6 álna tré og minni er reki á Breiðamerkurfjöru“. Auk<br />

eignartilkalls, sem byggist á athugasemdalausu afsali frá 1937, telur óbyggðanefnd ljóst af gögnum<br />

málsins, þ. á m. fram komnum skattframtölum allt frá 1937, að eigendur jarðarinnar Kvískerja hafa<br />

frá árinu 1937 talið hálfa jörðina Breiðármörk, eins og hún er afmörkuð í máli þessu, sína eign, nýtt<br />

hana í samræmi við eignarhlutdeild sína, að svo miklu leyti sem hún var nýtanleg, og greitt af henni<br />

skatta og gjöld. Hvað sem öllu framangreindu líður telur óbyggðanefnd því að eignartilkall þeirra<br />

til 50% eignarhluta í jörðinni styðjist jafnframt við fullnaða hefð, sbr. 2. gr. hefðarlaga, nr. 46/1905.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!