17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

152<br />

en ekki fjallað sérstaklega um réttindi til fjörunnar eða austurmerki hennar. Notkun hugtaksins<br />

„initjar“ bendir þó fremur til þess að fjaran hafi verið talin tilheyra Felli. Eigendur og ábúendur<br />

Hofs „njóti alls“ vestan megin við Breiðá og framangreindrar stefnulínu, „Fjalls og fjöru á milli“<br />

og svo langt vestur sem „treysti sér land að helga“.<br />

Hér ber þess að geta að Breiðá rann 6-7 km vestan við Jökulsá, áður en hún braut sér leið í<br />

Fjallsá 1954 og færðist þannig vestar eins og nú er. Óljóst er hvar Jökulsá hefur runnið að fornu en<br />

um 1900 er hún á svipuðum slóðum og nú er enda þótt Jökulsárlón hafi stækkað.<br />

Merkjum Fjalls og Breiðármerkur er ekki lýst fyrr en í umfjöllun um Fjall í landamerkjabréfi<br />

Hofs, dags. 15. júlí 1922 og þingl. samdægurs. Landamerkjum og fjörumörkum er þar lýst með<br />

eftirfarandi hætti: „Hærri þúfan á Máfabyggðum skal bera austan í Múlahöfuðið sem er fremst austan<br />

á Breiðamerkurfjalli ...“ Múlahöfuðið liggur við jaðar Breiðamerkurjökuls. Samkvæmt þessu<br />

eru Fjallsfit og Breiðármerkurfjall Fjallsmegin við merkin. Bréf Hofs er áritað af Ara Hálfdánarsyni<br />

vegna merkja „Fjallslands og Breiðármerkurlands“. Ekki kemur fram í hvaða umboði Ari Hálfdánarson<br />

áritar bréfið að þessu leyti en hann var hreppstjóri Hofshrepps og ábúandi á Fagurhólsmýri.<br />

Jafnframt mun hann hafa verið meðal eigenda Kvískerja og skrifar upp á þetta sama bréf vegna<br />

fjöru- og landamerkja Kvískerja og Fjallslands sem slíkur ásamt tveimur meðeigendum sínum. Í<br />

„landamerkjaskrá milli Fells í Borgarhafnarhreppi og Breiðumerkur í Hofshreppi“, dags. 13. maí<br />

1922 og þingl. 13. og 15. júlí sama ár, er engin lýsing á mörkum Breiðármerkur við Fjall. Bréfið er<br />

þó áritað af framangreindum Ara Hálfdánarsyni, í embættisnafni sem hreppstjóra Hofshrepps.<br />

Merkjum Breiðármerkur og Fells er lýst í „landamerkjaskrá milli Fells í Borgarhafnarhreppi og<br />

Breiðumerkur í Hofshreppi“, dags. 13. maí 1922 og þingl. 13. og 15. júlí sama ár. Þar er land- og<br />

fjörumörkum lýst þannig að vörðu á graskolli á fjörunni, vestanhalt við hornið á Nýgræðunum, eigi<br />

að bera austast í Hálfdánaröldu uppi undir jökli og í Kaplaklif í Máfabyggðum og sé það allt bein<br />

lína. Þetta eru einnig sögð mörk milli Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps og það eru hreppstjórar<br />

þeirra sem árita skrána, Ari Hálfdánarson og Stefán Jónsson, í embættisnafni. Ekki er ritað undir<br />

skrána í nafni Breiðármerkur eða Fells. Þessi merki virðast á svipuðum slóðum og farvegur Breiðár<br />

fram til 1954.<br />

Í landamerkjaskrá fyrir Fellslandi, dags. 1. maí 1922 og þingl. 13. júlí 1922, er „Landa- og<br />

fjörumörkum að vestan milli Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps“ lýst með sama hætti og sé það<br />

„bein lína á milli Fells og Breiðumerkurlanda og fjörumörk“. Undir það bréf rita Þorsteinn Arason,<br />

eigandi að 7/12 hluta Reynivalla og Sigurður Sigurðarson, báðir ábúendur á Reynivöllum sem eru<br />

næsta jörð við Fell til austurs og að auki Gísli og Jón Bjarnasynir, að líkindum eigendur Uppsala<br />

og Fells. Samkvæmt framangreindu er ekki að sjá að ritað sé undir skrána í nafni Breiðármerkur.<br />

Jafnframt verður ekki ráðið af bréfinu að land Breiðármerkur sé með einhverjum hætti talið<br />

tilheyrandi Felli. Eldri lýsingar á vesturmörkum jarðarinnar Fells eru ekki fyrir hendi.<br />

Samkvæmt framangreindu skipti Breiðá landi milli Breiðármerkur og Fells 1854, hvernig sem<br />

því var farið áður. Fjörumerkjum milli Fjallsfjöru og Breiðármerkurfjöru er sérstaklega lýst en þau<br />

virðast á mjög svipuðum slóðum. Fjallsfjara skyldi þannig vera fyrir landi Breiðármerkur og<br />

Breiðármerkurfjara fyrir landi Fells. Þessi merki verða þó deiluefni milli eigenda Hofs og Eyjólfs<br />

Runólfssonar, eiganda Fells og Skálholtsrekans á Breiðamerkurfjöru að meira eða minna leyti, á<br />

árunum 1915-1916. Eyjólfur hélt því fram að Breiðamerkurfjara næði að Hnappavallafjöru en því<br />

mótmæltu Hofsmenn vegna Fjallsfjöru. Í sáttargerðinni 1854 er ekki fjallað um austurmerki Breiðármerkurfjöru,<br />

gagnvart Fellsfjöru. Ýmis dæmi eru þess í Öræfum að fjörumörk fari ekki saman við<br />

lýsingu landamerkja. Árið 1922 er aftur miðað við að Breiðá skipti löndum og fjörum milli Breiðármerkur<br />

og Fells en gagnvart Fjalli er dregin lína á milli Mávabyggða og Múlahöfuðs. Breyting virðist<br />

hins vegar gerð á fjörumörkum og nú er Breiðármerkurfjara fyrir landi Breiðármerkur en Fjallsfjara<br />

og Fellsfjara sín hvorum megin við hana, fyrir löndum Fjalls og Fells.<br />

Lýsing landamerkjabréfanna á norðurmörkum þarfnast nánari athugunar. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!