17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

landamerkjabréfs jarðarinnar og landamerkjabréfa aðliggjandi jarða. Eignarréttur Kvískerjabræðra<br />

byggist á þinglýstu afsali til föður þeirra frá Björgvini Vigfússon sýslumanni á Efra-Hvoli. Eignartilkall<br />

Björgvins hafi byggst á hefð, auk þess sem hann hafi fengið þessa jörð með konu sinni.<br />

Kvískerjamenn hafi verið með hálfa Breiðumörk undir frá 1876, fyrst á leigu en samkvæmt afsali<br />

frá 1937. Í sáttargerð Hofs- og Fellsmanna 1854 hafi falist að Fellsmenn eigi helming Breiðármerkur.<br />

Hreppstjórar hafi haft fullt umboð til að ganga frá landamerkjabréfum, þeim hafi verið<br />

þinglýst og þau ágreiningslaus í 80 ár, bæði sem hreppamörk og landamerki. Enn fremur er vísað<br />

til landnáms, skipulags smölunar og venjuréttar.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Breiðármörk er rakin í kafla 6.10. Þar<br />

kemur fram að Breiðármerkur er getið í heimildum allt frá 14. öld. Af þessum heimildum verður<br />

ráðið að upphaflega hefur verið um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða, sbr. umfjöllun um hugtakið<br />

jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt eru fremur líkur til þess að landsvæði<br />

það, sem hér er til umfjöllunar, sé innan upphaflegs landnáms í Austur-Skaftafellssýslu og að numið<br />

hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún, að minnsta kosti, sbr. kafla 10.2.<br />

Framskrið Breiðamerkurjökuls og ágangur vatna, svo sem að framan er lýst, hefur valdið því að<br />

þrjár jarðir undan jöklinum hafa farið í eyði, Breiðármörk fyrir lok 17. aldar, Fjall örugglega í lok<br />

17. aldar en trúlega fyrr og Fell í Suðursveit í lok 19. aldar.<br />

Elstu heimildir um Breiðármörk lýsa ekki merkjum en af heimildum um jörðina Fjall, næstu<br />

jörð austan Breiðármerkur, má ráða að Fjallsfit og Breiðármerkurfjall hafi talist til hinnar síðarnefndu.<br />

Eftir að þessar tvær jarðir fóru í eyði virðist land þeirra hafa verið nytjað annars staðar frá<br />

en mörk jarðanna orðið óljós ekki síðar en á 17. öld. Þannig eru Fjall og Fjallsfit t.d. sögð upp af<br />

Breiðamerkurfjöru í vísitasíum Brynjólfs Sveinssonar og Jóns Vídalíns 1641 og 1706. Í Jarðabók<br />

Ísleifs Einarssonar 1709 eru Fjall og Fjallsfit sögð í Breiðármerkurlandi en fjara fyrir landinu nefnd<br />

Fjallsfjara. Sökum framskriðs jökuls og ágangs vatna var lítið orðið eftir af þessum jörðum svo sem<br />

áður greindi og helst að not mætti hafa af fjörunni auk beitar.<br />

Fyrstu lýsingar á merkjum Breiðármerkur er að finna í lögfestum Hofs- og Fellsmanna frá 1851<br />

og samningi sömu aðila 1854. Vorið 1851 lögfestu Hofsmenn þannig rétt sinn til jarðarinnar Fjalls<br />

og hálfrar jarðarinnar Breiðumerkur, sem þeir sögðu liggja austur að Fellslandi, vestan Jökulsár,<br />

með tilheyrandi fjöru o.s.frv. Eðlilegt er að skilja lögfestu Hofsmanna þannig að þeir hafi talið land<br />

og fjöru jarðarinnar Breiðármerkur ná austur að Jökulsá þar sem land Fells hafi tekið við og að<br />

Hofsmenn hafi talið sig eiga helming jarðarinnar Breiðármerkur, í óskiptu. Þá um sumarið brugðust<br />

Fellsmenn við með því að lögfesta rétt sinn til landsvæðisins á milli Jökulsár og vestur að Breiðá.<br />

Jörðin Breiðármörk er ekki nefnd á nafn en gert ráð fyrir að land Fells nái vestur að „Breiðamerkur<br />

á“. Sama áin skyldi skilja á milli Fjallsfjöru, að vestanverðu, og Breiðamerkurfjöru að austanverðu,<br />

jafnframt því að skipta löndum milli „Fellsins og Öræfa“.<br />

Samkvæmt því sem að framan er rakið greindi Hofsmenn og Fellsmenn á um landamerki Fells<br />

og Breiðármerkur og fjörumörk sömu jarða. Samkvæmt lögfestu Hofsmanna skyldu landamerki<br />

Fells og Breiðármerkur vera í Jökulsá en samkvæmt lögfestu Fellsmanna skyldu þau vera vestar,<br />

þ.e.a.s. í Breiðá. Samsvarandi ágreiningur var um fjörumerki jarðanna. Samkvæmt lögfestu Hofsmanna<br />

var Breiðamerkurfjara fyrir landi Breiðármerkur, austurmerki fjörunnar í Jökulsá en vesturmerki<br />

ótilgreind. Samkvæmt lögfestu Fellsmanna var Breiðármerkurfjara hins vegar ítak fyrir landi<br />

Fells og vesturmerki hennar í Breiðá en ekki kemur fram hvort Fellsmenn töldu austurmerki fjörunnar<br />

í Jökulsá eða annars staðar.<br />

Ágreiningi þessum lyktar með því að árið 1854 semja eigendur jarðanna Fells og Hofs um að<br />

Felli í Suðursveit skuli tilheyra „öll grasnit initjar og virkilegur eignarréttur“ austan við mörk<br />

Fjallsfjöru og Breiðamerkurfjöru, beina stefnu úr fjörunni og í Svörturák á jöklinum, upp undan<br />

Breiðá og undan hvorri hún rennur. Á þessu svæði eru aurrákir í jöklinum og má telja líklegt að<br />

Svartarák sé ein þeirra. Samkvæmt sáttargerðinni var Breiðármerkurfjara þannig fyrir landi Fells<br />

151

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!