17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

148<br />

um Kvískerja og Fjallslands er tekin upp í „landamerkjaskrá milli Fells í Borgarhafnarhreppi og<br />

Breiðumerkur í Hofshreppi“, dags. 13. maí 1922 og þingl. 13. og 15. júlí sama ár.<br />

Samkvæmt framangreindu voru fjörumörk á milli Fjallsfjöru og Breiðarmerkurfjöru í Breiðár<br />

1854 og Fjallsfjara þannig fyrir landi Breiðármerkur en óljóst hversu langt til vesturs. Fjörumörk á<br />

þessu svæði verða deiluefni milli eigenda Hofs og Eyjólfs Runólfssonar, eiganda Fells og Skálholtsrekans<br />

á Breiðamerkurfjöru að meira eða minna leyti á árunum 1915-1916. Eyjólfur hélt því<br />

fram að Breiðamerkurfjara næði að Hnappavallafjöru en því mótmæltu Hofsmenn vegna Fjallsfjöru.<br />

Ýmis dæmi eru þess í Öræfum að fjörumörk fari ekki saman við lýsingu landamerkja. Árið<br />

1922 er gerð breyting á fjörumörkum og nú er Fjallsfjara fyrir landi Fjalls og Breiðármerkurfjara<br />

fyrir landi Breiðármerkur í stað þess að vera fyrir landi Fells áður. Landamerkjum Fjalls er ekki lýst<br />

fyrr en 1922 og þá lögð að jöfnu við fjörumörk.<br />

Norðurmerki Fjalls, gagnvart Vatnajökli, þarfnast sérstakrar athugunar. Í kröfugerð eigenda<br />

Hofs vegna Fjalls er gert ráð fyrir að merki jarðarinnar að vestan- og austanverðu nái inn á Vatnajökul.<br />

Að vestanverðu liggi merkin yfir austanverðan Fjallsjökul, í stefnu á Miðaftanstind og<br />

Eyðnatind. Að austanverðu liggi merkin frá sjó, yfir vestanverðan Breiðamerkurjökul og í Múlahöfuðið,<br />

í stefnu á Mávabyggðir. Þannig séu hlutar Fjallsjökuls og Breiðamerkurjökuls innan<br />

merkja jarðarinnar.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að af landamerkjabréfi Hofs (Fjalls) megi ráða að tekin sé stefna af<br />

Miðaftanstindi og Múlahöfði og framangreind landamerki Fjalls nái að jökulrönd fremur en að þau<br />

liggi yfir Fjallsjökul og Breiðamerkurjökul. Þessu til stuðnings má jafnframt vísa til þess að mörkum<br />

gagnvart jökli er ekki lýst að öðru leyti. Jökullinn hefur afmarkað það land, sem máli skipti,<br />

með svo augljósum hætti að ekki var talið þurfa umfjöllunar við.<br />

Krafa eigenda Hofs vegna Fjalls um að merki Fjalls og beinn eignarréttur nái inn á Vatnajökul,<br />

þ.e. til hluta Fjallsjökuls og Breiðamerkurjökuls, verður því ekki talin geta stuðst við lýsingu landamerkja<br />

en um önnur þau atriði sem kröfu þessa varða er fjallað síðar.<br />

Í kjölfar þess að ný landamerkjalög taka gildi 1919 er gert landamerkjabréf fyrir jörðina Hof og<br />

um leið Fjallsland. Eldri heimildir um merki jarðarinnar Fjalls eru bæði litlar og óljósar en mæla<br />

þó ekki gegn lýsingu landamerkjabréfsins. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur jafnframt að líta verði til þess að<br />

land á þessu svæði er afmarkað af jöklum hið efra og sjó hið neðra.<br />

Landamerkjabréf Hofs (Fjalls) er áritað af hreppstjóra Hofshrepps vegna merkja „Fjallslands og<br />

Breiðármerkurlands“ án þess þó að það embætti sé tilgreint og fyrirsvarsmenn Kvískerja árita bréf<br />

Hofs um samþykki sitt að því er varðar „fjöru og landamörk milli Tvískerja og Fjallslands“.<br />

Landamerkjabréf Kvískerja er áritað af hálfu fyrirsvarsmanna Hofs „að því er snertir fjörumörk<br />

milli Tvískerjafjöru og Fjallsfjöru...“ Fyrrnefnda bréfið er frá 1922 en hið síðarnefnda frá 1890.<br />

Landamerkjabréf Hofs (Fjalls) er þinglesið, fært í landamerkjabók og á því byggt síðan um merki<br />

Fjallslands án þess að séð verði að fram hafi komið athugasemdir yfirvalda eða ágreiningur við<br />

nágranna. Þetta bendir allt til þess að lýsing merkja hafi verið í samræmi við það sem almennt var<br />

talið gilda. Jafnframt er ljóst að eigendur Hofs vegna Fjalls hafa um langa hríð haft réttmætar<br />

ástæður til að vænta þess að merkjum sé þar rétt lýst.<br />

Af framangreindum landamerkjabréfum Breiðármerkur (og Fells), Hofs (Fjalls) og Kvískerja<br />

verður ekki séð að árið 1922 hafi nokkur komið fram sem eigandi Fjalls eða handhafi réttinda á því<br />

svæði, gagnvart hreppi eða þinglýsingaryfirvöldum.<br />

Kemur þá til skoðunar hvort land innan framangreindra merkja hafi mismunandi eignarréttarlega<br />

stöðu.<br />

Hér er að framan rakið hvernig land á Breiðármerkursandi hefur horfið undir Breiðamerkurjökul<br />

uns ekkert var eftir annað en Breiðamerkurfjall og mjó landræma á Breiðamerkursandi.<br />

Ástæða til að gera einnig nokkra grein fyrir gróðurfari á síðustu áratugum. Breiðamerkurfjall er<br />

allvel gróið og þar er gróður fjölbreyttari en í öðru fjalllendi Öræfanna; mosaþembu-, snjódælda-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!