17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

146<br />

10.10. Fjall<br />

Hér verður fjallað um land innan merkja eyðijarðarinnar Fjalls svo sem þau verða ráðin af heimildum.<br />

Að Fjalli liggja Kvísker að suðvestan og Breiðármörk að norðaustan. Suðaustan við Fjall er<br />

hafið og að vestan- og norðanverðu eru Öræfajökull, Fjallsjökull og Breiðamerkurjökull. Á milli<br />

tveggja síðastnefndu jöklanna er Breiðamerkurfjall og við jökuljaðrana eru annars vegar Breiðárlón<br />

og hins vegar Fjallsárlón. Breiðamerkurfjalli er skipt í Framfjall og Múla, með Jökuldal fyrir miðju.<br />

Á Framfjalli eru m.a. Miðaftanstindur (618 m) og Eyðnatindur (788 m) en í Múlanum eru m.a.<br />

Múlaegg (928 m) og Breiðamerkurmúli (734 m). Neðan við Breiðamerkurfjall er flatt undirlendi,<br />

Breiðamerkursandur. Minnsta fjarlægð frá sjó til jökulrandar er um 8 km en mesta fjarlægð 13 km.<br />

Líkur eru á að við landnám hafi Öræfajökull og skriðjöklar hans, sérstaklega Breiðamerkurjökull,<br />

legið norðar en nú er, sbr. kafla 5.4. Talið er að skömmu eftir 1700 hafi Breiðamerkurjökull<br />

og Fjallsjökull náð saman við Breiðamerkurfjall og fjallið því orðið umlukið jökli. Á tímabilinu<br />

1890-1900 lá Breiðamerkurjökull sunnar en nokkru sinni fyrr eftir að ísöld lauk. Breiðamerkurjökull<br />

og Fjallsjökull munu ekki hafa skilist að fyrr en 1946. Ástæða er þannig til að ætla að land<br />

á núverandi Breiðármerkursandi hafi horfið undir Breiðamerkurjökul uns ekkert var eftir annað en<br />

Breiðamerkurfjall og mjó landræma á sandinum.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína í Öræfum frá jökulrönd Fjallsjökuls og þangað sem<br />

hæsta nef á Miðaftanstindi á Breiðamerkurfjalli ber í mitt skarðið efst á Eiðnaskarðstindi í sama<br />

fjalli þar sem landamerki Kvískerja byrja við ströndina að austanverðu. Kröfugerðin gerir ráð fyrir<br />

að land austan við þessa línu og allt að endimörkum þess landsvæðis, sem til umfjöllunar er í þessu<br />

máli, sé þjóðlenda. Á móti hafa þinglýstir eigendur jarðarinnar Hofs, vegna Fjalls, lýst kröfu um<br />

beinan eignarrétt að þeim hluta þessa landsvæðis sem samkvæmt landamerkjabréfi Hofs frá 15. júlí<br />

1922 falli innan landamerkja Fjalls, að jökulrönd eins og hún er á hverjum tíma. Kröfum íslenska<br />

ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1.1. og kröfum gagnaðila í kafla 3.9.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. kafla 7, er því haldið fram að ekkert landamerkjabréf sé til fyrir<br />

jörðina Fjall og að þar hafi ekki verið rekinn búskapur í um 600 ár. Þær merkjalýsingar, sem til<br />

grundvallar séu lagðar, séu fjörumörk enda hafi það verið einu mörkin sem skiptu máli þar sem í<br />

fjörunni fólust einu verðmætin, rekaréttur. Fjall sé landnámsjörð og beinn eignarréttur að heimalandi<br />

jarðarinnar grundvallist því á námi. Líklegt sé að jörðin hafi eyðilagst og lagst í eyði milli<br />

1343 og 1387 en til séu máldagar fyrir Hof frá þeim árum. Í þeim fyrri sé Hof ekki tengt Fjalli en<br />

í þeim síðari sé Fjall komið undir Hof. Í millitíðinni, 1362, hafi gosið, jörðin eyðilagst og beinn<br />

eignarréttur þá fallið niður. Sú eign, sem eftir hafi staðið og verið innlimuð til afnota Hofsmanna,<br />

sé upprekstrarréttur í Breiðamerkurfjalli, beit í Fjalls fit og reki á Fjallsfjöru. Orðalag í heimildum<br />

styðji þennan skilning. Engin ótvíræð eignarskjöl séu nú til um land Fjalls.<br />

Af hálfu þinglýstra eigenda Hofs vegna Fjalls, sbr. kafla 8.3.-8.4., er byggt á afsölum og eldri<br />

heimildum, þ. á m. máldaga Hofskirkju frá 1387 og lögfestu frá 1851. Landamerki jarðarinnar séu<br />

mjög gömul en hennar sé getið í Landnámu. Land Fjalls hafi verið nýtt af Hofsbændum eins og<br />

mögulegt og hagkvæmt hafi verið. Hofskirkja hafi eignast jörðina og beinn eignarréttur hafi ekki<br />

fallið niður. Landamerkjabréf jarðarinnar sé hluti af landamerkjabréfi Hofs. Í því felist að jörðin<br />

Fjall sé í raun hluti af jörðinni Hofi. Fjall sé eign Hofsmanna með öllum gögnum og gæðum. Enn<br />

fremur er vísað til atriða eins og landnáms, hefðar, umráða og nýtingar, greiðslu lögboðinna gjalda<br />

af jörðinni, athugasemdalausra þinglýsinga og fyrirkomulags smölunar.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Fjalli er rakin í kafla 6.9. Þar kemur<br />

fram að Fjalls er getið í heimildum allt frá 13. öld en sagnir um búsetu þar má rekja aftur til 9. aldar.<br />

Af heimildum verður ráðið að upphaflega hefur verið um sjálfstæða jörð að ræða, sbr. umfjöllun<br />

um hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt eru fremur líkur til þess að<br />

landsvæði það, sem hér er til umfjöllunar, sé innan upphaflegs landnáms í Austur-Skaftafellssýslu<br />

og að numið hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún, að minnsta kosti, sbr. kafla 10.2.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!