17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þeirri niðurstöðu, sbr. kafla 9.3., að þegar merki jarðar eru miðuð við jaðar jökuls og þeim því ekki<br />

lýst nema að takmörkuðu leyti í landamerkjabréfi beri að miða við stöðu jökuljaðarsins við gildistöku<br />

þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll. Um réttarstöðu þess jökulsvæðis ofan Hnappavalla,<br />

sem til meðferðar er í máli þessu, vísast til kafla 10.12.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins hefur ekki verið sýnt fram á að land innan tilgreindra landamerkja<br />

jarðarinnar Hnappavalla sé þjóðlenda. Rannsókn óbyggðanefndar leiðir einnig til þeirrar niðurstöðu<br />

að þar sé um eignarland að ræða, sbr. einnig umfjöllun í kafla 9.6., án þess þó að tekin sé afstaða<br />

til þess hver fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli eignarlanda, sbr. 7. gr. laga nr.<br />

58/1998.<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land jarðarinnar Hnappavalla, svo sem því er að framan<br />

lýst, að jökuljaðri eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, teljist ekki til<br />

þjóðlendu í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga nr. 58/1998.<br />

10.9. Kvísker<br />

Hér verður fjallað um landsvæði það sem afmarkað er í landamerkjabréfi Kvískerja, dags. 28. apríl<br />

1890 og þingl. 5. maí sama ár.<br />

Að Kvískerjum liggja jarðirnar Hnappavellir að vestan og Fjall að austan. Að sunnanverðu er<br />

hafið og að norðan liggur Öræfajökull ásamt skriðjöklum sínum, Fjallsjökli, Hrútárjökli og Kvíárjökli.<br />

Skörp skil eru á milli undirlendis og fjalllendis fyrir landi Kvískerja eins og víðast annars<br />

staðar í Öræfum. Undirlendið er marflatt en fjalllendið að jafnaði 600-700 m hæð. Rætur fjalllendisins<br />

eru í um 4 km fjarlægð frá sjó. Við jökulröndina hækkar landið, vestast eru Vatnafjöll (955<br />

m) en austar Rótarfjallshnúkur (1026 m), Múlahyrna (1039 m) og Ærfjall (hæsti tindur 1093 m),<br />

innikróað á milli Fjallsjökuls og Hrútárjökuls. Minnsta fjarlægð frá sjó til jökulrandar er um 3 km<br />

en mesta fjarlægð um 8 km.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína með fram jaðri Kvíárjökuls þar til framarlega við<br />

Vatnafjöll að dregin er lína frá jökuljaðrinum yfir í Múla, fyrir norðan Múlagljúfur, að rönd Hrútárjökuls,<br />

með fram henni og Fjallsjökuls. Á móti hafa eigendur jarðarinnar Kvískerja lýst kröfu um<br />

beinan eignarrétt yfir sama landsvæði, að jökulrönd eins og hún er á hverjum tíma. Krafa þessi<br />

tekur einnig til Ærfjalls. Kröfum íslenska ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1.1. og kröfum gagnaðila í<br />

kafla 3.8.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. kafla 7, er því haldið fram að austur- og vesturmörk jarðarinnar<br />

komi í jökul en engin landamörk séu skráð til fjalla. Spurning sé hins vegar hvort jörðinni tilheyri<br />

land að fjöllum, upp á fjöll eða jafnvel efst á Öræfajökul. Landeigandi beri hallann af svo óvandaðri<br />

lýsingu enda hvíli sönnunarbyrðin á þeim sem haldi fram eignarrétti. Við kröfulýsingu um<br />

þjóðlendumörk verði þannig að miða við að innan eignarlands verði það land sem talist geti í heilsársnotum<br />

með tilliti til staðhátta, gróðurfars og hæðar yfir sjó.<br />

Þinglýstir eigendur Kvískerja, sbr. kafla 8.3.-8.4., byggja á skiptayfirlýsingu, dags. 1. mars 1994<br />

og 23. júní 2000, sem aftur byggist á eldri heimildum, sbr. og veðbókarvottorð. Enn fremur er vísað<br />

til atriða eins og landamerkjabréfs jarðarinnar, landnáms, hefðar, umráða og nýtingar, greiðslu lögboðinna<br />

gjalda af jörðinni, athugasemdalausra þinglýsinga og fyrirkomulags smölunar.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Kvískerjum er rakin í kafla 6.8. Þar<br />

kemur fram að Kvískerja er getið í heimildum allt frá 14. öld. Af þeim verður ráðið að um sjálfstæða<br />

jörð hefur verið að ræða, sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

Jafnframt eru fremur líkur til þess að landsvæði það, sem hér er til umfjöllunar, sé innan<br />

upphaflegs landnáms í Austur-Skaftafellssýslu og að numið hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi<br />

jökulbrún, að minnsta kosti, sbr. kafla 10.2.<br />

Fyrstu lýsinguna á landamerkjum Kvískerja er að finna í landamerkjabréfi jarðarinnar, dags. 28.<br />

apríl 1890 og þingl. 5. maí sama ár. Þar kemur fram að vesturmörk hennar, gagnvart Hnappavöll-<br />

143

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!