17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Að Hnappavöllum liggja jarðirnar Fagurhólsmýri að vestan og Kvísker að austan. Til suðurs er<br />

hafið og að norðan liggur Öræfajökull ásamt skriðjöklum sínum, Kvíárjökli, Hólárjökli og<br />

Stigárjökli. Syðsti hluti þess landsvæðis, sem hér um ræðir, er undirlendi en fjalllendi og heiðarlönd<br />

að norðanverðu. Að vestanverðu, undir Stigárjökli, rís landið hægt upp í Sléttubjörg, sem ná<br />

1250 m hæð við jökulröndina. Að austanverðu eru hins vegar skörp landfræðileg skil milli<br />

undirlendis og fjalllendis og þar rís hálendið bratt með lausum skriðum og hömrum. Fjallsbrúnir<br />

Bleikafjalls eru um 600 m háar miðsvæðis er það um 800 m og uppi við jökul 1020 m. Fjallsbrúnir<br />

Eyjafjalls eru um 500 m háar, en uppi við Hólárjökul er fjallið hæst 697 m. Fjallsbrúnir Staðarfjalls<br />

vestan Kvíárjökuls eru um 600 m háar en efst uppi við jökulrætur er fjallið 1207 m hátt. Inn í þetta<br />

fjalllendi ganga brött gil og gljúfur. Frá ströndinni til jökuljaðarsins ofan Bleikafjalls eru um 10 km<br />

en milli strandar og suðurenda Kvíárjökuls eru tæpir 3 km.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína frá Stórhöfða, neðst í Hólárjökul, yfir Staðarfjall, að<br />

jökulrönd Kvíárjökuls og með fram henni. Á móti hafa eigendur Hnappavallatorfu, þ.e. Hnappavalla<br />

I-VIII, lýst kröfu um beinan eignarrétt að sama landsvæði, að jökulrönd eins og hún er á hverjum<br />

tíma. Kröfum íslenska ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1.1. og kröfum gagnaðila í kafla 3.7.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. kafla 7, er því haldið fram að vesturmörk endi í Yrpugili, talsvert<br />

frá jökli. Í landamerkjabréfinu sé ekkert getið um mörk til fjalla. Glöggt megi sjá að Staðarfjall hafi<br />

ekki verið numið. Verði því að telja það allt innan þjóðlendu. Um annað fjalllendi upp af jörðinni<br />

sé það að segja að fara verði að álitum um þjóðlendumörk eftir upplýsingum um staðhætti, gróðurfar<br />

og hæð yfir sjó.<br />

Þinglýstir eigendur Hnappavallatorfu, sbr. kafla 8.3.-8.4., vísa til afsala og annarra eignarheimilda<br />

núverandi eigenda sem aftur byggi á eldri heimildum. Landamerki jarðarinnar séu mjög gömul<br />

en hennar sé getið í Landnámu. Staðarfjall hafi verið numið og nýtt til beitar og lóðir leigðar á<br />

Háöxl. Enn fremur er vísað til atriða eins og landamerkjabréfs jarðarinnar, landnáms, hefðar, umráða<br />

og nýtingar, greiðslu lögboðinna gjalda af jörðinni, athugasemdalausra þinglýsinga og fyrirkomulags<br />

smölunar.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Hnappavöllum er rakin í kafla 6.7.<br />

Þar kemur fram að Hnappavalla er getið í heimildum allt frá 13. öld en sagnir um búsetu þar má<br />

rekja aftur til 9. aldar. Af heimildum verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur verið að ræða, sbr.<br />

umfjöllun um hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt eru fremur líkur<br />

til þess að landsvæði það, sem hér er til umfjöllunar, sé innan upphaflegs landnáms í Austur-<br />

Skaftafellssýslu og að numið hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún, að minnsta kosti, sbr.<br />

kafla 10.2. Ekki verður talið að þar gegni sérstöku máli um Staðarfjall, en af hálfu íslenska ríkisins<br />

hefur því verið haldið fram að glöggt megi ráða að Staðarfjall hafi ekki verið numið.<br />

Fyrstu vísbendinguna um landamerki Hnappavalla er að finna í samningi við umráðamenn<br />

Fagurhólsmýrar frá 1891 en sú jörð virðist áður hafa verið hjáleiga frá Hnappavöllum. Þar kemur<br />

fram að Hnappavöllum tilheyri beitiland allt austur frá Mýrardölum. Fagurhólsmýri hefur einnig<br />

verið nefnd Mýri og má ætla að hér sé átt við fjalllendið að norðanverðu. Vesturmörkum Hnappavalla,<br />

gagnvart Fagurhólsmýri, er fyrst lýst í landamerkjabréfi, dags. 3. maí 1890 og þingl. 14. maí<br />

1891, og er þar miðað við upptök Yrpugils, eftir gilinu og fram af miðjum Salthöfða. Fyrir rúmri<br />

öld náði Gljúfursárjökull ekki alveg niður í Yrpugil. Bréfið er ekki áritað af hálfu Fagurhólsmýrar.<br />

Hins vegar er landamerkjabréf Fagurhólsmýrar, dags. 29. maí 1922 og þingl. 15. júlí sama ár, áritað<br />

af hálfu Hnappavalla og mörkum lýst með sama hætti. Eldri gögn um merki Fagurhólsmýrar að<br />

þessu leyti eru ekki fyrir hendi, sbr. kafla 10.7.<br />

Austurmörkum Hnappavalla, gagnvart Kvískerjum, er einnig fyrst lýst í landamerkjabréfi<br />

jarðarinnar 1922. Þar er miðað við mitt sundið milli Kambsmýrar og Kvíármýrar og beint til sjávar.<br />

Hér mun um að ræða svæðið fram undan Kvíárjökli. Bréfið er ekki áritað af hálfu Kvískerja en<br />

landamerkjabréf þeirrar jarðar, dags. 28. apríl 1890 og þingl. 5. maí sama ár, er áritað af hálfu<br />

141

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!