17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

merkjabréfs Fagurhólsmýrar, dags. 29. maí 1922 og þingl. 15. júlí 1922, miðar merki við upptök<br />

Gljúfursár, eftir gljúfrinu og fremst í kjaft þess, þaðan í Hamarsenda og loks í hólma vestan við<br />

Nýjalandið. Í landamerkjabréfum Hofsness, hið fyrra dags. 2. maí 1890 og þingl. 5. maí sama ár,<br />

og hið síðara dags. 14. júlí 1922 og þingl. næsta dag, er þessum merkjum lýst eins hið efra en ekki<br />

sunnar en í Hamarenda. Fyrirsvarsmenn beggja jarða árita hvor um sig landamerkjabréf hins.<br />

Landamerkjabréf þeirrar jarðar, dags. 29. maí 1922 og þingl. 15. júlí 1922, er áritað af hálfu Hofsness.<br />

Þar er miðað við upptök Gljúfursár hið efra og lítinn hólma vestan við Nýjalandið hið neðra.<br />

Eldri heimildir um merki Hofs/Hofsness fá ágætlega samrýmst því. Þá ber þess að geta að samningur<br />

milli Fagurhólsmýrar og Hnappavalla frá 1891 kveður á um að Fagurhólsmýri tilheyri beitiland<br />

að Gljúfursá.<br />

Austurmörkum Fagurhólsmýrar, gagnvart Hnappavöllum, er ekki lýst fyrr en í landamerkjabréfi<br />

jarðarinnar 1922. Þar segir að mörk jarðarinnar nái frá upptökum Yrpugils, eftir gilinu og fram af<br />

miðjum Salthöfða. Fyrir rúmri öld náði Gljúfursárjökull ekki alveg niður í Yrpugil. Bréfið er áritað<br />

af hálfu Hnappavalla. Þessum merkjum er lýst alveg eins í landamerkjabréfi Hnappavalla, dags. 3.<br />

maí 1890 og þingl. 14. maí næsta ár, enda þótt það sé ekki áritað af hálfu Fagurhólsmýrar. Eldri<br />

lýsingar á merkjum Hnappavalla eru ekki fyrir hendi, sbr. kafla 10.8., en samningur milli Fagurhólsmýrar<br />

og Hnappavalla frá 1891 kveður þó á um að Hnappavöllum tilheyri beitiland allt austur<br />

frá Mýrardölum. Fagurhólsmýri er einnig nefnd Mýri og má ætla að hér sé átt við fjalllendi<br />

jarðarinnar.<br />

Norðurmörk jarðarinnar koma þannig ekki skýrt fram í landamerkjabréfinu. <strong>Óbyggðanefnd</strong><br />

telur að staðsetning landamerkjapunkta skammt undan jökulsporðinum að vestan og austan bendi<br />

til þess að eigendur jarðarinnar hafi litið svo á að merki hennar næðu allt að jökli enda náði hann<br />

nokkru sunnar á þeim tíma en nú. Því til stuðnings má jafnframt vísa til þess að mörkum gagnvart<br />

jökli er ekki lýst að öðru leyti. Jökullinn hefur afmarkað það land, sem máli skipti með svo augljósum<br />

hætti að ekki var talið þurfa umfjöllunar við.<br />

Í kjölfar þess að ný landamerkjalög taka gildi 1919 er gert landamerkjabréf fyrir jörðina<br />

Fagurhólsmýri. Fyrirliggjandi gögn benda til að landamerkjum hennar sé þar rétt lýst, svo langt sem<br />

sú lýsing nær. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur jafnframt að líta verði til þess að land á þessu svæði er afmarkað<br />

af jöklum hið efra og sjó hið neðra.<br />

Landamerkjabréf jarðarinnar er áritað, þinglesið, fært í landamerkjabók og á því byggt síðan um<br />

merki jarðarinnar, án þess að séð verði að fram hafi komið athugasemdir yfirvalda eða ágreiningur<br />

við nágranna. Landamerkjabréf Hofsness og Hnappavalla eru einnig þinglesin, bréf Hofsness áritað<br />

vegna Fagurhólsmýrar og lýsingar í bréfi Hnappavalla og Fagurhólsmýrar samhljóða. Þetta<br />

bendir allt til þess að lýsing merkja hafi verið í samræmi við það sem almennt var talið gilda. Jafnframt<br />

er ljóst að eigendur Fagurhólsmýrar hafa um langa hríð haft réttmætar ástæður til að vænta<br />

þess að merkjum sé þar rétt lýst.<br />

Kemur þá til skoðunar hvort land innan framangreindra merkja jarðarinnar Fagurhólsmýrar hafi<br />

mismunandi eignarréttarlega stöðu. Staðháttum á því landsvæði, sem hér er til umfjöllunar, er lýst<br />

hér að framan. Ástæða er til að gera einnig grein fyrir gróðurfari á síðustu áratugum. Á sunnanverðu<br />

því svæði, sem samkvæmt framangreindu telst innan landamerkja Hofs, er austasti hluti<br />

Skeiðarársands. Nær óslitið gróðurlendi teygir sig nú frá Svínanesi í vestri austur að Vestari-Kvíá.<br />

Syðst á þessu gróðurbelti, næst sjó, eru stakir hólmar vaxnir melgresi og öðrum grastegundum.<br />

Ofar verður gróðurlendið samfelldara, og þar sem er nægur jarðraki hefur myndast vatnagróður,<br />

flóar, mýrar og hálfdeigjur. Á þurrlendi, þar sem jarðvegur hefur myndast ofan á árframburðinum,<br />

er oftast graslendi en ofar á söndunum þar sem yfirborðið er gróft og þurrt og jarðvegur lítill, er<br />

landið ógróið eða þakið mosagróðri. Svo sem fram kemur í kafla 5.2. er talið víst að á fyrstu öldum<br />

Íslandsbyggðar hafi víða verið gróið land þar sem nú er sandauðn og Lómagnúpssandur, sem áður<br />

var nefndur svo, til muna minni en núverandi Skeiðarársandur.<br />

139

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!