17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hofs/Hofsness hafa um langa hríð haft réttmætar ástæður til að vænta þess að merkjum sé þar rétt<br />

lýst.<br />

Kemur þá til skoðunar hvort land innan framangreindra merkja jarðarinnar Hofs hafi mismunandi<br />

eignarréttarlega stöðu.<br />

Staðháttum á því landsvæði, sem hér er til umfjöllunar, er lýst hér að framan. Ástæða er til að<br />

gera einnig grein fyrir gróðurfari á síðustu áratugum. Á sunnanverðu því svæði, sem samkvæmt<br />

framangreindu telst innan landamerkja Hofs, er Skeiðarársandur. Nær óslitið gróðurlendi teygir sig<br />

nú frá Svínanesi í vestri austur að Vestari-Kvíá. Syðst á þessu gróðurbelti, næst sjó, eru stakir hólmar<br />

vaxnir melgresi og öðrum grastegundum. Ofar verður gróðurlendið samfelldara og þar sem er<br />

nægur jarðraki hefur myndast vatnagróður, flóar, mýrar og hálfdeigjur. Á þurrlendi, þar sem jarðvegur<br />

hefur myndast ofan á árframburðinum, er oftast graslendi en ofar á söndunum þar sem yfirborðið<br />

er gróft og þurrt og jarðvegur lítill, er landið ógróið eða þakið mosagróðri. Svo sem fram<br />

kemur í kafla 5.2. er talið víst að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi víða verið gróið land þar sem<br />

nú er sandauðn og Lómagnúpssandur, sem áður var nefndur svo, til muna minni en núverandi<br />

Skeiðarársandur.<br />

Fjörur tilheyrandi Hofi eru sérstaklega tilgreindar í landamerkjabréfi jarðarinnar og þær fara<br />

ekki að fullu saman við lýsingu landamerkja en sá háttur er algengur í Öræfum. Jörðinni tilheyra<br />

Tangafjara, sem er fyrir landi Hofs ásamt fleiri fjörum, Hofsfjara og Fjallsfjara sem báðar eru fyrir<br />

landi annarra jarða í Öræfum, austan við merki Hofs til þeirrar áttar. Í máli þessu hefur verið<br />

upplýst um þann almenna skilning jarðeigenda í Öræfum að í fjörueign fyrir landi annarrar jarðar<br />

felist einungis óbeinn eignarréttur, þ.e.a.s. ítaksréttur, svo sem til reka og selveiði. Fyrir landi Hofs<br />

eru fjörur Skaftafells og Svínafells en önnur ítök virðast ekki hafa verið í landi jarðarinnar. Engar<br />

vísbendingar eru um að fyrir landi Hofs sé að finna svokallaða almenningsfjöru, sbr. umfjöllun um<br />

fjörur í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

Á norðurhluta svæðisins er fjalllendi það og heiðarlönd sem að framan er lýst. Í fjalllendi Öræfa<br />

teygir mosagróðurinn sig nú oft upp í 500-600 m hæð þar sem ekki er of mikill halli eða lausar<br />

skriður. Við bestu gróðurskilyrði í fjalllendinu, s.s. í daldrögum og í snjódældum, er gróður fjölbreyttari<br />

og gróskumeiri. Fjalllendið ofan við Hof er nær alveg ógróið niður að undirhlíðum þess<br />

en í þeim er strjáll mosagróður. Talið er vafalaust að við upphaf landnáms hafi gróðurþekja í Öræfum,<br />

sem og á Íslandi í heild, verið mun meiri að víðáttu og grósku en nú er, sbr. kafla 5.2.<br />

Ekki eru heimildir um annað en að jörðin Hof hafi verið byggð og nýtt eftir búskaparháttum og<br />

aðstæðum á hverjum tíma. Innan þeirra marka, sem tilgreind eru 1922 og að því marki sem land<br />

hefur komið undan jökli síðan, hafa eigendur jarðarinnar farið með umráð og hagnýtingu og gert<br />

ráðstafanir með löggerningum á sama hátt og gildir um eignarland almennt. Fjalllendið upp við<br />

jökul og Skeiðarársandur hafa ekki verið þar undanskilin enda þótt nýting þar hafi verið takmörkuð.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að tilvist fjöruítaka á sandinum styrki beinan eignarrétt þar, sbr. umfjöllun um<br />

ítök og fjörur í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

Ekki verður annað séð en að þetta eignarhald hafi verið án ágreinings eða athugasemda. Engar<br />

heimildir eru um að land innan marka jarðarinnar hafi mismunandi eignarréttarlega stöðu og verða<br />

staðhættir, gróðurfar eða nýtingarmöguleikar ekki taldir hafa úrslitaáhrif í því sambandi. Þá verður<br />

fyrirkomulag smölunar ekki talið hafa eignarréttarlega þýðingu.<br />

Sá jökuljaðar sem eigendur jarðarinnar Hofs gætu hafa horft til, þegar þeir lýstu merkjum í<br />

jökul, síðast 1922, hefur gengið til baka. Land, sem þá var hulið jökli, er því jökullaust nú. Sá jökuljaðar,<br />

sem líkur eru á að landnám hafi miðast við, hefur hins vegar síðar gengið fram. Land, sem<br />

nú er hulið jökli, hefur því verið jökullaust á þeim tíma. Engin leið er að ákvarða með nokkurri<br />

vissu hvaða landsvæði hafa horfið undir jökul frá landnámi. Þá hefur óbyggðanefnd komist að<br />

þeirri niðurstöðu, sbr. kafla 9.3., að þegar merki jarðar eru miðuð við jaðar jökuls og þeim því ekki<br />

lýst nema að takmörkuðu leyti í landamerkjabréfi beri að miða við stöðu jökuljaðarsins við gildis-<br />

137

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!