17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

136<br />

Ólafs Gíslasonar 1748 er aftur miðað við Hólsgil en athugasemd gerð um að Gljúfursá eða Gljúfursárgil<br />

kunni að vera réttara, annars yrði Hofsnes „ekki í Hofslandi“. Á manntalsþingi 1745 var<br />

sérstaklega um þetta fjallað og ekki annað að sjá en að niðurstaðan hafi verið sú að miða við Gljúfursárgljúfur.<br />

Þær heimildir, sem miða efri mörk Hofs við Hólsgil, virðast því gera ráð fyrir að<br />

Hofsnes eigi land ofan Hofs. Í vísitasíu Hofs 1851 er austurmörkum lýst frá upptökum Gljúfursár,<br />

eftir ánni fram í gljúfurskjaft. Úr gljúfurskjaftinum er stefnan á mörkunum við Hamarenda og<br />

þaðan sömu stefnu til sjávar. Lýsing landamerkjabréfs Hofs frá 1922 nær hins vegar mun skemur<br />

eða að Háskeri, í stað Gljúfursárgils. Merki til suðurs eru þar miðuð við fjörumörk milli Staðarfjöru<br />

og Tangafjöru.<br />

Sú breyting, sem verður á merkjalýsingu Hofs til austurs með landamerkjabréfi jarðarinnar<br />

1922, þarfnast nánari athugunar. Sama máli gegnir um merki jarðarinnar til norðurs. Heimildir eru<br />

hins vegar samhljóða um að miða við mitt Rótarfjall að vestanverðu og sjávarmál hið neðra.<br />

Verður þá fyrst litið til austurs. Í landamerkjabréfi Hofsness, dags. 2. maí 1890 og þingl. 5. maí<br />

1890, eru mörk við Hof miðuð við Hólsgil og í síðara landamerkjabréfi Hofsness, dags. 14. júlí<br />

1922 og þingl. 15. júlí 1922, er miðað við fremri brún Háaskers. Bréf Hofsness og Hofs eru árituð<br />

gagnkvæmt. Í bréfum Hofsness er mörkum við Fagurhólsmýri lýst frá upptökum Gljúfursár í<br />

gljúfrinu að Gljúfursármynni og þaðan í Hamarenda. Hamarendi er vestasti hluti Hamranna sem<br />

eru samfellt hamrabelti frá Gljúfursá austur að Hnappavöllum. Þessi lýsing var staðfest af hálfu<br />

fyrirsvarsmanna Fagurhólsmýrar. Landamerkjabréf þeirrar jarðar, dags. 29. maí 1922 og þingl. 15.<br />

júlí 1922, er áritað af hálfu Hofsness. Þar er miðað við upptök Gljúfursár hið efra og lítinn hólma<br />

vestan við Nýjalandið hið neðra. Nýjaland er rétt ofan við Leirur. Eldri heimildir um merki Fagurhólsmýrar<br />

fá ágætlega samrýmst þessu, sbr. kafla 10.7.<br />

Samkvæmt framangreindum gögnum um merki jarðanna Hofs, Hofsness og Fagurhólsmýrar frá<br />

1890 og 1922 eiga Hofsnes og Fagurhólsmýri merki saman ofan við Hof. Núverandi fyrirsvarsmenn<br />

Hofs og Hofsness telja hins vegar að Hofsnes eigi einungis land upp í Háasker og Hof þar<br />

fyrir ofan. Í landamerkjabréfum Hofsness sé merkjum lýst of langt til norður. Sú lýsing eigi við um<br />

jörðina Hof og hefði með réttu átt að vera í landamerkjabréfi hennar. Eigendur Hofsness hafa ekki<br />

sett fram kröfur í máli þessu þar sem þeir telja að jörðin liggi sunnan kröfulínu ríkisins á svæðinu.<br />

Hofsnesi var skipt út úr Hofi og landamerki þeirrar fyrrnefndu, a.m.k. nú á tímum, eru ekki talin ná<br />

upp fyrir Háasker. Skipting lands innan gömlu Hofsjarðarinnar og hugsanlegur ruglingur milli<br />

merkjalýsinga Hofs og Hofsness verður ekki talinn hafa þýðingu hér.<br />

<strong>Óbyggðanefnd</strong> telur að staðsetning landamerkjapunkta skammt undan jökulsporðinum að vestan<br />

og austan bendi til þess að eigendur jarðarinnar hafi litið svo á að merki hennar næðu allt að jökli<br />

enda náði hann nokkru sunnar á þeim tíma en nú. Þessu til stuðnings má jafnframt vísa til þess að<br />

mörkum gagnvart jökli er skýrlega lýst í lögfestu frá 1851 þar sem segir að jöklar ráði frá Rótarfjalli<br />

að upptökum Gljúfursár. Umræddum merkjum er ekki lýst í öðrum heimildum, þ. á m. landamerkjabréfi<br />

jarðarinnar. Jökullinn hefur afmarkað það land sem máli skipti með svo augljósum<br />

hætti að ekki var þá talið þurfa umfjöllunar við.<br />

Í kjölfar þess að ný landamerkjalög taka gildi 1919 eru gerð landamerkjabréf fyrir jarðirnar Hof<br />

og Hofsnes. Fyrirliggjandi gögn benda til að landamerkjum gömlu Hofsjarðarinnar sé þar rétt lýst<br />

svo langt sem þær lýsingar ná. <strong>Óbyggðanefnd</strong> telur jafnframt að líta verði til þess að land á þessu<br />

svæði er afmarkað af jöklum hið efra og sjó hið neðra.<br />

Landamerkjabréf jarðanna eru árituð, þinglesin, færð í landamerkjabók og á þeim byggt síðan<br />

um merki Hofs/Hofsness án þess að séð verði að fram hafi komið athugasemdir yfirvalda eða<br />

ágreiningur við nágranna. Landamerkjabréf Sandfells og Fagurhólsmýrar eru einnig árituð og þinglesin.<br />

Þetta bendir allt til þess að lýsing merkja hafi verið í samræmi við það sem almennt var talið<br />

gilda enda verður skipting lands innan gömlu Hofsjarðarinnar og hugsanlegur ruglingur milli<br />

merkjalýsinga Hofs og Hofsness ekki talinn hafa þýðingu hér. Jafnframt er ljóst að eigendur

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!