17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ar eru Goðafjall (651 m), Hrútsfjall (670 m) og loks Rótarfjall, upp við Kotárjökul. Austan þess<br />

heitir Rótarfjallsjökull. Jöklarnir ná ekki saman fyrir framan Rótarfjall nú en kunna að hafa gert það<br />

á fyrri tíð. Fjarlægð frá Svínafellsfjöru og upp undir Hofsfjall er að meðaltali 15-16 km.<br />

Íslenska ríkið hefur dregið kröfulínu sína frá því neðst í Kotárjökli í Goðafjall, þaðan beina línu<br />

yfir Hofsfjall og í Stórhöfða. Samkvæmt þessari kröfugerð er þjóðlenda á nokkru landsvæði næst<br />

jökli, þ.m.t. Rótarfjalli. Á móti hafa eigendur Hofstorfu, þ.e. Hofs I, II, IV og Litla-Hofs, lýst kröfu<br />

um beinan eignarrétt yfir sama landsvæði, að jökulrönd eins og hún er á hverjum tíma en þó til<br />

Rótarfjalls einungis að hluta. Kröfum íslenska ríkisins er nánar lýst í kafla 3.1.1. og kröfum gagnaðila<br />

í kafla 3.5.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins, sbr. kafla 7, er á því byggt að heimildir bendi til þess að jörðin nái<br />

ekki að jökli enda þótt vesturmörkum sé lýst í jökul í landamerkjabréfi jarðarinnar 1922. Virða eigi<br />

fremur eldri heimildir sem skemmra gangi en yngri sem stangist á við eldri rétt. Mörk jarðarinnar<br />

geti ekki verið við jökulrönd Öræfajökuls, þau hljóti að liggja neðar og þjóðlendumörk væntanlega<br />

enn neðar. Um þau verði að fara að álitum og taka mið af staðháttum, gróðurfari og hæð yfir sjó. Í<br />

þessu fjalllendi séu Hrútsfjall, Goðafjall og Hofsfjall, 670, 651 og 744 m há.<br />

Þinglýstir eigendur Hofstorfu, sbr. kafla 8.3.-8.4., vísa til afsala og annarra eignarheimilda núverandi<br />

eigenda sem aftur byggist á eldri heimildum, þ. á m. vísitasíum og máldögum. Enn fremur<br />

er vísað til atriða eins og landamerkjabréfs jarðarinnar, landnáms, hefðar, umráða og nýtingar,<br />

greiðslu lögboðinna gjalda, athugasemdalausra þinglýsinga og fyrirkomulags smölunar.<br />

Saga afmörkunar, ráðstafana að eignarrétti og nýtingar að Hofi er rakin í kafla 6.5. Þar kemur<br />

fram að Hofs er getið í heimildum allt frá 14. öld. Af þeim verður ráðið að um sjálfstæða jörð hefur<br />

verið að ræða, sbr. umfjöllun um hugtakið jörð í almennum niðurstöðum óbyggðanefndar. Jafnframt<br />

eru fremur líkur til þess að landsvæði það, sem hér er til umfjöllunar, sé innan upphaflegs<br />

landnáms í Austur-Skaftafellssýslu og að numið hafi verið frá sjávarmáli að þáverandi jökulbrún,<br />

að minnsta kosti, sbr. kafla 10.2.<br />

Til eru lýsingar frá ýmsum tímum á merkjum Hofs í vestur og austur og jafnvel norðurmörkum<br />

er lýst 1851. Suðurmörkum er hins vegar hvergi lýst sérstaklega frekar en hjá öðrum jörðum í<br />

héraðinu. Fyrstu lýsinguna á landamerkjum Hofs er að finna í máldaga Hofskirkju frá 1387. Þar<br />

kemur fram að til vesturs, gagnvart Sandfelli, eigi Hofskirkja land inn að Kotá og sjónhending upp<br />

í það gljúfur við neðanvert fjallið sem áin fellur úr og loks upp í mitt Rótarfjall, á móts við<br />

Sandfellsmenn. Kotáin rennur út á Skeiðarársand og til sjávar. Þessum merkjum er eins lýst í vísitasíum<br />

Jóns Árnasonar 1727 og Ólafs Gíslasonar 1748. Í lögfestu Hofs frá 1851 eru mörkin sögð<br />

vera sjónhending úr Rótarfjalli þar sem það ber hæst í hólinn í Miðjökli og þaðan sömu stefnu að<br />

fjörumáli sem tiltekið er nánar. Miðjökull er grasi vaxin hæð. Að austan „ráða jöklar austureptir“<br />

frá Rótarfjalli að upptökum Gljúfursár. Landamerkjabréf Hofs, dags. 15. júlí 1922 og þingl. samdægurs,<br />

er í samræmi við þetta, dregin er lína úr miðju Rótarfjalli í innri enda Litlafjalls, hæstu þúfu<br />

á Miðjökli og þaðan „beina sjónhendingu út“. Hið síðastnefnda verður að skýra svo að þar sé tekin<br />

stefna til sjávar, sbr. einnig lögfestu Hofs 1851. Landamerkjabréf Sandfells, dags. 15. júlí 1922 og<br />

þingl. 8. júlí 1923, er efnislega samhljóða bréfi Hofs. Fyrirsvarsmenn beggja jarða árita hvor um<br />

sig landamerkjabréf hins. Eldri gögn um merki Sandfells verða ekki talin mæla þeim í mót, sbr.<br />

kafla 10.5.<br />

Austurmörkum Hofs, gagnvart Fagurhólsmýri, er einnig fyrst lýst í máldaga Hofskirkju 1387.<br />

Þar segir að Hof eigi land austur að gljúfri því sem Gljúfursá fellur úr og í Hamraenda og síðan<br />

„óslitið land út að Ingólfshöfða“. Gljúfursárgil er nú nokkuð undan jökuljaðri en þegar Gljúfursárjökull<br />

var hvað stærstur, fyrir rúmlega einni öld, mun hann hafa umlukt Miðfell og gengið niður<br />

í efsta part Glúfursárgils. Miðfell slapp ekki úr greipum jökulsins fyrr en um 1930. Í vísitasíu Jóns<br />

Árnasonar frá 1727 segir að Hof eigi „land að Hólsgili“. Hólsgil (eða Hólgil) dregur nafn sitt af<br />

Fátækramannahól og liggur við þjóðveginn neðan bæði Gljúfurárgljúfurs og Háaskers. Í vísitasíu<br />

135

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!