17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

134<br />

Ekki eru heimildir um annað en að jörðin Sandfell hafi verið byggð til miðrar síðustu aldar og<br />

nýtt eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Innan þeirra marka sem tilgreind eru í<br />

landamerkjabréfi 1922 og að því marki sem land hefur komið undan jökli síðan, hefur eigandi jarðarinnar<br />

farið með umráð hennar og hagnýtingu og ráðstafanir verið gerðar með löggerningum á<br />

sama hátt og gildir um eignarland almennt. Fjalllendið upp við jökul og Skeiðarársandur hafa ekki<br />

verið þar undanskilin enda þótt nýting þar hafi verið takmörkuð. Þá telur óbyggðanefnd að tilvist<br />

fjöruítaks á sandinum styrki beinan eignarrétt þar, sbr. umfjöllun um fjörur og ítök í almennum<br />

niðurstöðum óbyggðanefndar.<br />

Ekki verður annað séð en að þetta eignarhald hafi verið án ágreinings eða athugasemda. Engar<br />

heimildir eru um að land innan marka jarðarinnar hafi mismunandi eignarréttarlega stöðu og verða<br />

staðhættir, gróðurfar eða nýtingarmöguleikar ekki taldir hafa úrslitaáhrif í því sambandi. Þá verður<br />

fyrirkomulag smölunar ekki talið hafa eignarréttarlega þýðingu.<br />

Sá jökuljaðar, sem fyrirsvarsmenn jarðarinnar Sandfells gætu hafa horft til þegar þeir lýstu<br />

merkjum í jökul, síðast 1922, hefur gengið til baka. Land, sem þá var hulið jökli, er því jökullaust<br />

nú. Sá jökuljaðar, sem líkur eru á að landnám hafi miðast við, hefur hins vegar síðar gengið fram.<br />

Land, sem nú er hulið jökli, hefur því verið jökullaust á þeim tíma. Þetta kann m.a. að eiga við um<br />

svæðið framan við Rauðakamb þar sem jöklar ná nú saman en engin leið er að ákvarða með<br />

nokkurri vissu hvaða landsvæði hafa horfið undir jökul frá landnámi. Þá hefur óbyggðanefnd<br />

komist að þeirri niðurstöðu, sbr. kafla 9.3., að þegar merki jarðar eru miðuð við jaðar jökuls og<br />

þeim því ekki lýst nema að takmörkuðu leyti í landamerkjabréfi beri að miða við stöðu jökuljaðarsins<br />

við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll. Um réttarstöðu þess jökulsvæðis<br />

ofan Sandfells sem til meðferðar er í máli þessu vísast til kafla 10.12.<br />

Af hálfu íslenska ríkisins hefur ekki verið sýnt fram á að land innan tilgreindra landamerkja<br />

jarðarinnar Sandfells sé þjóðlenda. Rannsókn óbyggðanefndar leiðir einnig til þeirrar niðurstöðu að<br />

þar sé um eignarland að ræða, sbr. einnig umfjöllun í kafla 9.6., án þess þó að tekin sé afstaða til<br />

þess hver fari með þau eignarréttindi eða hver séu mörk milli eignarlanda, sbr. 7. gr. laga nr.<br />

58/1998.<br />

Tekið skal fram að um eignarréttarlega stöðu landsvæðis á Rauðakambi, innan jaðars Vatnajökuls,<br />

er fjallað í kafla 10.12. og vísast þangað.<br />

Þá ber þess að geta að óbyggðanefnd hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að fjármálaráðherra<br />

sé ekki unnt að leggja til þjóðlendu land sem undirorpið er beinum eignarrétti íslenska ríkisins, sbr.<br />

t.d. úrskurð í máli nr. 1/2000, kafla 11.5.<br />

Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að land jarðarinnar Sandfells, svo sem því er að framan<br />

lýst, að jökuljaðri eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, teljist ekki til þjóðlendu<br />

í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga nr. 58/1998.<br />

10.6. Hof<br />

Hér verður fjallað um landsvæði það sem afmarkað er í landamerkjabréfi Hofs, dags. 15. júlí 1922<br />

og þingl. samdægurs, sbr. einnig tvö landamerkjabréf Hofsness, hið fyrra dags. 2. maí 1890 og<br />

þingl. 5. maí 1890, og hið síðara dags. 14. júlí 1922 og þingl. 15. júlí 1922. Við þá umfjöllun verður<br />

ekki tekið tillit til síðari skiptingar lands innan þessara merkja en jörðin skiptist nú í Hof I, II, III,<br />

IV og Litla-Hof.<br />

Að Hofi liggur jörðin Sandfell að vestan en að austan Hofsnes og Fagurhólsmýri þar norðan við.<br />

Jörðin Hofsnes var hluti Hofs þar til 1890 að gerð var fyrir hana sérstök landamerkjalýsing. Skörp<br />

skil eru á milli undirlendis og fjalllendis fyrir landi Hofs svo sem víðast annars staðar í Öræfum.<br />

Til suðurs kvíslast jökulárnar um hallalítinn Skeiðarársandinn, allt niður að sjávarmáli. Neðst á<br />

sandinum, sunnan undir Hofi og Fagurhólsmýri, eru Leirur, víðáttumikið svæði undir vatni ofan við<br />

fjörur. Að norðan er fjalllendi upp að Öræfajökli. Byggðin stendur undir Hofsfjalli (744 m) en vest-

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!