17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

132<br />

Smjörsteinn er stór steinn í grashvammi framan undir hól í Langafellsjökli sem eru urðarhólar með<br />

fram Virkisá að vestan. Fjallið ofan við Smjörstein er Svínafellsfjall. Í vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar<br />

frá 1654 og Þórðar Þorlákssonar 1677 er getið um Hrakdælu og Tjörn þar fyrir ofan.<br />

Hrakdæla var mýri en er nú aftekin. Hún lá á milli Hrakdeildarhóla [Hrakdæluhóla] sem nú eru<br />

einnig horfnir, tveggja lágra hóla á aurunum nokkuð fyrir neðan Rasshóla en hinir síðarnefndu<br />

liggja við brúna á Virkisá. Vesturmörkum Sandfells er næst lýst í vísitasíu frá 1800 þar sem miðað<br />

er við Hrakdæluhóla og miðjan Réttarfalljökul, þaðan austanvert við Svínafellsfjall. Réttarfalljökull<br />

er annað nafn á Markhól samkvæmt því sem greinir í landamerkjabréfi Svínafells 1890.<br />

Í landamerkjabréfi Sandfells, dags. 15. júlí 1922 og þingl. 9. júlí 1923, eru merki til vesturs<br />

dregin úr Rauðakambi í lægð í Markhól, þaðan í lægðina milli Hrakdæluhóla og loks ræður sama<br />

stefna mörkum „til enda“. Í landamerkjabréfi Svínafells 1890 er efsti tilgreindi punktur til austurs<br />

„lækjarfarvegur í miðjum Markhól“. Austurmörkum Svínafells er lýst til sjávar með stefnu „vestan<br />

við Eyrartagl“. Eyrartagl mun hafa verið austast á graslendi neðan við Virkisáraur, vestan Virkisár,<br />

ofar landavötnum. Það mun nú undir sandi. Engar eldri heimildir eru fyrir hendi um landamerki<br />

Svínafells að þessu leyti, sbr. kafla 10.4. Landamerkjabréf Sandfells er áritað af hálfu Svínafells og<br />

öfugt.<br />

Fyrstu lýsingu fyrirsvarsmanna Sandfells á austurmerkjum jarðarinnar, gagnvart Hofi, er að<br />

finna í áðurnefndri vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar frá 1641 þar sem nefnd eru Lágey og Steinhillingar.<br />

Lágey heitir sunnan og suðaustan við Steiney sem er austan við Kotá, austur undir aurnum.<br />

Steinhillingar hafa ekki fundist á örnefnaskrám eða kortum. Í landamerkjabréfi Sandfells 1922<br />

eru merki til austurs, gagnvart Hofi, dregin úr miðju Rótarfjalli í innri enda Litlafjalls, sem er háls<br />

áfastur Goðafjalli, í hæstu þúfu í Miðjökli og síðan ræður sama stefna mörkum „til enda“. Í landamerkjabréfi<br />

Hofs, dags. 15. júlí 1922 og þingl. sama dag, er mörkum lýst með sama hætti úr Rótarfjalli<br />

í Miðjökul „svo þaðan beina sjónhendingu út“. Fyrirsvarsmenn Sandfells og Hofs árita hvor<br />

um sig landamerkjabréf hins. Lýsingar bréfanna eru í samræmi við máldaga Hofskirkju frá 1387<br />

þar sem kemur fram að Sandfellsmenn eigi land á móti Hofskirkju, „upp í mitt Rótafjall“, sbr. einnig<br />

fleiri heimildir um merki Hofs, sjá kafla 10.6. Með hliðsjón af þeim heimildum, sem hér hafa<br />

verið tilgreindar, verður ekki talið að umfjöllun í vísitasíum 1641 1654 og 1677 lýsi norðurmerkjum<br />

jarðarinnar enda var sérstakt tilefni til þeirrar umfjöllunar ágreiningsmál við eigendur Hofs um<br />

landsvæði að sunnanverðu.<br />

Samkvæmt framangreindu er nyrsti merkjapunktur milli Sandfells og Svínafells árið 1641 í<br />

Svínafellsfjalli, austanvert við Svínafellsfjall 1800 og í miðjum Rauðakambi 1922. Nyrsti merkjapunktur<br />

milli Sandfells og Hofs er mitt Rótarfjall 1387 og 1922. Syðsti merkjapunktur milli Sandfells<br />

og Svínafells árið 1641 er Smjörsteinn, Hrakdæla 1677, Hrakdæluhólar 1800 og Hrakdæluhólar<br />

ásamt stefnu „til enda“ 1922. Syðstu merkjapunktar milli Sandfells og Hofs eru Lágey og<br />

Steinhillingar 1641 og loks er stefna tekin „til enda“ 1922.<br />

Óljóst orðalag landamerkjabréfsins þarfnast nánari athugunar. Verður þá fyrst litið til norðurmarka<br />

jarðarinnar, gagnvart Vatnajökli.<br />

Í framangreindri færslu á merkjum Sandfells og Svínafells til austurs, sennilega með tilliti til<br />

breytinga á jökuljaðrinum, felst ekki að merki jarðanna nái lengra norður en samkvæmt elstu heimildum.<br />

Þá verður nákvæm staðsetning vesturmarka Sandfells, gagnvart Svínafelli, ekki talin hafa<br />

þýðingu hér enda hafa eigendur jarðanna getað samið um breytt merki sín á milli.<br />

Þá telur óbyggðanefnd að staðsetning landamerkjapunkta skammt undan jökulsporðinum, samkvæmt<br />

flestum heimildum, bendi til þess að eigendur jarðarinnar hafi litið svo á að merki hennar<br />

næðu allt að jökli enda náði hann nokkru sunnar á þeim tíma en nú. Jökullinn hefur afmarkað það<br />

land sem máli skipti með svo augljósum hætti að ekki var talið þurfa umfjöllunar við. Landamerkjabréf<br />

Sandfells frá 1922 miðar hins vegar við miðjan Rauðakamb sem er innan jökuljaðars.<br />

Eldri heimildir um þessi merki, þ. á m. landamerkjabréf Svínafells 1890, gera ekki ráð fyrir að land

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!